Loftlagsráðstefnan: fyrsti dagur

Þá er fyrsti dagurinn liðinn eða réttara sagt fyrsta kvöldið af þessari loftlagsráðstefnu hér í Chicago. Umgjörðin er vægast sagt glæsileg og einnig hótelið sem ráðstefnan er haldin. Vel var tekið á móti manni og við skráningu fengu allir  tösku sem í var heilmikið af upplýsingum sem þarf töluverðan tíma til að skoða betur. Einnig var í töskunni lítil tré hokkíkylfa sem á stendur "Mann-made global warming, why we should be more worried about the intellectual climate" og vita allir sem hafa skoðað þessi vísindi hvað er átt við með því. Held að trékylfan hafi verið meira til gamans gerð, þótt einhver boðskapur sé samt á bakvið.

Fyrsta daginn voru engir fyrirlestrar heldur var kvöldmatur og formaður Heartland Institute bauð velkominn. Á meðan kvöldmatnum stóð voru tveir ræðumenn sem fluttu erindi. Sá fyrsti var Harrison Schmith og er hann meðal annars þekktur fyrir að vera 12. og síðasti maðurinn sem gekk á tunglinu. Seinni ræðumaðurinn var Stephen McIntyre. Hann heldur úti síðunni climateaudit og hefur gagnrýnt mikið hitastigsmælingar síðustu 1000 ára. Hann fór ýtarlega í söguna á bakvið og ýmsa tölvupósta og kann ég ekki skil á smáatriðum. Þessir tölvupóstar gefa í stuttu máli til kynna að einhver óheiðarleiki var í gangi varðandi framsetningu á gögnum. En McIntyre notaði svo nokkurn tíma í að útskýra hvers vegna hann vildi þó ekki nota stór orð eins og "fraud" til að útskýra hvað gerðist.  Mér fannst það vera nokkuð gott hjá honum. Hann virðist því leggja áherslu á að gera ekki stærra mál úr þessu en þörf er á.

Í dag mun aðalfjörið byrja og fyrirlestrarnir. Margir fyrirlestrar eru í boði og eru 4 "sessions" í gangi í einu, svo maður missir af 75% af fyrirlestrunum. Svo maður verður að velja, en ég hlakka til dagsins :)

Varðandi birtingu á athugasemdum hér á blögginu þá læt ég hér með vita að ég mun a.m.k. tímabundið ritskoða blöggið næstu daga á meðan á ráðstefnunni stendur. Þannig get ég haldið athyglinni á málefnin sem eru til umræðu á ráðstefnunni. Og einnig væri best ef fólk myndi skrifa undir fullu nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Karl Jóhann.

Kærar þakkir fyrir pistilinn.  Það er fróðlegt fyrir okkur sem heima sitjum að fá svona fréttir af sjálfri ráðstefnunni og hvernig þú upplifir hana.

Sjónvarpsútsendingar eru á netinu:

http://www.pjtv.com/?cmd=mpg&mpid=144

eða

http://www.pjtv.com/?cmd=mpg&mpid=153

Nauðsynlegt er að skrá sig inn sem notandi, en það er einfalt.

Ágúst H Bjarnason, 17.5.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vona að ég fái að fylgjast með því sem þú heyrir og sérð á ráðstefnunni. Það er kominn tími til að eitthvað vitrænt komi inn í umræðuna um ætlaða hnattræna hlýnun af völdum manna. Ég var að fá fréttir af Jan Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sem stundi þungan undan kostnaðinum við að fanga og fjötra CO2 í hinni yfirgnæfandi stöð í Mongstad. Nú erum við Íslendingar komnir í gang á Hellisheiði við það sama. Ung stúlka jarðfræðilega menntun hefur það starf að "jarða" CO2 þar uppi, eflaust draumastarf fyrir unga vel menntaða konu.

En ég hef löngum sagt; hnattræn hlýnun er eitt, aukning CO2 í lofthjúpi jarðar annað.

Það hefur aldrei verið sannað að aukning CO2 auki hlýnun jarðar, þetta er tilgáta, kenning byggð á líkönum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 17.5.2010 kl. 21:42

3 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Takka athugasemdirnar 'Agust og Sigurdur.

Tad virdist sem ad hitastigsmaelinganna sem hafa verid gerdar er haegt ad gera alvarlega athugasemdir vid, tettbylishlynun osfrv.   Svo ef astaedan til ad minnka CO2 er ekki til stadar ta er tad merkilegt.

Karl Jóhann Guðnason, 18.5.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband