10.9.2013 | 19:42
Spáðu sjálfur um veðurfar mörg ár fram í tímann með tölvulíkani.
Þetta er sniðugt. Á http://edgcm.columbia.edu er hægt að ná niður tölvulíkani frítt sem virkar í 30 daga. Nú getur maður sjálfur gert loftslagsspá langt fram í tímann og verið sinn eigin loftslagsfræðingur. Forritið er um 100 mb og þarf aðeins að gefa upp email. Gaman að geta gert það sem þurfti einu sinni ofurtölvu á sínum tíma. Líkanið hefur nokkuð grófa upplausn en annars óbreytt. Hægt er að breyta t.d. magni CO2 í lofthjúpnum, sólarstyrk, tímabil og fl. Hægt er að skoða t.d. kort og línurit af úrlausn, möguleikarnir eru endalausir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2012 | 11:05
Sykur er þinn vinur... ef hann er á réttu formi!
Á tímum þar sem lágkolvetna mataræði eru í tísku þá er gott að átta sig á því að sykur er ekki slæmur heldur á hvernig formi hann er. Sykur (kolvetni) er þrátt fyrir allt orkan sem heilin notar og fyrir íþróttafólk er hann ómissandi. Glúkósi (einsykrungur) er aðallorkugjafi frumna í líkamanum. En lykillinn held ég eru næringarefnin. Þau þurfa að vera tilstaðar. Hér er merkileg grein um sykur úr sykurreyr:
Counter to what you would expect sugarcane juice contains about fifteen percent sugar content, the rest of the juice consists of liquid brimming with an abundance of vitamins and minerals, such as calcium, chromium, cobalt, copper, magnesium, manganese, phosphorous, potassium, iron and zinc.
In the vitamin department, Muscovado contains vitamin A, C, B1, B2, B3, B5, and B6 plus a high concentration of phytonutrients including chlorophyll, antioxidants, proteins, soluble fiber and other healthy compounds.
Steinefni eru að öllum líkindum mjög vanmetin í heilsu fólks. T.d. þurfa steinefnin sink og selenium að vera tilstaðar á sama tíma til að búa til tvö öflugustu ensím í líkamanum sem vinna á móti oxun og öldrun (sjá hér). Sink er nauðsynlegt fyrir heilann. Selenium er öflugt gegn krabbameini, rannsóknir hafa sýnt 82% minnkun á brjóstakrabbameini og 54% minnkun á blöðruhálskirtilskrabbameini. Í vestrænu mataræði vantar steinefni vegna þess að ræktunaraðferðir í landbúnaði eru lélegar, jarðvegurinn næringarminni en áður og svo offramboð af næringarlausum mat.
Fyrir mér skiptir heildarmyndin miklu máli og þá sýn sem maður hefur á heiminn í kringum sig. Það ákvarðar allt sem maður gerir í lífinu. Hvaða heimsmynd hefur þú og afhverju? Mæli með heimildarmyndunum Food Matters og The Future of Food.
![]() |
Sala heimiluð á nýju offitulyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 20:36
Ramsløk puré - náttúrulegur hvítlaukur!
Einn sem ég þekki tíndi um daginn þessa plöntu sem hann fann út í skógi. Þetta er kallað ramsløk á norsku en gengur undir ýmsum nöfnum, eins og viltur hvítlaukur og bjarnarlaukur. Mér fannst þetta vera svo sniðugt að ég fór og safnaði líka. Úr þessu er hægt að búa til ýmislegt meðal annars puré, nota í salat eða súpu.
Ramsløkpuré (sjá hér)
Vilt hvítlauksblöð
Olífuolía
Salt
Blandari notaður til að blanda þessu saman. Það má nota meiri olíu hlutfallslega ef maður vill olíu með bragði (hér)
Það fer að fera í seinasta lagi að tína þetta en besti tíminn er á vorin.
Athyglisverð staðreynd: Á indíánatungumáli er viltur hvítlaukur kallaður Chi-ga-ga og er uppruni á bæjarheitinu Chicago!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 17:29
Saga snyrtivaranna! Við lifum í eitruðu umhverfi.
Er þetta raunveruleikinn sem við búum við? Er hægt að segja að á einn hátt erum við notuð sem "tilraunadýr" fyrir mörg efni? 20 % efna og snyrtivara hafa verið rannsökuð. Eftirfarandi myndband tel ég vera mjög gott og sýnir hvernig kerfið virkar og sett fram á nokkuð spaugilegan hátt. Tekur 8 mínútur, mæli með því. Endilega setjið athugasemd hvað ykkur finnst um þetta.
PS. Mæli með internetbúðinni www.iherb.com sem er í Kaliforníu. Þar er nánast hægt að finna allt milli himins og jarðar. Í mörgum tilfellum ódýrara en í búð og lítill sendingarkostnaður. Hér er kóði til að fá 5 dollara afslátt af fyrstu kaupum: GUD957
(þessi kóði fékk ég við að versla þarna og með því að gefa hann til annarra er ég að nota aðferð fyrirtækisins til að auglýsa sig)
![]() |
Risavaxinn fljótandi sorphaugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2012 | 10:36
Kanarí og lífrænn matur
Rétt fyrir páska fór ég með litlum fyrirvara til Gran Canaria á Kanaríeyjum og var þar í fimm daga. Tvær ástæður aðallega voru til þess að ég ákvað að fara. Í fyrsta lagi langaði mig í frí áður en vinnan mín byrjaði (sem ég hafði nýlega fengið) og í öðru lagi að fara á heilsunámskeið. Ég hafði frétt af þessu námskeiði á netinu þar sem ég komst í e-mail samband við aðilann hélt námskeiðið sem er norðmaður.
Semsagt staðurinn var Gran Canaria, nokkuð langt í burtu bara til að fara á stutt námskeið! En staðurinn er ekki valinn fyrir tilviljun því það er sagt að þar sé að finna besta míkróloftslag (e. microclimate) í heiminum.
Margt er hægt að skoða og gera þarna á eyjunni og hefði ég alveg viljað vera lengur. En aftur að heilsunámskeiðinu. Það var haldið á norðanverðri eyjunni þar sem er meiri úrkoma og gróður en ekki nánast eyðimörk eins og sunnan til. Námskeiðið var haldið á bóndabæ á norðurhluta eyjunnar og þurfti að keyra um klst frá suðurhlutanum þar sem við hittumst á bílum. Reyndar vorum við bara þrjú á námskeiðinu, nokkrir aflýstu á síðustu stundu en var haldið samt. Fyrir utan mig voru tvær konur. Ein þeirra var blaðamaður fyrir nokkuð þekkt norskt tímarit en hin bjó þarna á eyjunni vegna heilsuvandamála sem hún og dóttir höfðu en "læknuðust" við að vera á eyjunni. Maðurinn sem var með námskeiðið hafði einnig glímt við heilsu en breytti um lífstíl.
Á bóndabænum eru ræktaðir ávextir og grænmeti en framleiðslan er að því leyti sérstök að allt er gert eins og hefur verið gert í hundruði ára. Og það þýðir að allt er lífrænt og án eiturefna. Áhugavert var þegar bóndinn sýndi okkur staðinn og m.a. var þarna gamall vatnsbrunnur um 100 m. djúpur sem er notaður til að vökva. Við fengum líka að týna ávexti beint af tré og er óhætt að segja að varla hægt að samlíkja bragðinu við venjulega ávexti maður kaupir í búð. Þarna eru ræktaðir appelsínur, sítrónur, möndlur, jarðaber, grænmeti, krydd og fleira.
Mér finnst margt benda til þess að lífræn framleiðsla sé mikilvægt fyrir umhverfið og jafnframt heilsu fólks því að eiturefni sem eru notuð í hefðbundnum landbúnaði hafa neikvæð á okkur og náttúruna. Það er ástæða fyrir því að fólk verður meira veikt í vestrænni menningu en t.d. fólk sem lifir á eyju í Kyrrahafinu, óspillt af vestrænum áhrifum. Landbúnaður eins og hann er nú stundaður í stórum skala er ekki sjálfbær til lengdar.
Þeir sem eru ekki sannfærðir um að eiturefni séu slæm ættu að kynna sér fyrirbærið CCD eða Colony collaps disorder. Eitthvað er að hafa neikvæð áhrif á býflugur í heiminum. Þetta er alvarlegt því þau gegna mikilvægu hlutverki í frjóvgun plantna og þar með framleiðslu matar. Að minnsta kosti 1/3 hluti matar í heiminum er háð frjógvun býflugunnar. Hér er hægt að sjá heimildarmynd um fyrirbærið ókeypis.
Kannski er ekki svo vitlaust að velja lífrænt ef maður getur, þó það sé aðeins dýrara.
Á youtube er að finna fleira athyglisvert:
http://www.youtube.com/watch?v=1XhAt7mNkhw
http://www.youtube.com/watch?v=EugUEjH7j7A
![]() |
Fleiri of feitir en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 21:57
Léttur matur á kvöldin borgar sig. Meira en 100 ára gömul ráð!
Borðaðu morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins og kvöldmat eins og fátæklingur. Man eftir að hafa lesið þessa setningu í einhverri bók fyrir löngu. En ég trúi að það sé mikill sannleikur hér á ferð en margir hafa nú daginn sinn þveröfugann við þetta. Í dag langaði mér í eitthvað létt og gott en ávextir henta vel. Ávextir eru stútfullir af vítamínum og einskonar sælgæti náttúrunnar. Datt þá í hug að búa til ávaxtasalat og get vægast sagt að útkoman var góð. Hér er það sem ég gerði:
2 bananar skornir
2 appelsínur skornir
2 lítil epli skorin
1 kíwí skorinn
ananasbitar úr dós
Allt sett í skál. 1 dl rjómi (ekta rjómi auðvitað) sett í skál, þeytt og sett út á ávextina (líklega góð útkoma líka ef rjómanum er sleppt en mér finnst rjómi góður). Skar svo smá súkkulaði ( ég notaði 70 % súkkulaði) með hníf og bætti út í. Öllu hrært léttilega saman. Tilbúið.
ps. Vel hægt að nota aðra ávexti eða ber en þetta átti ég til núna.
Það eru held ég góðar ástæður fyrir því að borða frekar lítið og létt um kvöldin nokkra klukkutíma áður en maður fer að sofa. Hef margreynt það að maður sefur miklu betur ef maginn fær frið á nóttunni. Það er athyglisvert það sem Ellen G. White sem aðventistar trúa að hafi fengið boðskap frá Guði sagði eftirfarandi fyrir 100 árum:
"For persons of sedentary habits, late suppers are particularly harmful. With them the disturbance created is often the beginning of disease that ends in death. "
"The stomach, when we lie down to rest, should have its work all done, that it may enjoy rest, as well as other portions of the body. The work of digestion should not be carried on through any period of the sleeping hours. "
"Many indulge in the pernicious habit of eating just before sleeping hours. They may have taken three regular meals; yet because they feel a sense of faintness, as though hungry, will eat a lunch or fourth meal. By indulging this wrong practice, it has become a habit, and they feel as though they could not sleep without taking a lunch before retiring. In many cases, the cause of this faintness is because the digestive organs have been already too severely taxed through the day in disposing of unwholesome food forced upon the stomach too frequently, and in too great quantities. The digestive organs thus taxed become weary, and need a period of entire rest from labor to recover their exhausted energies. A second meal should never be eaten until the stomach has had time to rest from the labor of digesting the preceding meal. If a third meal be eaten at all, it should be light, and several hours before going to bed" (skil þetta sem 3-4 tímar)
Heimild: Counsels on diet and foods eftir EGW
Mæli með að sannreyna þetta en mín reynsla er að þetta alveg svínvirkar. Svefninn verður miklu betri.
Aðrir sem segja það sama:
4 klst milli máltíðar og svefns. http://www.cancerrecovery.org.uk/healthy-eating-guide
Léttur matur á kvöldin http://voices.yahoo.com/most-people-think-fruit-only-571513.html
Borðaðu morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins, kvöldmat eins og fátæklingur. http://www.quotationspage.com/quote/1677.html
Matur og drykkur | Breytt 11.3.2012 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2012 | 23:44
Prótein fyrir grænmetisætur
Þú þarft ekki að borða kjöt til að fá gæða prótein. Í baunum er mikið af próteinum en vandamálið er kannski fyrir marga hvernig á að matreiða baunir. Spírun bauna ætti að leysa það vandamál og eina sem þarf er glerkrukka og smá skipulagning örfáa daga fram í tímann. Spírur er alveg ótrúlega næringaríkar og hægt að borða hráar eða eldaðar. Einnig er talað um spírur sem "superfood", þ.e. einstaklega góð næring. Hér er stutt myndband um hvernig á að gera:
Hef sjálfur prófað mig fram og linsuspírur eru finnst mér góðar léttsteiktar með smá salti eða kryddi. Mungbaunaspírur finnst mér betri hráar, t.d. í salat. Einnig er hægt að sjóða spírurnar með t.d. hrísgrjónum eða núðlum og er maður þá kominn með kolvetni og prótein í sömu máltíð.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2012 | 12:02
LCHF mataræði, hvað er það?
Þessi færsla er einskonar svar við síðustu færslu. Þar var birt mynd þar sem boðskapurinn var að það er evt. ekki svo slæmt að borða kjöt, smjör og eftirrétti í óhófi. Persónulega set ég stórt spurningamerki við kjöt og eftirrétti en smjör, þ.e. hreint beljusmjör (og þá sérstaklega lífrænt), er í raun ekki óhollt heldur inniheldur það mjög hollar fitur. Einn eiginleiki þessara fitna eru að vernda gegn öldrun.
Markmiðið mitt er að benda á ákveðinn rugling varðandi hvaða fitur eru hollar.
Á wikipediu stendur um Gillian McVeith: "She recommends a detox diet in which the "top 12 toxic terrors to avoid" are: smoking; caffeine; alcohol; chocolate and sweet snacks; pub snacks such as crisps, nuts, and pork scratchings; processed meat; white bread, white pasta, white rice; products containing added sugar; takeaways and ready meals; table salt; saturated fats; and fizzy drinks."
Þó þessar ráðleggingar eru flestar mjög góðar þá er ein þarna sem er að öllum líkindum ekki, það er að forðast allar mettaðar fitur. Þessi ráðlegging er held ég að gera mjög mikinn skaða og hefur gert. Hollar fitur eru á margan hátt góðar fyrir líkamann.
Ég fór á netið og skoðaði athugasemdir um þennan samanburð á kokkunum og þar voru heitar umræður eins og við var að búast. Á einum stað sá ég að einhver hafði sett inn tengill á sænskan mann og er hann med blogg http://www.dietdoctor.com/. Kom í ljós að hann er einn af þeim sem aðhyllist svokallað LCHF mataraæði (low carb high fat). Ég held að það sé eitthvað til í þessu því margt fólk virðist ná miklum árangri á þessu mataræði.
Andreas er með athyglisverðan fyrirlestur um þetta mataræði á youtube og þar er líka mjög sláandi tölfræði um hvað gerðist þegar fituhræðsluvæðingin fór af stað. Það virðist hafa byrjað á sama tíma og fólk fór að fitna í Bandaríkjunum og einnig í Svíþjóð. Á blogginu má sjá að það er mikil umræða um þetta í Svíþjóð og LCHF er eitthvað sem er að verða vinsælla. Hér er fyrirlesturinn:
Athugasemdir: Persónulega trúi ég ekki á að mannkynið hafi þróast en hinsvegar er síðasti liður í þessari þróun, þ.e. fitnun mannkyns, mjög raunveruleg sem allir geta séð með því að horfa í kringum sig. Lowcarbhighfat mataræðið byggist á töluverðu kjötáti en ég trúi að maður þurfi ekki kjöt ef maður borðar fjölbreyttan grænmetismat. Ávaxtaát er víst bannað(inniheldur kolefni) hjá þeim sem vilja fylgja mataræðinu 100 % en því er ég ósammála, maður þarf eitthvað af kolefnum fyrir heilann og margt annað. Kolefni er besta orkan fyrir líkamann ef magnið er í hófi. Kolefni geta líka komið að góðu gagni í líkamsrækt fyrir þá sem vilja byggja upp vöðva því glýkogen er aðalorkan fyrir vöðvanna.
En ástæðan fyrir að þetta mataræði geti virkað er að margt fólk fær allt of mikið af unnum kolefnum í fæðunni og á sama tíma fær það ekki hollar fitur og prótein.
![]() |
Minni sykur og meira af ávöxtum og grænmeti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 21:23
Samanburður á Nigellu og Gillian.
Var að hugsa hvort þessi færsla væri viðeigandi en hér kemur hún. Vinur minn birti þessa mynd á facebook um daginn og úr varð smá umræða en engin niðurstaða held ég. Þetta er mynd af Nigellu Lawson og Gillian McKeith sem flestir kannast við. Þetta skýrir sig sjálft.
http://www.artige.no/bilde/21393
Hvað er í gangi hér? Er eitthvað til í þessum samanburði? Væri gaman að heyra í fólki.
Ef fólk heldur að þessar myndir eru sérvaldar þá eru fleiri myndir á google: Nigella og Gillian.
Ég hef mínar pælingar um þetta og kem líklega með færslu á næstunni.
13.1.2012 | 08:41
Tannkrem án flúors!
Góðar ástæður eru til að forðast flúor sem er m.a. í tannkremi. Einn möguleikinn er að kaupa flúorlaust tannkrem. En hægt er að búa til sitt eigið með einfaldri aðferð með því að nota kókosolíu og bökunarsóda (baking soda) í hlutföllunum 1 á móti einum. Eitt af mörgu ótrúlegu eiginleikum kókosolíu er að hún drepur slæmar bakteríur í munni og því verndar tennur. Þess virði að prófa.
10 staðreyndir um flúor: http://www.fluoridealert.org/fluoride-facts.htm
Heimild:
http://www.naturalnews.com/029140_toothpaste_fluoride.html