Veðurspá dagsins

Hún er heldur kuldaleg veðurspáin fyrir Kaupmannahöfn og nágrenni. Sjá hér. Hér er spáin:

Mest skyet med enkelte snebyger, i morgentimerne endnu lidt sne over den sydligste del af regionen. Jævn til hård vind fra nordøst, og risiko for snefygning. Fra sidst på eftermiddagen aftager vinden lidt. Temp. mellem 2 og 5 graders frost.

Við þessar aðstæður fer nú fram hin mikla umræða um hlýnun jarðar og hvernig á að koma í veg fyrir hana. Reyndar hefur hlýnunin stöðvast síðustu 8-10 ár og spennandi verður að sjá hvernig þróunin verður næstu ár. Svipað veður er spáð á morgun síðasta dag ráðstefnunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Karl: Hlýnunin hefur ekki stöðvast, sjá fróðleiksgrein á vedur.is: Hætti hlýnun jarðar eftir 1998?

Einnig er hérna línurit sem sýnir hitatölur frá NASA - ásamt leitnilínum:

Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Karl Jóhann

Þetta eru auðvitað hin vel þekktu Gore áhrif sem nánast aldrei bregðast.

Sjá hér. Snjókoma í London 6. apríl!

Auðvitað brást snjókoman ekki á Íslandi þegar meistarinn heimsótti okkur á sínum tíma 9. apríl. Sjá hér.

Þessi Gore áhrif hafa sýnt sig að vera miklu áreiðanlegri en hnatthlýnun, hækkun sjávarborðs, og Gore má vita hvað...

Hve þekkt eru þessi áhrif?     Prófaður að setja "Gore effect" í Google. Upp koma 30.000 tilvísanir

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er skilgreining á Gore Effect, tekin úr einum af þessum 30.000 tilvísunum sem Ágúst er svo upptekin af:

Most worn out contrarian cliche:
The “Gore Effect”. This combines the irrelevant confusion of climate with weather and the slightly manic obsession with Al Gore over the actual science. Do please grow up.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Flestir vísindamenn eru sammála um að það hafi verið hlýnun síðustu síðan ca 1980. Spurningin er frekar hvort þessi hlýnun sé óvenjuleg og hvað sé að valda henni.

Höski, þú bendir á línurit í athugasemdinni þinni og samkvæmt því virðist hlýnunin vera mikil, hnattrænt séð.  En þegar maður skoðar eftirfarandi línurit, þá virðist hlýnunin ekki vera eins dramatísk. Mælingarnar eru gerðar eingöngu með gervitunglum. Sveiflurnar eru miklar frá ári til árs.

Latest Global Temperatures

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Já. Al Gore og veðurfar er víst ekki góð blanda, hann virðist lifa í öðrum heimi en sjálfur raunveruleikinn.

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 12:58

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta graf sem þú bendir á Karl Jóhann, er ekki hitastig við yfirborð jarðar, heldur aðeins hærra uppi, (Lower Atmosphere), þar af leiðandi er munurinn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Já ég áttaði  mig á því reyndar. Þetta eru ekki sömu gögn. En er ekki aðal atriðið að þetta séu hnattræn gögn. Ein tegund af hnattrænum gögnum á að vera hægt að bera saman við önnur hnattræn þ.e. yfirborðsgögn vs lofthjúpsgögn.  Það hlýtur að vera tengsl þarna á milli,  sama þróun ætti að vera í þessum gögnum. Þetta var það sem ég benti á í fyrstu grein minni hér á blogginu. Hnattræn yfirborðsgögn og hnattræn gervitunglagögn sýna ekki sömu þróun og hefur verið erfitt að útskýra.

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 13:21

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er í raun ekki mikill munur á þessum gögnum sem að Karl bendir á og ég bendi á. Samt er hlýnun í báðum gagnasöfnunum (GISS eru gögnin frá NASA) og neðri myndin er UAH:

 

Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2009 kl. 13:22

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Athugið að GISS gögnin ná lengra aftur sem gerir það að verkum að það er ekki verið að bera saman sömu árin - en með góðum vilja má sjá svipaðar sveiflur ef rýnt er í ártalið

Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2009 kl. 13:26

10 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Flestir ef ekki allir vísindamenn viðurkenna að það hafi hlýnað síðustu 20 ár og einnig líklega miðað við 100 ár síðan. Miklu mikilvægara er að spyrja sig þessara spurninga:

1. Hversu mikið hefur hlýnað?

2. Hversu mikið orsakast af athöfnum manna?

3. Hvernig er hægt að spá fyrir um þróun hitafars í framtíðinni og áhrif þess?

Svo verður að hafa í huga að þessi gögn fyrir ofan sýna stuttan tíma í hitafari jarðar.

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 14:48

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Karl Jóhann, heldurðu að vísindamenn hafi ekki spurt sig þessara spurninga? Þeir hafa að sjálfsögðu gert það og það er meðal annars vegna þess að svör þeirra benda til þess að 1. Hitastig hefur hækkað, 2. Það er talið orsakast af völdum losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum og 3. Þeir spá því að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig jarðar til lengri tíma.

Þó þér sé að detta þessar spurningar í hug núna, útilokar það ekki að vísindamenn hafi spáð í þetta og hugsað málið nokkuð mikið. Þær rannsóknir sem gerðar eru í loftslagsvísindum er ekki eitthvað sem kemur út úr hugsunarlausu ferli.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2009 kl. 15:02

12 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hitastig hefur hækkað en enn mikilvægari spurning er: Miðað við hvaða tímabil? Hér er það sem hitastig til lengri tíma gefur svarið.  Og einmitt svarið við þeirri spurningu eru vísindamenn ósammála um.  Hitasveiflurnar í fortíðinni segja til um hvort núverandi hlýnun sé óvenjuleg. T.d. hvað ef var víða hlýrra um 1940?  Það skiptir öllu máli því ef svo er hvað orsakaði hana? Mesti hluti aukningar CO2 var eftir síðari heimstyrjöld.

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 15:31

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gjörðu svo vel Karl Jóhann, hér er graf yfir hitastigið frá 1880 á heimsvísu, þá þarftu ekki að velkjast í vafa um þetta, Giss-tölur:

 Hitastig jarðar frá því mælingar hófust (Gögn frá GISS).

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2009 kl. 15:45

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli:

Ég held að Karl Jóhann sé nokkuð fróður um þessi mál. 

Sjá ritgerð hans sem unnin er undir leiðsögn Dr. Guðrúnar Gísladóttur prófessors við HÍ.

Tengsl hitastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO

Ágrip:

"Hnattræn hlýnun af mannavöldum er talin vera mikil ógn fyrir mannkynið í nálægri framtíð. Nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um hitastig í fortíðinni eru nauðsynlegar til að geta spáð fyrir um þróun hitastigs í framtíðinni. Ísland er vel staðsett fyrir veðurfarsrannsóknir vegna staðsetningar landsins á mörkum kaldra og hlýrra loft- og hafsstrauma. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl hnattrænna hitastigsbreytinga við hitastig á Íslandi á tímabilinu 1961-2009 og skoða hvort hitabreytingar hér við land eru óvenjulegar með tilliti til hitastigs síðustu þúsundir ára. Einnig var markmiðið að finna tengsl á milli Norður-Atlantshafssveiflunnar (e. North Atlantic Oscillation - NAO) og hitastig á Íslandi. Niðurstaða rannsóknarinnar er að hnattrænt hitastig yfirborðs og lofthjúps jarðar sýna í grófum dráttum sömu hitafarsbreytingar. Samkvæmt hitastig síðustu þúsunda ára eru nútíma hitastigsbreytingar á 20. öldinni ekki óvenjulegar. Ekki eru bein tengsl við NAO og hitastig hér við land, NAO getur bæði verið jákvætt og neikvætt í köldum árum og öfugt. Náttúrulegar sveiflur eru miklar hér við land. Ekki er eining meðal vísindamanna um þátts náttúrulegs breytileika veðurfars annars vegar og losun gróðurhúsalofttegunda mannkyns hinsvegar á hlýnun jarðar og hvað sé megin orsök hnattrænna veðurfarsbreytinga".

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2009 kl. 15:54

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rétt fyrir ofan miðju á þessari vefsíðu http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm  er mynd sem nefnist  Comparing Global air Temperature estimates.

Á myndinni eru fimm helstu hitaferlarnir sýndir frá 1979 til loka októbers s.l.

Þetta eru GISS, RSS MSU, NCDC, HadCRUT3 og UAH MSU. Tveir þessara ferla eru niðurstöður gervihnattamælinga, þ.e. RSS og UAH.

Ferlarnir falla í aðalatriðum saman.

Við myndina stendur:

"Comparing Global air Temperature estimates.

In order to enable a visual comparison of the five different global temperature estimates shown above, the diagram below show all series superimposed. As the base period differs for the different temperature estimates (see above), they are not directly comparable. All data series were therefore normalised by setting their starting value in January 1979 = 0, before inclusion in the diagram below. In addition to the visual analysis below, the reader might also find it useful to inspect the maturity analysis presented above.

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above, after setting January 1979 = 0. The two satellite-based temperature estimates (RSS MSU and UAH MSU) at the moment deviate from each other, with RSS MSU being the warmer. The three surface-based temperature estimates (HadCRUT3, GISS and NCDC) also show differences, but smaller. The numbers shown in the lower right represent the anomaly since January 1979 for the last month with data for all five series. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the the original data series come with more than two decimals. As the base period differs for the different temperature estimates, they have been normalised by setting all starting values in January 1979 = 0. Last month shown: October 2009. Last diagram update: 23 November 2009.

 

All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation".

Sá sem sér um þessa vefsíðu Climate4you og teiknar þessa ferla beint frá gögnum viðkomandi stofnana er prófessor Ole Humlum við Oslóarháskóla.

 

Ágúst H Bjarnason, 17.12.2009 kl. 16:09

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Spjallið þið spekingar en hér eru fréttir af síðasta nóvembermánuði:

Sá hlýjasti samkvæmt gervitunglagögnum UAH:

UAH MSU 11-2009: +0.50 °C. Rank: 1/31

Warmest November in this series was in 2009.

Average last 12 months: 0.25 °C.

Sá hlýjasti samkvæmt yfirborðsathugunum GIStemp:

GISTEMP 11-2009: +0.68 °C. Rank: 1/130

Warmest November in this series was in 2009.

Average last 12 months: 0.56 °C.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2009 kl. 21:34

17 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Ágúst. Já vonandi er öll sú vinna sem ég lagði í BS ritgerðina að skila sér hér  

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 22:43

18 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Emil. Er ekki El nino í gangi núna sem myndi þá hækka hitann hnattrænt?  Sjá hér fyrir júlí.

Karl Jóhann Guðnason, 17.12.2009 kl. 23:05

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jú, El Nino ætti að valda þessum toppi og sennilega eru öll hnattræn hitamet sett á El Nino mánuðum. Þetta þykir þó ekki ennþá vera sérlega öflugur El Nino og þetta er ekki fyrsti nóvembermánuður sem er undir áhrifum El Nino. Þetta mánaðarmet gerist þó sama tíma og sólvirknin er í lágmarki þannig að hún er allavega ekki að hjálpa til nema síður sé.

Að vísu eru ekki allar mælingar sem setja þennan nóvember í fyrsta sæti þannig að varasamt er að fullyrða, en hlýr var hann.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2009 kl. 23:39

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

NASA Shows Quiet Sun Means Cooling of Earth’s Upper Atmosphere

December 16, 2009

HAMPTON, Va., Dec. 16 /PRNewswire-USNewswire/ — New measurements from a NASA satellite show a dramatic cooling in the upper atmosphere that correlates with the declining phase of the current solar cycle. For the first time, researchers can show a timely link between the Sun and the climate of Earth’s thermosphere, the region above 100 km, an essential step in making accurate predictions of climate change in the high atmosphere.

Scientists from NASA’s Langley Research Center and Hampton University in Hampton, Va., and the National Center for Atmospheric Research in Boulder, Colo., will present these results at the fall meeting of the American Geophysical Union in San Francisco from Dec. 14 to 18.
Earth’s thermosphere and mesosphere have been the least explored regions of the atmosphere. The NASA Thermosphere-Ionosphere-Mesosphere Energetics and Dynamics (TIMED) mission was developed to explore the Earth’s atmosphere above 60 km altitude and was launched in December 2001......

 Meira...

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2009 kl. 08:22

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fróðlegt blogg eftir þekktan loftslagsfræðing sem efast um sínar efasemdir og skiptir jafnvel um skoðun eins og góðum vísindamanni sæmir...

Sjá hér.



Ágúst H Bjarnason, 18.12.2009 kl. 08:26

22 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Takk fyrir þessa linka.  Það verður áhugavert að sjá hvernig hitafar jarðar þróast á næstu árum, sérstaklega næstu eitt, tvö ár. Mun hitinn fara niður á við eða upp? Lofthjúpurinn er svo gríðarlega flókið fyrirbæri að við eigum margt eftir ólært.

Karl Jóhann Guðnason, 18.12.2009 kl. 13:35

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ein af "röksemdum" margra fyrir því að ekki sé um hlýnun af mannavöldum að ræða, er einmitt sú sem Karl Jóhann kemur með í síðustu athugasemd: "Lofthjúpurinn er svo gríðarlega flókið fyrirbæri að við eigum margt eftir ólært." Þessi rök, ásamt því að við þurfum að bíða og sjá til (sérstaklega næst 1-2 ár?) virðast oft vera notuð til þess að leggja áherslu á að ekki þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta þykja mér sorgleg rök, þegar vísindasamfélagið er almennt á annari skoðun, skoðun sem er byggð á rannsóknum og mælingum á mörgum þáttum lofthjúpsins, s.s. með þeim vísindalegum aðferðum, sem byggja upp þessi fræði. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband