Global warming eða global governance

Hvað ef loftslagsbreytingar er ekki vandamál (loftslagsbreytingar hafa verið til í þúsundir ára) og hvað ef CO2 veldur sama sem engri hlýnun á veðurfari jarðar?  Hvers vegna þá þessi gríðarlegi þrýstingur á að ná samningum í Kaupmannahöfn?

Eftirfarandi ætla ég bara að setja fram sem möguleika á því sem e.t.v. gæti gerst. Ætla ekki að draga neina ályktun en bara varpa þessu fram. Gaman væri að fá að heyra skoðanir.

Eftirfarandi sagði Ban Ki Moon, aðal ritstjóri Sameinuðu þjóðanna í viðtali við Los Angeles times:

There has been talk of reducing the U.N.'s role in future climate change policy and allowing Western-led institutions to oversee how the developing world spends any money it receives from developed countries. Can there be a deal that excludes the U.N.?

How can you scrap the role of the United Nations? The United Nations has global reach.

The United Nations will be there and should be involved in this implementation process.

One of the principles agreed upon is that all commitments should be reportable, measurable and verifiable. This is what has been agreed by both developed and developing countries.

We will establish a global governance structure to monitor and manage the implementation of this. Experts from both worlds should participate.

 Hér er heimildarmynd. Hér er stutt vídeo.


mbl.is Næturfundur í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: abg

Geiiiiiiisp!

abg, 18.12.2009 kl. 09:14

2 identicon

Það er kjánalegt að geispa yfir þessu máli.  En svona er þjóðin, vilja bara vinna á daginn og grilla á kvöldin.  Ef við geispum öll og nennum ekki að berjast gegn þessu rugli, þá fáum við allavega að vinna eins og þrælar, grillið verður bannað!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: abg

Geiisp-ið var vegna stöðugs áróðurs sumra moggabloggara um það að við mannkynið höfum engin áhrif á loftslagsbreytingar og að það sé eitt stórt samsæri og svindl vísindamanna. Það er hinsvegar margoft búið að sýna fram á það að koldíoxíðmagn hefur ekki verið hærra í mörghundruð þúsund ár og vísindaleg vissa þess að maðurinn hefur áhrif á náttúrulega ferla styrkist með hverjum deginum.  

abg, 18.12.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Það er hinsvegar margoft búið að sýna fram á það að koldíoxíðmagn hefur ekki verið hærra í mörghundruð þúsund ár"

Jamm, en...

 ...þetta hér

Global Temperature and Atmospheric CO2 over Geologic Time 

There has historically been much more CO2 in our atmosphere than exists today. For example, as seen in the below figure:

During the Jurassic Period (200 mya), average CO2 concentrations were about 1,800 ppm or about 4.7 times higher than today.

The highest concentrations of CO2 during all of the Paleozoic Era occurred during the Cambrian Period, nearly 7,000 ppm -- about 18 times higher than today.

The Carboniferous, Ordovician and Permian eras were the only geological periods during the Paleozoic Era when global temperatures were as low as they are today.

The Late Ordovician Period was also an Ice Age while at the same time CO2 concentrations then were nearly 12 times higher than today-- 4400 ppm. According to greenhouse theory, Earth should have been exceedingly hot. Instead, global temperatures were no warmer than today. Clearly, other factors besides atmospheric carbon dioxide influence Earth temperatures and global warming.


Late Carboniferous to Early Permian time (315 million years ago - 270 million years ago) is the only time period in the last 600 million years when both atmospheric CO2 and temperatures were as low as they are today (Quaternary Period). At no point does temperature and CO2 levels relate.


Temperature after C.R. Scotese http://www.scotese.com/climate.htm
CO2 after R.A. Berner, 2001 (GEOCARB III)

 http://www.paulmacrae.com/wp-content/uploads/2008/06/co2-levels-over-time1.jpg

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2009 kl. 14:21

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Koldíoxíð magn hefur ekki verið hærra lengi. Síðustu allavega 650 þúsund ár hefur styrkur koldíoxíðs sveiflast frá ca. 180-280 ppm, sjá t.d. hér. Grafið sem þú vitnar í Ágúst er á 100 miljón ára skala og það er svo sem engin að neita því að koldíoxíð magn geti hafa verið allt annað fyrir mörgum miljónum ára.

Það sem er aðalmálið í þessu, er að koldíoxíðmagn í andrúmsloftinu hefur hækkað um ca. 38% á ca. 130 árum og þessi aukning er af vísindamönnum talin hafa áhrif á hitastig (til hækkunar) og vera vegna bruna eldsneytis og annara áhrifa okkar mannanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2009 kl. 15:43

6 Smámynd: SeeingRed

Koldíoxíð er lífsandinn sjálfur, við viljum ekki minnka hann úr hófi. Fáir virðast átta sig á að það er byrjað að kólna aftur eftir gjöfult hlýindatímabil, vonadi ekki upphaf ísaldar eins ýmsir hafa bent á að gæti verið á næsta leyti með sannfærandi rökum og gögnum. En við skulum vona að hlýni aftur sem fyrst.

Mengun og slæm umgengni um náttúruna er að sjálfsögðu slæm og það sem einbeita sér að til að laga með öllum skynsamlegum ráðum, stöðva eyðingu skóga, og svo framvegis, setja auðhringjum og stórfyrirtækjum strangar ófrávíkjanlegar reglur um umgengni við plánetuna okkar, banna (með alþjóðlegu samkomulagi) að mestu allan hergagnaiðnað og vopnaþróun og endurvinna sem mest af drápstólunum í eitthvað gagnlegt, fátt mengar meira en herir heimsins og þeirra brölt og gígantískur blóðiðnaðurinn í kringum þá. Ef einhver raunverulegur vilji væri hjá heimselítunni til að gera góða hluti væru áherslurnar á þessháttar atriði, en ekki að skattlegja lífsandann til helvítis, nóg er búið að plokka heimsbúa með svikamyllu-bankakerfinu og " endurreisn (sic)" þess. En slikjan fyrir augum flestra er átakanleg. Þegar síðan Obama opnar munninn gapir fólkið stóreygt, meðtekur hin nýju guðsspjöll og trúboðarnir færast enn í aukana með blik í auga.

Gríðarleg spillingin í alþjóðlega fjármála og bankageiranum kom mörgum á óvart en ekki öðrum, haldi einhver að rotinn sem hefur étið um sig þar sé eitthvað minni í öðrum kimum alþjóðasamfélagsins á sá eftir að verða hissa aftur fljótlega, ormagryfjan opnaðist aðeins lítið eitt við kreppuna " óvæntu " og dauninn rétt að byrja að bera fyrir vitin.

SeeingRed, 19.12.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mín skoðun er að veðurfarið margra milljóna ára aftur í tímann gefi vísbendingar en ekki mikið meira en það. Nákvæmlega hvenær hvaða tímabil byrjaði og endaði og lengdin á þeim eru ágiskanir, nákvæmlega hvenær eitthvað gerðist getur breyst með nýjum rannsóknum. En líklega gefur þetta til kynna í hvaða röð atburðir gerðust. Og einnig að það hafi verið miklar sveiflur veðurfari og hitafari en sennilega af allt öðrum ástæðum en vegna styrks koldíoxíðs.  Svo virðist einnig vera að hærra hitastig valdi hækkun á CO2 en ekki á hinn veginn.

Svatli. Það sem er aðalmálið í þessu, er að koldíoxíðmagn í andrúmsloftinu hefur hækkað um ca. 38% á ca. 130 árum og þessi aukning er af vísindamönnum talin hafa áhrif á hitastig (til hækkunar) og vera vegna bruna eldsneytis og annara áhrifa okkar mannanna

 Já ég held að allir vísindamenn séu sammála að þessi hækkun sé af mannavöldum. En CO2 er hinsvegar langt frá því að vera mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Ein heimild sem ég er með segir að vatnsgufa valdi 60% af gróðurhúsaáhrifunum, CO2 um 26%, og 14% aðrar gróðurhúsalofttegundir.

Seeingred. Já kólnun væri alvarlegra en hlýnun, sammála. Menn ættu að einbeita sér að alvöru vandamálum, t.d. efnum sem eru raunverulega hættuleg eins og flúor, merkúr og fleiri en CO2 er algjörlega skaðlaust.  Við værum ekki til ef ekki væri fyrir CO2 , plöntur "borða" CO2 og vaxa hraðar.

Karl Jóhann Guðnason, 19.12.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband