Náttúrulegur breytileiki

Í Kaupmannahöfn á sér stað þessa dagana stærsta loftslagsráðstefna sem haldin hefur verið í heiminum, fyrr eða síðar. Í stuttu máli á að ræða hvernig á að minnka CO2 mengun vegna manna.

Eftirfarandi mynd sýnir hitastigsspá gerð af Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC).

IPCC spáMyndin er úr 4. skýrslunni sem kom út árið 2007 og er jafnframt nýjasta skýrslan. Þar er rit sem heitir SPM (summary for policy makers), sem er einskonar samantekt fyrir stjórnmálaleiðtoga. Heimild: IPCC

IPCC spáir því að hlýna muni eftir því sem meira er af gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpnum. Í þessari spá, sem sýnd er á myndinni er ekki bara gert ráð fyrir koldíoxíð (CO2) heldur áhrif annarra gróðurhúsaloftegunda, eins t.d. metan. Bláa línan sýnir t.d. að hitna muni 1,8 gráður fram að árinu 2100, miðað við hitastig á árunum 1980-1999. Skýrslan heldur svo áfram að lýsa líklegum afleiðingum þessara loftlagsbreytinga, t.d. breytingar á vindum, úrkomu, hafís og fleiri aftakaveður eins og fellibyljir. IPCC spáir að þessar afleiðingar muni bitna mest á fólki í þróunarlöndunum. Þegar maður lítur á myndina fyrir ofan þá virðist þetta vera mjög miklar breytingar miðað við mælt hitastig frá árinu 1900 (svarta línan). Samkvæmt línuritinu hefur hiti smátt og smátt hækkað frá árinu 1900, og hækkað svo nokkuð ákveðið frá ca 1975.

En þá kemur hið stóra EN. Mikið af vísindalegum sýna fram á það að náttúrulegar breytingar hafi leikið stórt hlutverk í fortíðinni. Ein slík er t.d. Litla Ísöldin, árin ca 1500-1800. Einnig er margt sem bendir til þess að um 1940 hafi verið jafnhlýtt og er nú, a.m.k. sumstaðar á jörðinni (það kemur ekki fram á svörtu línunni). Það er nú nær eitt ár síðan sem ég fór að skoða þessa hina hlið á málinu. Má segja að það hafi byrjað með því þegar ég las grein á netinu sem vinur minn hafði skrifað. Það leiddi síðan til að ég fann grein á netinu sem fjallaði um það að nokkur hundruð vísindamenn efuðust um alvarleika "hlýnun jarðar". Nú er þessi fjöldi vísindamanna orðin fleiri tugir þúsundir. Á þessari síðu hafa 31.000 vísindamenn skrifa undir áskorun, allir með háskólagráðu! 

Síðasta vor skrifaði ég BS ritgerð og tengdi hana að einhverju leyti við þetta. Eitt af meginmarkmiðunum í ritgerðinni var að gera samanburð á hitastigi á Íslandi og hnattrænt fyrir árin 1961 til 2009. Hluti af ritgerðinni fjallaði um muninn sem mælst hefur á hnattrænum meðalhita yfirborðs jarðar og í lofthjúpi jarðar. Veðrahvolf og yfirborð jarðar

Þessi munur, sjá á myndinni til hliðar, hefur verið mikið til umræðu í vísindaheiminum síðustu árin. Hvernig er sá munur útskýrður? Í stuttu máli þá sýna yfirborðsmælingar meiri hitaaukningu en gervitunglamælingar á árunum 1979 til 2000. 

Síðan þá hefur meðalhiti staðið í stað eða jafnvel að það hafi kólnað örlítið.

Það sem fékk mig kannski mest til að gera mig að efasemdarmanni um alvarleika og stærð hnattrænnar hlýnunar eru eftirfarandi bækur:

1. An Appeal to Reason: A cool Look at Global Warming
2. Climate of Extremes: Global Warming Science They Dont want you to know
3. Fixing Climate: The story of climate science -  and how to stop global warming (sögulegur bakgrunnur hnattrænnar hlýnunnar)

Fyrstu tvær bækurnar eru virkilega góðar og mæli eindregið með þeim, sú fyrsta er mjög góð til að fá yfirlit yfir efnið, en sú seinni tæknilegri með fleiri myndum og línuritum. Eitt af því sem gerir þessar bækur trúanlegar er að höfundarnir viðurkenna að hlýnun hafi átt sér stað síðustu áratugi. Spurningin er frekar: hversu mikið? Höfundarnir vitna í gríðarlegan fjölda heimilda, hver annarri merkilegri.  Freistandi væri að koma með nokkra punkta úr þessum bókum, sérstaklega bók nr. 2 á næstu dögum.


mbl.is Miðað verði við 1,5-2 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðanum 1800 hefur mannkyni fjölgað um mörg hundruð prósent. þetta mun hafa afleiðingar fyrir okkur á næstu árum og áratugum. Enn það er auðvitað þeim stóru iðnríkjum og auðhringum í hag að halda öðru framm!

óli (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Persónulega held ég að jörðin getið séð fyrir fleirum t.d. með mat, en auðvitað getur þessi fjölgun ekki haldið áfram endalaust.  Auðlindir eru endanlegar. Það er í raun nógur matur fyrir alla eins og er, en vegna miskiptingu gæða eru margir sem svelta. Og lífstíll vesturlandabúa er langt frá því að vera sjálfbær. Hinsvegar er það ekki loftslagsbreytingum að kenna. 

Karl Jóhann Guðnason, 11.12.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Fátt er betra, til að fá fólk til fylgilags við sig en að eiga með því sameiginlegan óvin.

Bandaríkjamönnum tókst að fá heimsbyggðina með sér til að ráðast inn í Írak af því að allir trúðu því að þeir væru að vinna sameiginlega mót hryðjuverkamönnum, sem gætu gereytt heiminum með sínum efnavopnum.

Núna vitum við að þetta var bara fyrirsláttur.

En þeir eru búnir að finna miklu betri óvin, hann heitir hlýnun jarðar. Og hann er svo andskoti hentugur sem óvinur að það er ekki hægt að klófesta hann, en það er líka hægt að móta hann eftir hentugleikum hverju sinni. 

Ef allir trúa á hlýnun jarðar af mannavöldum, þá verður auðvelt fyrir stjórnmálamenn og stórfyrirtæki að fá fólk til að samþykkja hvaða vitleysu sem er.

Eftir nokkur ár verður ráðist inn í Sómalíu undir merkjum hlýnunar jarðar og þúsundir manna verða drepnir til þess að lækka hitastig jarðarinnar.

Fólk er fífl

Sigurjón Jónsson, 11.12.2009 kl. 16:12

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Þetta er í raun rosa snjöll hugmynd, vandamálið um hnattræn hlýnun. Hægt að móta svo mikið. Þetta er hnattrænt vandamál og til að leysa þetta mál þarf einnig lausnin að vera hnattræn.  Frábær leið til auka hnattvæðingu! Einnig virkar það að gera þetta svo flókið að maður þarf að rannsaka og lesa heilann helling til að komast að því sönnu.  Lofthjúpurinn, og þau ferli sem gerast þar, er gífurlega flókið, hvernig þau virka öll saman, sem þarf ákveðna þekkingu og skilning til að geta metið hvað er að gerast. Og með góðri hjálp tölvulíkana og trú á þeim þá er þetta komið.

Karl Jóhann Guðnason, 12.12.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hefði gaman af því að skoða þessa BS-ritgerð þína - er möguleiki á að fá pdf af henni?

Höskuldur Búi Jónsson, 13.12.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Búinn að finna hana

Höskuldur Búi Jónsson, 13.12.2009 kl. 23:08

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Höski. Alveg sjálfsagt.

Karl Jóhann Guðnason, 14.12.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband