Skoðanakönnun - hnattræn hlýnun/loftslagsbreytingar

Væri fróðlegt að vita hvað Íslendingum finnst almennt um hnattrænar loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun. Hér til vinstri er spurning og er svarað með því að velja einn af valmöguleikunum fyrir neðan.  Endilega svara.
mbl.is Fjöldi látinn kominn upp í 40
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er ekki nokkur vafi á að hlýnun er hið besta mál, eins og ég hef reyndar skrifað um í Moggann og Þjóðmál. Ef þú ert ekki búinn að því legg ég til að þú lesir Þjóðmálagreinina „að flýta ísöldinni“ sem er á bloggsíðu minni (vey.blog.is). Þetta flóð á Madeira kemur engu máli við. Þurrkar og flóð hafa alltaf komið og munu halda áfram að koma alveg óháð brölti mannskepnunnar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.2.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hef ekki lesið greinina þína, geri það við tækifæri.

Þegar 38 hafa svarað þá hafa um 60 % svarað því að loftslagsbreytingar eru ekki stórt vandamál. Ég held að við íslendingar höfum líka önnur og stærri mál að vera eyða tímanum í og peningum, t.d. afleiðingarnar eftir hrunið.  

Ég tel ekki að hlýnun jarðar/loftslagsbreytingar vera vandamál. Og gætum ekki gert neitt í því hvort eð er, ef það væri vandamál,  því loftslag jarðar er aðallega stjórnað af sólinni. Að berjast á móti lofstlagsbreytingum væri þá eins og að reyna að stoppa vindinn, sem er jú knúinn af sólinni í grunninn. 

Karl Jóhann Guðnason, 22.2.2010 kl. 23:57

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Karl J: Ég hef margoft bent þér á að það er ekkert sem bendir til þess að sveiflur í sólinni hafi haft nokkuð af ráði að segja í hitastigi undanfarna áratugi, sjá t.d. þessa mynd:

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD. 
Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Sjá einnig: Mýta:  Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar

Höskuldur Búi Jónsson, 23.2.2010 kl. 07:59

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vandamál hverfa ekki þó að við höfum við einhverjum brýnum málum að sinna í augnablikinu. En eins og Höski bendir á, þá er ekkert sem bendir til þess að hlýnun undanfarina áratuga sé drifin af sólinni.

Merkilegt nokk, þá hverfa vandamálin ekki, þó að gerð sé skoðanakönnun þar sem 38 (sem er langt frá því að vera marktækt) svari um sína skoðun á málinu.

Annars finnst mér þessi tenging hjá þér í frétt um mannskætt slys á Madeira mjög óviðeigandi í þessu samhengi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 12:33

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vihjálmur; mér þykir það vera einkennileg fullyrðing að segja "Það er ekki nokkur vafi á að hlýnun er hið besta mál". Á hverju byggirðu þetta Vilhjálmur? Eru einhver vísindaleg rök að baki þessari fullyrðingu, eða er þetta einungis þín persónulega skoðun?

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 17:07

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Höski: Ætla að benda aftur á grein og mynd sem hefur verið minnst á áður eftir Soon (2005).  Hér fyrir neðan er helsta niðurstaðan úr greininni.

Hér eru hitastigsmælingar norðan við 62°N bornar saman við CO2 og heildar sólgeislun. Þið sem lesið þetta hvað finnst ykkur líklegra að hitastig sé í meiri fylgni við, CO2 eða sólargeislun? Einnig er það staðreynd að við norðurheimskautið er mikill breytileiki hitastig miðað við annars staðar.

Svatli: Merkilegt nokk, þá hverfa vandamálin ekki, þó að gerð sé skoðanakönnun þar sem 38 (sem er langt frá því að vera marktækt) svari um sína skoðun á málinu.

 Þetta er ekki marktækt, það er rétt, miklu fleiri þyrftu að svara en þetta er svona mest til gamans gert.

Svatli: Annars finnst mér þessi tenging hjá þér í frétt um mannskætt slys á Madeira mjög óviðeigandi í þessu samhengi.

Þetta er auðvitað hræðilegar hamfarir en svona hamfarir gerast reglulega og munu gera það áfram, þótt veðurfar kólni eða hlýni. Við heyrum um þær hamfarir sem eru næst okkur en víða um heim eru hamfarir sem við heyrum lítið um og eru jafnalvarlegar.    

Karl Jóhann Guðnason, 23.2.2010 kl. 22:23

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Efsta málsgreinin fyrir ofan átti að vera svona: Ætla að benda aftur á grein og mynd sem hefur verið minnst á áður eftir Soon (2005).  Hér fyrir neðan er helsta niðurstaðan úr greininni.

Karl Jóhann Guðnason, 23.2.2010 kl. 22:28

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Svatli: Um það, hvers vegna endurhlýnun og afturhvarf til loftslags fyrri alda og árþúsunda væri gjörvöllu lífríkinu til góðs er einfaldast að vísa til greinarinnar sem ég nefndi áður. Eyðimerkur hvarvetna sem verið hafa að þorna munu aftur gróa upp og gífurleg landflæmi í Evrasíu og Norður-Ameríku verða ágætlega byggileg aftur,eins og þau voru fyrir aðeins fáum árþúsundum. Suðurskautlandið, að undanskildum Suðurskauts- skaganum getur ekki bráðnað og mun ekk bráðna nú fremur en það gerði þegar loftslag var heitara. Hefðu Suðurskautlandið og Grænland bráðnað væri ekki hægt að taka úr þeim borkjarna sem sýna hið afar heita tímabil sem yfirleitt er kallað „bórealskt“. Að landrisi, sem var gífurlegt, frátöldu var yfirborð sjávar við Miðjarðarhaf og sunnar mjög svipað og nú þótt hiti væri meira en fjórum gráðum hærri. Hvar er vandamálið?

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.2.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þó að hamfarir og slys eigi sér stað, jafnvel þau sem við heyrum ekkert um, þá er tenging þín við þessa frétt alveg jafn óviðeigandi.

Talandi um sólina, þá er hér grein sem vert er að benda á;

Solar trends and global warming – Benestad & Schmidt (2009) “We use a suite of global climate model simulations for the 20th century to assess the contribution of solar forcing to the past trends in the global mean temperature. … We also demonstrate that the methodologies used by Scafetta and West (2005, 2006a, 2006b, 2007, 2008) are not robust to these same factors and that their error bars are significantly larger than reported. Our analysis shows that the most likely contribution from solar forcing a global warming is 7 ± 1% for the 20th century and is negligible for warming since 1980.”

Til fróðleiks þá gerði Willie Soon, sá sem þú vitnar í hér að ofan, kl. 22:23 grein í Climate Research árið 2003, ásamt Sallie Balliunas. Í kjölfarið sögðu 3 ritstjóra tímaritsins upp störfum vegna þess að greinin hefði aldrei átt að vera gefin út, sökum rangfærslna:

A review article by scientists Willie Soon and Sallie Baliunas on global warming is published in the peer-reviewed journal Climate Research. In their article, the two astrophysicists review the work of several scientists and argue that the twentieth century was not the warmest century during the last 1,000 years. [Soon and Baliunas, 2003] Their article is promoted widely by organizations and individuals funded by ExxonMobil (see Between 1998 and 2005) [Union of Concerned Scientists, 2007, pp. 14 pdf file] as well as by Senator James Inhofe (R-OK) who says the paper is proof that natural variability, not human activity, is the “overwhelming factor” influencing climate change. [US Congress, 7/28/2003] But after the paper is published, three of journal’s editors—including incoming editor-in-chief Hans von Storch—quit in protest. Storch, explaining his resignation, calls the paper “flawed” because “the conclusions are not supported by the evidence presented in the paper.” He adds that he suspects “some of the skeptics had identified Climate Research as a journal where some editors were not as rigorous in the review process as is otherwise common.” [Chronicle of Higher Education, 9/5/2003] Additionally, 13 of the scientists cited in the paper publish a rebuttal saying that Soon and Baliunas seriously misinterpreted their research in the paper.

Sjá nánar; http://www.historycommons.org/entity.jsp?entity=willie_soon_1

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 22:58

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það eru mörg vandamál sem geta fylgt hærra hitastigi Vilhjálmur. Jöklar eru t.d. að hopa, það hefur einhver áhrif á sjávarstöðu, sem hækkar um ca. 3 mm. á ári nú um stundir, sem eru um 30 cm. á 100 árum. Þess má geta að 100 ár er mjög stuttur tími í jarðsögunni, og breytingar sem gerast á stuttum jarðfræðilegum tíma geta haft áhrif á vistkerfin. Það er kannski eitt af því sem hafa þarf áhyggjur af og rannsaka hugsanlegar afleiðingar. Það verðum við að gera með vísindalegum aðferðum, svo við fáum marktækar niðurstöður.

Það er vitað mál að loftslag hefur breyst áður, enda hafa vísindamenn um langan tíma haft áhuga á því sem hefur gerst í fyrndinni svo og því sem hugsanlega getur gerst í framtíðinni. Það að loftslagsbreytingar hafi átt sér stað áður er ekki nein sönnun þess að hitastig geti ekki verið að hækka í dag af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Sjá t.d. grein um orsakir fyrri loftslagsbreytinga af loftslag.is.

PS. Ég hef lesið téða grein Vilhjálmur og spurði þig m.a. spurningar í athugasemdunum sem þú hefur hingað til ekki valið að svara frekar. Annars fannst mér greininn vera byggð á þínum eigin skoðunum en ekki vísindalegum gögnum. Sem getur verið ágætt stundum, en í þessu efni er nú stundum betra að hafa heimildir til að vísa í.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 23:16

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Karl: 

Ég skil ekki af hverju þú kýst að velja eina, vægast sagt, mjög umdeilda grein sem hrakin hefur verið margoft í nýrri greinum (þá allt aðrar niðurstöður). Fyrir utan það að þessi grein Soon og félaga var yfirlitsgrein, ekki byggð á neinum eigin rannsóknum - heldur völdu þeir út gögn annara, sem að hentuðu þeim betur en önnur og sýndu þannig fram á tengsl milli sólvirkni og hitastigs - ATH: Ekki hnattræns hitastigs, heldur á norðlægum slóðum.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.2.2010 kl. 08:12

12 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mér finnst einkennilegt að oftast þegar er verið að skoða hnattræn hitagögn þá virðist ekki vera tengsl við sólvirkni en aftur á móti þegar minni svæði eru skoðuð þá kemur oft annað í ljós.  Vitið þið um rannsókn sem eru ekki hnattræn og sýna jafnframt ekki tengsl milli sólar og hitastigs, eins og hnattrænu gögnin í athugasemd Höski Búi, 23.2.2010 kl. 07:59?

Karl Jóhann Guðnason, 24.2.2010 kl. 09:34

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mér finnst einkennilegt að oftast þegar er verið að skoða hnattræn hitagögn þá virðist ekki vera tengsl við sólvirkni en aftur á móti þegar minni svæði eru skoðuð þá kemur oft annað í ljós.

Það er af því að efasemdamenn velja það sem hentar þeirra málstað best. 

Hver er annars tilgangur Soon að nota TSI gögn frá 1993 - í grein frá 2005? Þetta er mjög virkt rannsóknasvið - Það ætti ekki að vera neinn tilgangur með því að nota ekki nýrri og betri gögn - Jú tilgangurinn er að blekkja.

Af hverju notar hann síðan ekki gögn frá hnettinum - jú miðað við hvaða TSI gögn hann notar, þá passar þetta best svona - þess vegna notar hann þau gögn - Aftur tilgangurinn er að blekkja.

Vitið þið um rannsókn sem eru ekki hnattræn og sýna jafnframt ekki tengsl milli sólar og hitastigs, eins og hnattrænu gögnin í athugasemd Höski Búi, 23.2.2010 kl. 07:59?

Ég sé barasta ekki tilganginn með því að tengja saman sólvirkni og ákveðna staði á hnettinum - sólvirkni er fasti sem virkar á alla jörðina - ekki bara á Norðurslóðum.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.2.2010 kl. 11:33

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mikið óskaplega er ég þakklátur fyrir að skuli hafa hlýnað en ekki kólnað...

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2010 kl. 20:44

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég líka.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.2.2010 kl. 22:59

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst og Vilhjálmur; það getur vel verið (alls ekki víst) að við sleppum ágætlega hér á Fróni ef það myndi hlýna aðeins. Við skulum þá bara vona að vistkerfin þoli þá skörpu hlýnun sem spáð er á næstu áratugum og öldum vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. Svo ekki sé talað um dýralífið í hafinu, sem þarf einnig að takast á við svokallaða súrnun sjávar sem er tiltölulega hröð um þessar mundir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 06:30

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mikill er máttur blessaðrar náttúrunnar. Stundum fer hún um okkur mildum og móðurlegum höndum, en stundum á hún það til að byrsta sig aðeins. Þannig eiga mæður að vera og móðir náttúra er engin undantekning.

Ágúst H Bjarnason, 25.2.2010 kl. 06:35

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já móðir náttúra er ekkert lamb að leika sér við. Verst þegar við erum farinn að hafa áhrif á þróun hennar með mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 06:43

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Maður á alltaf að vera góður við móðir sína.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.2.2010 kl. 08:04

20 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Já móðir náttúra er ekkert lamb að leika sér við. Verst þegar við erum farinn að hafa áhrif á þróun hennar með mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

 Við mengum sem aldrei fyrr en náttúran er alveg ótrúlega seig við að höndla þessa mengun okkar. Hún "hreinsar" sig á marga vegu. Lofthjúpurinn er ekki undantekning, t.d. þegar eldgos verður þá tekur það ekki nema fá ár þar til rykagnirnar hverfa og á meðan lækkar hitastig hnattrænt. Gróður jarðar tekur við mjög mikið af CO2 útblæstrinum, það sést á sveiflunum í CO2 mælingum.

Við þurfum líka að skilgreina hvað er mengun og CO2 er ekki mengun, ekki frekar en vatnsgufa. Við öndum frá okkur CO2 sem er alveg jafn náttúrulegt og að anda frá sér H2O. CO2 þarf til að líf geti þrifist. En þessum staðreyndum hefur verið snúið á hvolf í umræðunni um hnattræna hlýnun síðustu ár.

Karl Jóhann Guðnason, 25.2.2010 kl. 23:57

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

CO2 hefur áhrif á hitastig og að telja það í einfeldni sinni vera þátt sem við getum bara losað ótakmarkað ber vott um ákveðna einfeldni í þessum málum. CO2 er ekki mengun í þeim skilningi að lífverur anda því frá sér og það verður til á annan náttúrulegan hátt í náttúrunni. Það að náttúran "hreinsi" sig er einnig einfeldni, þar sem t.d. styrkur CO2 hefur stigið um 38% frá iðnbyltingunni, það er að langmestu leiti af mannavöldum, á því leikur ekki vafi. Það má því færa fyrir því rök að þessi mikla losun okkar af mannavöldum geti talist vera mengun, sjá vangaveltur um þetta "Er CO2 mengun?"

Það má einnig geta þess að eldgos losa árlega um 1/100 af því koldíoxíði sem við mannfólkið losum á einu ári og þó þær agnir sem þar verða til valdi aðeins kólnun í tiltölulega stuttan tíma, þá er það alls óháð því að styrkur CO2 í andrúmsloftinu stígur jafnt og þétt, af mannavöldum, og það er talið hafa áhrif á hitastig.

Reyndar er náttúran ekkert rosalega góð að "höndla" mengun okkar jarðarbúar, t.d. er næstum allt plast sem framleitt hefur verið frá því það var fundið upp enn í náttúrunni (ég veit að það er að öðrum toga en losun CO2 í andrúmsloftið) og það hlýtur að teljast mengun sem náttúran er t.d. ekki "seig" í að "höndla", svo eitthvað dæmi sé tekið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 00:59

22 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Svatli: Það að náttúran "hreinsi" sig er einnig einfeldni, þar sem t.d. styrkur CO2 hefur stigið um 38% frá iðnbyltingunni, það er að langmestu leiti af mannavöldum, á því leikur ekki vafi.
Styrkurinn hefur aukist af mannavöldum, það eru nánast allir sammála um það. Ekkert skrítið við það því mannkynið hefur verið að auka útblástur, sérstaklega eftir 1940. Aukningin er úr 280 í 386 ppm, eða 0,028% í 0,038%. Þessi aukning er mjög lítill hluti andrúmsloftsins eða um 0,01%, 100 milljónustu hlutar.  Er það nokkuð rökrétt að segja að 0,01% andrúmsloftsins hafi einhver veruleg áhrif veðurfar?   Mér sýnist ekki.

Svatli: Reyndar er náttúran ekkert rosalega góð að "höndla" mengun okkar jarðarbúar, t.d. er næstum allt plast sem framleitt hefur verið frá því það var fundið upp enn í náttúrunni (ég veit að það er að öðrum toga en losun CO2 í andrúmsloftið) og það hlýtur að teljast mengun sem náttúran er t.d. ekki "seig" í að "höndla", svo eitthvað dæmi sé tekið.
Plast er ekki náttúrulegt efni, verður ekki til í náttúrunni sem hinsvegar á við CO2. En alveg sammála að plastmengun er mikið vandamál, það brotnar mjög hægt niður og þörf er á á minnka þá mengun sem mest.

Karl Jóhann Guðnason, 26.2.2010 kl. 09:43

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

"Er það nokkuð rökrétt að segja að 0,01% andrúmsloftsins hafi einhver veruleg áhrif veðurfar?   Mér sýnist ekki"

0,01% andrúmsloftsins hefur ekki mikil áhrif á veðurfar, en þú hefur væntanlega verið að meina loftslag. En þessi aukning (38% hingað til) hefur samkvæmt vísindunum áhrif á hitastig og þar með loftslag.

Ef við tökum þessi 0,038% úr andrúmsloftinu þá myndi það hafa mikil áhrif á hitastig og verða mun kaldara en ella. Það er yfirleitt sagt sem þumalfingursviðmið að án gróðurhúsaáhrifanna væri hitastig jarðar um -18°C. Það er heilmikil áhrif af ekki meira magni af gróðurhúsalofttegundum (sem eru fleiri en bara CO2).

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 09:59

24 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er nánast sársaukafullt að horfa á útúrsnúningana hjá þér Karl - hvernig færðu það út að 38% aukning í CO2 geti ekki haft áhrif á hitastig - hefurðu lesið einhverjar greinar sem að sýna fram á að eðlisfræði CO2 sé röng? Af hverju er hlýtt á jörðinni? Af hverju ætti aukning CO2 ekki að valda aukinni hlýnun?

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 11:13

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vatnsgufa veldur yfir 90% gróðurhúsaáhrifa og metan o.fl. mest af því sem eftir er. Annars er ég farinn að efast sífellt meira um þessa voðalegu aukningu koldíoxíðs sem talað er um. Þar er ekki gert ráð fyrir því að jurtirnar gleypa allt það koldíoxíð sem þær ná í og með þeirri (smávægilegu) meðalhækkun hitastigs sem verið hefur síðan um 1900 hefur gróður hvarvetna aukist og þar með koldíoxíð- upptakan. Þótt það sé óumdeilt að framleiðsla mannanna á koldíoxíði hafi aukist mikið er alls ekki víst að jurtrnar hafi ekki beinlínis étið þessa aukningu, sem er smávægileg þegar horft er til stærðar gufuhvolfsins aftur upp jafn óðum. Hvernig eru tölur um koldíoxíð fyrir iðnbyltingu fengnar? Eru þær ekki bara enn eitt dæmið um að vísindamenn hafa fyrir fram gefið sér ákveðna niðurstöðu og sjá svo einungis það sem þeir vilja sjá? Ég efa stórlega að brölt mannanna hafi haft einhver meiri háttar áhrif á gufuhvolfið. Menn virðast almennt ekki skilja hvílíkar ógnarstærðir hér er um að ræða og hve brölt mannanna er í rauninni lítið og léttvægt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 12:59

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur; ég efa stórlega að þú skiljir hvernig vísindamenn vinna Vilhjálmur. Hvers vegna í ósköpunum telur þú að vísindamenn gefi sér bara eitthvað og vinni í blindni. Þetta er þvílík rökleysa hjá þér að það er ekki svara vert.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 13:25

27 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú virðist haldinn þessari barnalegu ofurtrú á „vísindamönnum“ sem verður sífellt meira áberandi. Þeir eru bara breyskir menn og alls, alls ekki óskeikulir. Um slíkt er auðvelt að finna fjölmörg dæmi. Í ljósi þess að allt brölt gróðurhúsatrúarmanna byggir á því að koldíoxíð hafi aukist ætti að kanna nákvæmlega á hverju sú fullyrðing byggir, því hún er undirstaðan undir öllu saman.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 13:31

28 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur (kl 12:59): 

Ég rakst á þetta hjá þér:

"Vatnsgufa veldur yfir 90% gróðurhúsaáhrifa og metan o.fl. mest af því sem eftir er"

Þetta stenst ekki hjá þér. Í grein sem er hvað mest notuð af þeim sem eru að spá í þessa hluti (Earth’s Annual Global Mean Energy Budget) segir að gróðurhúsaáhrif frá vatnsgufu sé um 75 W/m2 á meðan það er um 32 W/m2 fyrir CO2.

Vatnsgufa er mikilvirk gróðurhúsalofttegund - en hún veldur þó ekki hlýnun ein og sér - hún veldur magnandi svörun. Þ.e. þegar hlýnar af völdum CO2 þá eykst vatnsgufa - aftur á móti þegar kólnar af völdum t.d. eldvirkni - þá minnkar vatnsgufa (sjá t.d. greinina Global Cooling After the Eruption of Mount Pinatubo: A Test of Climate Feedback by Water Vapor)

Einnig þetta:

"Hvernig eru tölur um koldíoxíð fyrir iðnbyltingu fengnar?"

Þær eru fengnar með beinum mælingum á koldíoxíð í loftbólum ískjarna - t.d. frá Suðurskautinu og Grænlandsjökli (sjá t.d. Historical Carbon Dioxide Record from the Vostok Ice Core).

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 13:50

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur; já það er ein af undirstöðum fræðanna, og það er einmitt nokkuð vel rannsakað efni, sem þú getur lesið um m.a. í tenglunum frá Höska hér að ofan.

Ég held að þú hafir engan vegin kynnt þér þetta efni og hafir því ekki forsendur til að taka þátt í umræðu um þessi mál. Mig grunar líka að þetta séu bara þínar persónulegu skoðanir. Það er rökleysa hjá þér Vilhjálmur að halda því fram að af því þú ekki þekkir rannsóknir um tiltekið efni, þá séu þær ekki til...

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 14:02

30 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Munurinn á mér og ykkur í gróðurhúsa- genginu er m.a. að ég treysti betur minni eigin heilbrigðu skynsemi en ábúðarmiklu blaðri, sem sett er fram í því skyni að styrkja ákveðna kenningu af mönnum sem ekki eru að leita sannleikans, heldur að reyna að finna eitthvað sem hentar kenningunni. Þið fáið glýju í augun yfir „vísindalegu“ yfirbragði margra þessara rannsókna. En í vísindunum eins og víðar í lífinu er hægt að komast ansi langt á sýndarmennskunni. Vitleysa er og verður endaleysa þótt hún sé studd löngu talnaflóði, tilvitnunum, neðanmálsgreinum og gröfum.

Hvað loftslagsmálin áhrærir eru margir undirstöðuþættir beinlínis byggðir á hreinum ágiskunum. Til dæmis er ómögulegt að vita hvað mikið koldíoxíð streymir upp úr jarðskorpunni á hverjum degi ofansjávar og neðan og ekki aðeins í eldgosum. Annað algert undirstöðuatriði sem byggir á getgáum er upptaka jurtanna á koldíoxíði. Um hana er ekkert vitað sem mark er takandi á. Allar fullyrðingar hinna ábúðarmestu og hálærðustu „vísindamanna“ um þessa tvo undirstöðuþætti eru gjörsamlega marklausar getgátur beint út í loftið.

(í bókstaflegri merkingu) 

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 15:07

31 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

All 15 of the warmest years on record have come in the two decades that have passed since 1989. In the meantime, the Earth’s major natural systems have all shown undeniable signs of rapid flux: melting Arctic and glacial ice, rapidly acidifying seawater, and so on.

Somehow, though, the onslaught against the science of climate change has never been stronger, and its effects, at least in the U.S., never more obvious: fewer Americans believe humans are warming the planet. ...

- Bill McKibben

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 15:19

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur; Ég veit ekki hvort mér á að finnast það fyndið eða sorglegt þegar þú byrjar að kalla okkur "gróðurhúsagengi sem stundar ábúðafullt blaður". Svona eru orð þeirra sem eru komnir í rökþrot. Þá er um að gera að rugla fólk með því að vísindi séu tómar ágiskanir (væntanlega vegna þess að þú þekkir efnið ekki betur en svo sjálfur).

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 15:56

33 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég var ekki að segja að vísindi væru tómar ágiskanir. Ég var hins vegar að segja að gróðurhúsakenningarnar byggja í mikilvægum undirstöðuþáttum á ágiskunum. Það er einfaldlega allt of lítið vitað um ótal þætti í þessu öllu og margt er einfaldlega ekki hægt að mæla svo mark sé á takandi. Auk þess virka allir þessir óteljandi þættir sem alls ekki eru nógu vel þekktir hver um sig, hver á annan á margvíslegan hátt. Náttúran er einfaldlega miklu, miklu, miklu stærri og flóknari en mennirnir geta skilið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 16:02

34 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur (kl 15:07):

Ég rakst á eftirfarandi hjá þér:

"Til dæmis er ómögulegt að vita hvað mikið koldíoxíð streymir upp úr jarðskorpunni á hverjum degi ofansjávar og neðan og ekki aðeins í eldgosum."

Þú getur byrjað á að lesa eftirfarandi grein: Carbon degassing from the lithosphere, en þar segir meðal annars að CO2 úr jarðskorpunni neðansjávar sé um 66-97 milljón tonn á ári - sem er svipað og binnst nýju hrauni neðansjávar - þannig að það jafnar sig út. Ofansjávar þá erum við að tala um 242 milljón tonn á ári frá eldfjöllum sjálfum - samtals áætlað ofansjávar um 300 milljón tonn (hæsta áætlunin er þó um 600 milljón tonn með öllu). Menn losa út í andrúmsloftið um 29 milljarða tonna, þannig að við erum að tala um allt aðrar tölur þar.

Einnig þetta:

"Annað algert undirstöðuatriði sem byggir á getgáum er upptaka jurtanna á koldíoxíði. "

Ég vil benda þér á það, að plöntur þurfa að sýna aukinn vöxt ef við ætlum að sjá aukna upptöku þeirra á CO2. Sumar plöntur hafa vissulega aukið vöxt sinn en það er ekki svo einfalt. Ég get bent þér á grein - sem að bendir til þess að vöxtur plantna hafi ekki aukist við aukið CO2 - ef það er það sem þú meinar - sjá Food for Thought: Lower-Than-Expected Crop Yield Stimulation with Rising CO2 Concentrations.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 16:16

35 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hverig var þetta mælt? fóru þeir niður í úthöfin með mælitæki, en eldvirkir neðansjávarhryggir eru um 49 þúsund kílómetrar í mörgum bugðum allt umhverfis jörðina. Var sett mælitæki á hvern elgíg og hverasvæði ofansjávar og neðan, en koldíoxíð getur streymt upp úr jarðvegi án þess nokkur veiti því eftirtekt. Var þetta mælt ofansjávar og neðan? Þetta eru og verða, eins og ég sagði áður getgátur, gjörsamlega út í loftið þrátt fyrir „vísindalegt“ yfirbragð. Sama gildir um koldíoxíð- upptöku jurtanna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 16:33

36 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur:

Þú gætir prófað að lesa greinarnar til að byrja með. Þú sérð það ef þú lest t.d. fyrri greinina að það er töluverð óvissa - en það er sama hversu mikið maður teygir óvissuna, þá muntu ekki geta náð losun CO2 upp í nálægt því það magn sem kemur frá mönnum.

Fyrir utan það, að með samsætumælingum hefur verið sýnt fram á að aukningin er vegna losunar manna - sjá t.d. Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg (þar eru tilvitnanir í frekara efni).

Varðandi plöntur, þá veit ég ekki hvort þetta sé nákvæmlega það sem þú ert að spá í, en þú gætir prófað að skoða þetta: Mýta: Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 17:17

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur; óttalega er þetta kjánalegt hjá þér "Var sett mælitæki á hvern elgíg og hverasvæði ofansjávar og neðan, en koldíoxíð getur streymt upp úr jarðvegi án þess nokkur veiti því eftirtekt." Það er óþarfi að mæla hvern einasta krók og kima heimsins til að fá marktæka niðurstöðu. Að sjálfsögðu er einhverskonar óvissa í mælingum og það er yfirleitt gert grein fyrir henni þegar gert er grein fyrir niðurstöðum í vísindagreinum.

Það er ekki nægjanlegt að nota "heilbrigða skynsemi" (eins og þú, Vilhjálmur, orðaðir það í athugasemd) ef henni fylgir ekki ákveðin þekking á viðfangsefninu. Ég ráðlegg þér að skoða eitthvað af þeim tenglum sem við Höski höfum bent á hér í umræðunni og koma með efnisleg rök. Það er ekki nóg að segja að eitthvað séu "getgátur, gjörsamlega út í loftið", það getur hvaða kjáni sem er komið með svoleiðis rökleysu. Efnisleg og málefnaleg rök svo og þekking á því viðfangsefni sem er til umræðu er nauðsyn þegar maður tekur þátt í svona umræðu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 17:17

38 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil hér aðeins vísa í athugasemd frá Karli hér að ofan: „Aukningin er úr 280 í 386 ppm, eða 0,028% í 0,038%. Þessi aukning er mjög lítill hluti andrúmsloftsins eða um 0,01%, 100 milljónustu hlutar. Er það nokkuð rökrétt að segja að 0,01% andrúmsloftsins hafi einhver veruleg áhrif veðurfar? Mér sýnist ekki.“

Teljið þið í alvöru að auking koldíoxíðs (ef um slíka aukningu er í raun að ræða) um 0,01%, þ.e. 100 milljónustu hluta sé einhvers konar ógn við jörðina? Og eins og ég hef margsagt áður: Hvað gerir það til þótt veður hlýni aftur dálíið og fari að líkjast því sem það var t.d. á dögum Grikkja og Rómverja þegar margir íslenskir jöklar voru lítið annað en snjóskaflar? Suðurskautslandið getur einfaldlega ekki bráðnað og Grænland ekki heldur nema að litlu leyti, það sanna m.a. borkjarnar sem fara í gegnum mörg hlýskeið sem sum hafa verið miklu heitari en nú, en skilja samt eftir merki í jöklunum, sem þýðir að þeir hafa ekki bráðnað. Menn eiga að fagna dálítilli hlýnun og hætta þessu væli.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2010 kl. 17:35

39 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Verða ekki áhrif aukningar CO2 á hitastig lofthjúpsins sífellt minni, þar sem sambandið er logarithmiskt? Hver tvöföldun hefur því alltaf því sem næst sömu áhrif. Ekki rétt?

Myndin skýrir þetta lauslega og tekur hvorki tillit til afturverkunar né náttúrulegra sveiflna. Hér er í einfeldni jafnvel gert ráð fyrir að það megi þakka CO2 fyrir öll gróðurhúsaáhrifin, og ekkert tillit tekið til vatnsgufunnar.
Sem sagt, eingöngu verið að benda á logarithmiska sambandið á mjög einfaldaðri mynd.

Valdi tvöföldun CO2 frá 280ppm í 560 ppm hækkun um 1°C, þá veldur fjórföldun CO2, t.d. úr 280 ppm í 1120 ppm hækkun hitastigs um 2°C.

Fyrsta agnarögnin af CO2 hefur mest áhrif, og síðan eru áhrifin minni og minni.....

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/co2-logarithmic_500w.jpg

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 17:52

40 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, gróðurhúsaáhrifin virðast vera ansi sterk, ef þú hugsar til þess að án allra gróðurhúsalofttegunda, þá væri hitastigið á jörðinni u.þ.b. -18°C, sem er nokkuð þekkt fyrirbæri. Þetta er þrátt fyrir að magn gróðurhúsalofttegunda sé ekki hlutfallslega "mikið" í andrúmsloftinu.

Ef styrkur einnar af gróðurhúsalofttegundar eykst um 38% (þetta er aukningin á CO2 frá iðnbyltingu) þá telja vísindamenn (sem Vilhjálmur telur setja fram ágiskanir) að hitastig jarðar muni hækka.

Ef þú spáir í það Vilhjálmur; 0,028% af einni gróðurhúsalofttegund hefur þau áhrif (ásamt öðrum) að halda jörðinni 33°C hlýrri en ella, þá eru augljós rök fyrir því að 38% aukning á einni gróðurhúslofttegund (CO2) hafi áhrif á hitastig. Fyrir utan svo allar þær rannsóknir sem hafa farið fram á þessu í gegnum tíðina sem benda til þess að áhrifin séu til staðar, þrátt fyrir að ýmsir velji að stinga höfðinu í sandinn og virðast ekki skilja vísindalegar aðferðir.

Sú vel þekkta staðreynd að loftslag hefur breyst áður af ýmsum völdum, afsannar ekki að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, enda er staðreyndin um fyrri loftslagsbreytingar eitthvað sem vísindamenn eru mjög meðvitaðir um.

PS. Ágúst; úr hvaða vísindagrein er þetta graf? Þetta er ekki samkvæmt niðurstöðum flestra vísindamanna um áhrif CO2 á hitastig jarðar. Það væri fróðlegt að fá heimildina.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 18:20

41 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Höski: Það er nánast sársaukafullt að horfa á útúrsnúningana hjá þér Karl - hvernig færðu það út að 38% aukning í CO2 geti ekki haft áhrif á hitastig - hefurðu lesið einhverjar greinar sem að sýna fram á að eðlisfræði CO2 sé röng? Af hverju er hlýtt á jörðinni? Af hverju ætti aukning CO2 ekki að valda aukinni hlýnun?
38% aukning hljómar mjög mikil en þegar maður gerir sér grein fyrir hversu lítill hluti CO2 af lofthjúpnum er í raun þá er þetta ekki mikil magn sem verið er að tala um. Þegar maður segir aukningin er 100 milljónustu hluta eða 0,01% þá hljómar þetta ekki eins.  100 milljónustu hlutar eru 1000000/100 = 10000/1. Sem er sama og 1/10000. Það væri því líka hægt að segja að aukningin sé því 1/10000 hluti af andrúmsloftinu, hljómar ekki mikið. Hvernig væri að segja 1/10000 hluta aukning í stað 38 % aukning, væri það ekki hugmynd?  Eðlisfræði CO2 segir að CO2 er gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif til hlýnunar, en spurningin mikilvæga er: Hversu mikil áhrif?

Vilhjálmur: Já tek undir það að heilbrigð skynsemi sé góð.  "Common sense teaches us more than all else".  En vandamálið erkannski að common sense er ekki svo common. "Common sense" hjálpar okkur líka að skilja náttúruna.

Athyglisvert graf Ágúst, þetta sýnir væntanlega eðlisfræðina þarna  á bakvið. ekki alveg eins einfalt og við fyrstu sýn.

Karl Jóhann Guðnason, 26.2.2010 kl. 19:07

42 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Karl:

 Eðlisfræði CO2 segir að CO2 er gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif til hlýnunar, en spurningin mikilvæga er: Hversu mikil áhrif?

Talið er að tvöföldun CO2 í andrúmsloftinu valdi frá 2-4,5 °C hækkun - það er algengasta bilið sem rætt er um fyrir svokallaða jafnvægissvörun (climate sensitivity). 3°C fyrir tvöföldun er mest notuð. Besta yfirlitsgreinin um það er hér: The equilibrium sensitivity of the Earth’s temperature to radiation changes - það er nokkuð fjallað um þessa grein í þessari færslu á loftslag.is: Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?

Ágúst: línuritið sem þú sýnir gerir ráð fyrir að öll hlýnunin af völdum CO2 sé komin fram - það tekur lengri tíma en þetta þar til jafnvægi verður komið á - þannig að þessi mynd er í besta falli ofeinföldun og villandi. Hitt er samt rétt að áhrifin minnka logaritmískt. Hækkun í styrk CO2 frá t.d. 10 og upp í 20, hefur sömu hitastigsáhrif og hækkun frá 100 og upp í 200 ppm. Til þín vil ég einnig benda á að skoða tenglana sem ég sendi á Karl.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 21:16

43 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli skrifaði:

PS. Ágúst; úr hvaða vísindagrein er þetta graf? Þetta er ekki samkvæmt niðurstöðum flestra vísindamanna um áhrif CO2 á hitastig jarðar. Það væri fróðlegt að fá heimildina.

Heimild varðandi lógarithmiska sambandið:

 https://www-pls.llnl.gov/data/assets/images/science_and_technology/earth/nobel/ipcc_logo.gif

 http://www.ipcc-data.org/ddc_reporting.html

Scenario Consistency and Reporting

 "...Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect...."

Ágúst H Bjarnason, 27.2.2010 kl. 12:27

44 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta graf er ekki sýnt þarna hjá IPCC, en það sem IPCC ritar er í samræmi við það sem Höski segir í athugasemdinni, [26.2.2010 kl. 21:16] (sjá hérundir) - En þessi hitastigsbreyting sem þú sýnir á grafinu (sem enn er á huldu hvaðan kemur) er ekki í samræmi við það sem talið er, þ.e. að tvöföldun CO2 í andrúmsloftinu valdi frá 2-4,5 °C hækkun hitastigs.

"Ágúst: línuritið sem þú sýnir gerir ráð fyrir að öll hlýnunin af völdum CO2 sé komin fram - það tekur lengri tíma en þetta þar til jafnvægi verður komið á - þannig að þessi mynd er í besta falli ofeinföldun og villandi. Hitt er samt rétt að áhrifin minnka logaritmískt. Hækkun í styrk CO2 frá t.d. 10 og upp í 20, hefur sömu hitastigsáhrif og hækkun frá 100 og upp í 200 ppm. Til þín vil ég einnig benda á að skoða tenglana sem ég sendi á Karl." [Höski 26.2.2010 kl. 21:16]

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.2.2010 kl. 12:40

45 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú er það svo, að menn þekkja hvorki tímastuðulinn nákvæmlega né vita eðli afturverkunarinnar. Menn vita ekki einu sinni hvort hún er jákvæð eða neikvæð. Tímastuðullinn mælist þó væntanlega í árum. Nokkrir þykjast þó vita það, en vita það þó ekki í raun. Þess vegna er þetta eitt af helstu deilumálum loftslagsfræðinnar.

Bein áhrif tvöföldunar CO2 í andrúmsloftinu á hitafar hefur verið áætlað að sé um 1,2°C. Það er, ef hvorki er gert ráð fyrir jákvæðri né neikværi afturverkun.

Við verðum að reikna með ákveðinni jákvæðri afturverkun til að ná hærri gildum, t.d. 2-4,5 gráðum eins og nefnt er hér að ofan.

Vandamálið er að menn deila ekki einusinni eingöngu um formerkið, heldur einnig um stærðina.

Vandamálið er einnig að fæstir þeirra sem fjalla um þessi mál hafa nægilegan skilning á þeim fræðum sem fjalla um dynamisk kerfi með eða án afturverkunar, tímastuðla, yfirfærsluföll, fasasnúning, rótarheimkynni, o.m.fl. sem nauðsynlegt er að þekkja og skilja. Þetta eru nokkuð flókin fræði og þarf sæmilega stærðfræðikunnáttu til að skilja þau og hagnýta.

Til að fá smá nasasjón af þessum fræðum er tilvalið að glugga í þessa bók eftir Ogata. Hér eru fyrstu 680 blaðsíðurnar af 980: Ogata...
Ég get mælt með bókinni. Mjög læsileg miðað við sambærilegar bækur. Ég get vottað það af eigin raun.

Það er svo annað mál, að eðli málsins samkvæmt, þá skiptir ekki máli hvort merkið inn á kerfið kemur beint vegna breytinga í sólinni, eða óbeint vegna breytinga í CO2. Sömu yfirfærsluföll gilda, og því ætti kerfið að svara á sama hátt, bæði hvað varðar styrk og tíma.

Ágúst H Bjarnason, 28.2.2010 kl. 08:00

46 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; það er reyndar fróðlegt að sjá að þú telur að áhrif tvöföldunar af CO2 í andrúmsloftinu séu einhver, maður hefur stundum haft á tilfinningunni að þú teldir áhrifin nánast hverfandi. Mér finnst það þó merkileg rök, að þetta sé svo flókið og þ.a.l. geti vísindamenn ekki reiknað rétt...

En mig langar til að benda þér á skýrslu vinnuhóps I hjá IPCC, þar sem ýmis fróðleikur er settur upp á skilmerkilegan hátt, sjá hér.

PS. Ágúst, hvar get ég fundið vísindagreinina með grafinu sem þú settir fram (26.2.2010 kl. 17:52), eða er það kannski eitthvað heimatilbúið?

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.2.2010 kl. 10:11

47 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli.

Allir sem þekkja og skilja logarithmiskt samband eiga auðvelt með að sjá fyrir sér feril eins og þennan hér fyrir ofan.

Það kemur skýrt og greinilega fram í athugasemdinni að þessi ferill sem myndin er af sé mjög einfaldaður. "...Sem sagt, eingöngu verið að benda á logarithmiska sambandið á mjög einfaldaðri mynd" stendur þar. Það er samt svo, að ef við vitum að sambandið sé logarithmiskt, þá er lögun ferilsins þekkt, en þáttur CO2 í honum minna þekktur.

Ef við þekkjum t.d. tvo punkta á ferlinum (skv. mælingum) þá getum við notað þá til að stilla ferlinn af og síðan notað hann til að skoða framtíð og fortíð, þ.e. hitastig sem fall af styrk CO2. Þannig getum við líka fundið hver áhrif tvöföldunar styrks CO2 eru, og þar með fundið afturverkunarstuðulinn út frá mælingum. Vandamálið er þó, að erfitt er að greina að náttúrulega þáttinn (sólin, hafið, eldgos, ...) og áhrif aukningar CO2. Það er einnig vandamál að við eigum erfitt með að staðsetja punktinn við 0,000% CO2, því hann er ekki við 255°K vegna áhrifa vatnsgufunnar.

Ef við ætlum að "kvarða" ferilinn með mælingum, þá höfum við því miður tiltölulega fáa punkta, en það hefur þó verið reynt.

  ---

Það gæti verið fróðlegt að vitna til skýrslna IPCC:

TAR kafli 1.3.1:

If the amount of carbon dioxide were doubled instantaneously, with everything else remaining the same, the outgoing infrared radiation would be reduced by about 4 Wm-2. In other words, the radiative forcing corresponding to a doubling of the CO2 concentration would be 4 Wm-2. To counteract this imbalance, the temperature of the surface-troposphere system would have to increase by 1.2°C (with an accuracy of ±10%), in the absence of other changes. In reality, due to feedbacks, the response of the climate system is much more complex. It is believed that the overall effect of the feedbacks amplifies the temperature increase to 1.5 to 4.5°C. A significant part of this uncertainty range arises from our limited knowledge of clouds and their interactions with radiation. …

It has been suggested that the absorption by CO2 is already saturated so that an increase would have no effect. This, however, is not the case. Carbon dioxide absorbs infrared radiation in the middle of its 15 mm band to the extent that radiation in the middle of this band cannot escape unimpeded: this absorption is saturated. This, however, is not the case for the band’s wings. It is because of these effects of partial saturation that the radiative forcing is not proportional to the increase in the carbon dioxide concentration but shows a logarithmic dependence. Every further doubling adds an additional 4 Wm-2 to the radiative forcing.

Til þess að hitunaráhrifin geti aukist úr 1.2°C í 1,5 til 4,5°C þarf pósitífa afturverkun. Samt eru ekki allir vissir um að afturverkunin sé pósitíf, heldur negatíf. Sé svo, þá eru hitunaráhrif tvöföldunar minni en 1,2°C.

Dr. Lindzen hélt nýlega fróðlegt erindi um þessi mál hjá Fermilab. Fermilab ætti að vera óþarfi að kynna. Sjá
http://vmsstreamer1.fnal.gov/VMS_Site_03/Lectures/Colloquium/100210Lindzen/f.htm#

og

http://picasaweb.google.com/113654083186732890816/RichardLindzenColloquiumAtFermilab21010#

Ég þykist vita að loftslagsmálin eru trúarbrögð og margir trúi því að maður eins og prófessor Lindzén sé trúvillingur, en því verður ekki neitað að hann er fjandi klár og þorir að hugsa sjálfstætt

 Af vefsíðu Fermilab:

The P

eculiar Issue of Global Warming

Richard Lindzen

  MIT

I will briefly discuss why this is a peculiar issue, and illustrate this with various examples of how the issue is being exploited and portrayed.  In particular, I will show how much of the science and phenomenology being presented is contradicted by both logic and data.  Although there is a profound disconnect between the commonly cited IPCC conclusion and the various projections of catastrophe, it is nonetheless worthwhile to examine the basis for the IPCC attribution of recent warming to man because the arguments are profoundly at odds with normative scientific logic.  Even so, the claimed result, itself, is consistent with low, and hence unworrisome, climate sensitivity.  This talk will discuss how one can ascertain the sensitivity.  Most approaches are faulty in that they use observed temperature behavior and assume its cause.  We show how this trap can be avoided.  There are several approaches, and they each lead to the conclusion that current models are substantially exaggerating sensitivity.  However, because of the peculiar nature of this issue, it seems unlikely that either this or the evidence of data mishandling will serve to diminish the commitment of many individuals to the seriousness of the alleged problem.

 Video:

http://vmsstreamer1.fnal.gov/VMS_Site_03/Lectures/Colloquium/100210Lindzen/index.htm

Njótið vel


Ágúst H Bjarnason, 28.2.2010 kl. 15:21

48 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; ég held að þú ættir að skoða aðferðafræði Lindzen og félaga aðeins nánar, hér eru nokkrir punktar varðandi Lindzen & Choi (2009), af RealClimate, þarna er s.s. komið inn á nokkra galla við þessa grein þeirra félaga:

  • The LC09 results are not robust.

    A goal of LC09 was to quantify the cloud feedback by examining variability in top-of-atmosphere (TOA) radiative fluxes in the tropics as it relates to variability in mean sea surface temperature (SST). To do this they examine only tropical data. In general, they find that during periods of higher-than-normal SST, the radiation emitted and reflected to space by the earth goes up as well, cooling the Earth and amounting to an overall negative climate feedback. To show this, they select intervals of warming and cooling (in a time series of monthly averaged values) and compare fluxes at their endpoints (see Figure). They didn’t provide an objective criterion for selecting these endpoints and in some instances (see their Fig. 1), the selection of these intervals actually appears to be quite odd.

  • The result one obtains in estimating the feedback by this method turns out to be heavily dependent on the endpoints chosen. [edit] In TFOW we show that the apparent relationship is reduced to zero if one chooses to displace the endpoints selected in LC09 by a month or less. So with this method the perceived feedback can be whatever one wishes it to be, and the result obtained by LC09 is actually very unlikely. This is not then really indicative of a robust cloud feedback.

  • LC09 misinterpret air-sea interactions in the tropics

    The main changes in tropical SST and radiative fluxes at TOA are associated with El Niño-Southern Oscillation (ENSO) and are not necessarily indicative of forced variability in a closed system. ENSO events cause strong and robust exchanges of energy between the ocean and atmosphere, and tropics and subtropics. Yet LC09 treat the tropical atmosphere as a closed and deterministic system in which variations in clouds are driven solely by SST. In fact, the system is known to be considerably more complex and changes in the flow of energy arise from ocean heat exchange through evaporation, latent heat release in precipitation, and redistribution of that heat through atmospheric winds. These changes can be an order of magnitude larger than variability in TOA fluxes, and their effects are teleconnected globally. It is therefore not possible to quantify the cloud feedback with a purely local analysis.

  • More robust methods show no discrepancies between models and observations

    In TFOW, we compute correlations and regressions between tropical SSTs and top-of-atmosphere (TOA) longwave, shortwave and net radiation using a variety of methods. LC09 found the observed behavior to be opposite from that of 11 atmospheric models forced by the same SSTs and conclude that the models display much higher climate sensitivity than is inferred from ERBE. However, in our analysis comparing these relationships with models, we are unable to find any systematic model bias. More importantly, the nature of these relationships in models bears no relationship to simulated sensitivity. That is, the metric developed by LC09 is entirely ineffective as a proxy for simulated sensitivity.

  • LC09 have compared observations to models prescribed with incomplete forcings

    The AMIP configuration in the model simulations used by LC09 have incomplete forcings. The AMIP protocol started off a test only of how an atmospheric model reacts to changes in ocean temperatures, and so models often only use the ocean temperature change when doing these kinds of experiments. However, over the period of this comparison, many elements – greenhouse gases, aerosols, the sun and specifically, volcanoes changed the radiative fluxes, and this needs to be taken into account. Some models did this in these experiments, but not all of them.

    For instance, the dominant source of variability in the reflected solar flux arises from aerosols associated with the eruption of Mount Pinatubo in June of 1991 yet all but 2 model simulations examined by LC09 omit such forcings entirely. Other radiative species are absent from the models altogether. It is thus obviously inappropriate to expect such model simulations to replicate observed variability in TOA fluxes.

  • LC09 incorrectly compute the climate sensitivity

    By not allowing for the black body radiation (the Planck function) in their feedback parameter, LC09 underestimate climate sensitivity. Using the correct equations, LC09 should obtain a feedback parameter and climate sensitivity of -0.125 and 0.82 K, respectively, rather than their values of -1.1 and 0.5 K.  In contrast, TFOW results yield a positive feedback parameter and greater sensitivity estimate, though we also caution that this approach is not a valid technique for estimating sensitivity, as a closed and therefore global domain is essential (though not by itself sufficient). Lastly, LC09 fail to account for variability in forcings in estimating sensitivity.

  • Sjá nánar á RealClimate, http://www.realclimate.org/index.php/archives/2010/01/lindzen-and-choi-unraveled/

    Einnig er hægt að lesa grein á DotEarth um sama mál, A Rebuttal to a Cool Climate Paper  

    En þú vilt væntanlega ekki hlusta á greiningu vísindamanna sem að þínu mati stunda trúarbrögð...

    PS. Gleymdi að nefna það í morgun, að mér finnst það frekar aumt að vísa í 680 bls. bók án þess að geta þess hvar í bókinni upplýsingar sem hafa þýðingu fyrir umræðuna er.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.2.2010 kl. 19:23

49 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Þakka fyrir góð komment. Hefði viljað svara meiru hér, en það tekur tíma að lesa allt sem verið er að benda á.

Við eigum líklega margt eftir að læra (amk ég) um svo flókið fyrirbæri eins og lofthjúpurinn er. Ég held að þegar einhver er farinn að segja að hann þykist vita allt, og kominn að endanlegri niðurstöðu þá hafi hann líklega rangt fyrir sér. Ég held að það sé góður eiginleiki að geta breytt um skoðun (örlítið amk) þegar t.d. einhver ný sannfærandi gögn koma í ljós. En í þessum málum eins og annað er "common sense" gott að nota, þótt við séum að tala um fĺóknar skýrslur.

Karl Jóhann Guðnason, 1.3.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband