Áhrif D-vítamíns og sólskins

Sífellt eru að koma nýjar upplýsingar um góðu áhrif D-vítamíns,  og frábært að það hafi komið frétt á mbl um þetta. Í rauninni má tala um byltingu í læknavísindunum sem allir ættu að vita um sem vilja góða heilsu. Ég skrifaði stutta grein fyrir nokkru um svipað efni en fyrir neðan eru svipaðar upplýsingar.

Þegar sólgeislar lenda á húðinni myndast D vítamín sem er í raun veru ekki vítamín heldur pro hormón sem verður að hormóni í líkamanum. D-vítamín er því í sérflokki meðal vítamína.  Áhrif þess eru mikil og t.d. hefur vítamínið áhrif á 17 tegundir krabbameins en einnig hjartasjúkdóma og beinþynningu.

Til þess að fá nóg af D vítamíni eru til þrjár leiðir:

1. Vera úti í sólbaði í 10-15 mínútur um hádegi og sjá til þess að sem mesti hluti húðarinnar sé óhulin. Fyrir fólk á norðurslóðum og þar með Íslendinga er þessi möguleiki af augljósum ástæðum ekki til staðar yfir vetrartímann. Þetta er náttúrulegasta aðferðin ef hún er fyrir hendi.

2. Nota sólbekk reglulega.  Þó skal varast að brenna sig ekki því ekki eru allir sólbekkir öruggir. Einnig er þetta ópraktísk aðferð fyrir marga. 

3. Taka inn D vítamín munnlega. Mikilvægt er að velja rétta D vítamínið sem er kallað D3 (cholecalsiferol). D2 er 2-4 sinnum áhrifaminna en D3 en hinsvegar og því miður er D2 útbreiddasta, amk. í Bretlandi og USA. Einnig er vítamínið til í nokkrum fæðutegundum.

 

Hér koma nokkrar niðurstöður rannsókna:

  • More than 60 epidemiology studies conducted over the last 20 years have shown that Vitamin D deficiency is associated with increased rates of cancer.

  • A placebo controlled study has confirmed these findings. In the study, vitamin D supplements reduced the incidence of cancer by as much as 77% compared to patients who were given placebo (sugar pill).
  • Patients with the highest versus the lowest levels of vitamin D demonstrated a 55% reduction in the risk of death.
  • The incidence of colon cancer is 4-6 times higher in northern regions compared to countries near the equator.
  • The further from the equator, the higher the risk of cardiovascular disease including hypertension, heart failure, myocardial infarction and death from cardiovascular disease.
  • The incidence of diabetes increases the further from the equator one lives which correlates with lower vitamin D levels

... o.s.frv. Þetta er bara lítið brot af því sem hefur komið í ljós.  Hvað myndir þú gera ef þú vissir um vítamínpillu sem myndi minnka líkurnar á krabbameini um 77%?  Væri það ekki næstum of gott til að vera satt. Einnig virðist D vítamín koma í veg fyrir flensu. Jafnvel er sú tilgáta uppi að vöntun á D vítamín er líklega er aðalástæðan fyrir því að fólk verði veikt af flensu en ekki öfugt.

Ráðleggingar yfirvalda á dagskammti af D vítamíni hafa verið allt of lágar. Þessar nýju rannsóknir hafa valdið því að yfirvöld hafa aukið ráðlagðan dagsskammt, t.d. í Kanada er ráðlagt öllum á haustin og veturna að taka inn 1000 I.U. (international units) á dag.

Þessar nýju upplýsingar um vítamín D eru allt að því byltingarkenndar og ættu allir að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er fyrir heilsufar.


Mæli með eftirfarandi síðum með upplýsingum:

http://www.vitamindcouncil.org/

http://www.vitamind3world.com/index.html

http://vitamind.mercola.com/sites/vitamind/home.aspx


mbl.is D-vítamín mikilvægara en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Karl Jóhann.

Ég þykist hafa reynt það á sjálfum mér að lýsi hefur verulega góð áhrif á líðan manns. Sjálfur tek ég lýsi nokkuð reglulega meðan birgðir endast í ísskápnum. Þegar flaskan tæmist kemur fyrir að nokkrar vikur líða þar til lýsisbirgðirnar eru edurnýjaðar. Svo sem tveim vikum eftir að ég fer aftur að taka inn lýsi finn ég greinilegan mun. Þannig má eiginlega segja að ég hafi gert margar tilraunir á sjálfum mér.

Auðvitað er lítið að marka svona óvísindalega tilraun, sérstaklega þegar maður hefur ekki beinan samanburð og árangurinn er ekki mælanlegur. Maður sannfærist þó smám saman um að áhrifin séu mjög jákvæð.

Nú veit ég ekki hver hæfilegur dagsskammtur af lýsi er, en ég tek eina matskeið í senn, ekki bara teskeið.

Reyndar greip ég í tómt í Hagkaup í fyrradag þega ég ætlaði að grípa eina stóra flösku af þorskalýsi. Þar fengust bara litlar flöskur af lýsisglundri með ávaxtabragði sem er alveg hræðilega bragðvont .    Hreint lýsi takk!

Ágúst H Bjarnason, 9.3.2010 kl. 06:14

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Sæll. Ágúst, já lýsi er alveg fínt og mikið betra en ekki neitt. Sérstaklega ef maður finnur mun sjálfur, það er góð vísbending um hvort eitthvað virkar eða ekki finnst mér.

Fannst ég þurfa að endurtaka þessa grein enda er alveg magnað þessar nýju rannsóknir um D-vítamín.

En eitt varðandi lýsið sem ég hef lesið um.

Í lýsi er mikið af A vítamíni sem getur haft slæm áhrif í miklu magni, sjá hér og hér. Það er að segja ef menn taka meir en ráðlagðan skammt, meira en eina matskeið á dag. Lýsi í hófi hefur hins vegar haft mjög góð heilsufarsleg áhrif.    En til þess að fá það magn sem sumir sérfræðingar eru að segja þ.e. allt að 5000 I.U. (international units ) á dag, þá þyrfti að taka 3-4 matskeiðar á dag... sem væri ekki gott út af A vítamíninu. 5000 I.U. virkar kannski mikið en er ekki mikið ef maður hefur það í huga að í húðinni myndast 10.000 I.U. á 20-30 mín sól á sumrin.

En það er samt miklu betra að taka lýsi en að taka ekkert annað í staðinn því það inniheldur töluvert af D-vítamíni, enda hafa rannsóknir sýnt það.

Karl Jóhann Guðnason, 9.3.2010 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband