24.6.2011 | 15:36
Vindar stór ástæða minnkandi haffís á Norður heimskautinu
Langaði að benda á nýlega rannsókn sem gerð var og vakti athygli mína. Hún er gerð af norskum vísindamönnum og er niðurstaðan sú að staðbundnir vindar er stærsta orsök minnkandi hafís, þegar bráðnun er ekki talin með.
Með öðrum orðum stór orsök minnkandi hafís á norðurheimskautinu er aukið ísrek af völdum vinda en ekki hnattræn hlýnun. Og svo spyrja sig hver er orsökin fyrir því.
"Abstract. Arctic sea ice area decrease has been visible for two decades, and continues at a steady rate. Apart from melting, the southward drift through Fram Strait is the main loss. We present high resolution sea ice drift across 79° N from 2004 to 2010. The ice drift is based on radar satellite data and correspond well with variability in local geostrophic wind. The underlying current contributes with a constant southward speed close to 5 cm s−1, and drives about 33 % of the ice export. We use geostrophic winds derived from reanalysis data to calculate the Fram Strait ice area export back to 1957, finding that the sea ice area export recently is about 25 % larger than during the 1960's. The increase in ice export occurred mostly during winter and is directly connected to higher southward ice drift velocities, due to stronger geostrophic winds. The increase in ice drift is large enough to counteract a decrease in ice concentration of the exported sea ice. Using storm tracking we link changes in geostrophic winds to more intense Nordic Sea low pressure systems. Annual sea ice export likely has a significant influence on the summer sea ice variability and we find low values in the 60's, the late 80's and 90's, and particularly high values during 20052008. The study highlight the possible role of variability in ice export as an explanatory factor for understanding the dramatic loss of Arctic sea ice the last decades."Víða erfitt í sveitum vegna kulda og kals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Karl- langt síðan maður hefur heyrt í þér.
Þú segir" niðurstaðan sú að staðbundnir vindar er stærsta orsök minnkandi hafís, þegar bráðnun er ekki talin með"
Ég er ekki búinn að lesa greinina og spyr því þig sem hefur lesið hana:
Höskuldur Búi Jónsson, 24.6.2011 kl. 17:41
Öll greinin sem pdf er hér: http://www.the-cryosphere-discuss.net/5/1311/2011/tcd-5-1311-2011.pdf
Ágúst H Bjarnason, 24.6.2011 kl. 18:55
Þetta er nú merkileg túlkun hjá þér Karl Jóhann. Það kemur nú fram í annarri setningunni að fyrir utan bráðnun (Apart from melting), þá séu vindar einn af þáttunum sem geta útskýrt minnkandi útbreiðslu hafíss. En það er ekki hægt að túlka það sem svo að minnkandi hafís sé ekki vegna hnattrænnar hlýnunar...það er óskhyggja hjá þér Karl Jóhann og er bein rangtúlkun á greininni. Þarna stendur einnig að áhrif vinds geti hugsanlega verið verið hluti af útskýringu á dramatískri minnkun hafíss á Norðurslóðum (The study highlight the possible role of variability in ice export as an explanatory factor) Þín túlkun á þessari rannsókn er því fjarstæðukennd rangtúlkun, Karl Jóhann.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.6.2011 kl. 19:26
Höski, já allt of langt síðan :) Maður hefur bara verið með hugann við annað síðustu mánuði eins og gengur.
Ég hef ekki lesið greinina, hef bara lesið abstraktið. Þar segir að flutningur hafíss hafi verið um 25% meiri síðustu ár en 1960 - 70. Einnig er sagt að þetta sé af völdum aukinna vinda. Og hvað er orsök aukinna vinda. Gæti verið að það sé tengt hlýnun jarðar, en þetta hlýtur að vera flókið samspil margra þætta. Hvað er orsök og hvað er afleiðing? En athyglisvert er að bráðnunin á sjálfu heimskautinu sé líklega ekki eins mikil, samkvæmt rannsókninni.
Svatli: Ég tel mig ekki hafa rangtúlkað þetta. Ég skil þetta sem að vísindamennirnir séu að skoða þessa mögulegu útskýringu á minnkun hafís síðustu ára.
Karl Jóhann Guðnason, 24.6.2011 kl. 21:52
Karl Jóhann, það er ekkert í "abstraktinu" sem styður eftirfarandi fullyrðingu þína: "stór orsök minnkandi hafís á norðurheimskautinu er aukið ísrek af völdum vinda en ekki hnattræn hlýnun" - þ.a.l. hefur þú rangtúlkað það litla sem þú hefur lesið af þessari grein - s.s. abstraktið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.6.2011 kl. 00:14
Við skulum sjá til hvort eitthvað verður úr þessari grein - hún er víst enn í ritrýningu ef ég skil þetta rétt - þangað til held ég að það sé villa að lesa mikið út úr henni.
Höskuldur Búi Jónsson, 25.6.2011 kl. 10:31
Takk fyrir ábendingu þína Karl Jóhann varðandi þessa nýju rannsókn.
Kannski má minnast á eldri umfjallanir um hliðstætt mál:
Nasa í okt. 2007:
NASA Examines Arctic Sea Ice Changes Leading to Record Low in 2007
http://www.nasa.gov/vision/earth/lookingatearth/quikscat-20071001.html
"...Nghiem said the rapid decline in winter perennial ice the past two years was caused by unusual winds. "Unusual atmospheric conditions set up wind patterns that compressed the sea ice, loaded it into the Transpolar Drift Stream and then sped its flow out of the Arctic," he said. When that sea ice reached lower latitudes, it rapidly melted in the warmer waters"
-
Frétt í The Guardian í mars 2010 með tilvísun í japanska rannsókn:
Wind contributing to Arctic sea ice loss, study finds
http://www.guardian.co.uk/environment/2010/mar/22/wind-sea-ice-loss-arctic
"...
Much of the record breaking loss of ice in the Arctic ocean in recent years is down to the region's swirling winds and is not a direct result of global warming, a new study reveals.
Ice blown out of the region by Arctic winds can explain around one-third of the steep downward trend in sea ice extent in the region since 1979, the scientists say".
Ágúst H Bjarnason, 25.6.2011 kl. 11:13
Svatli, kannski er hnattræn hlýnun orsök þessara aukna vinda, kannski ekki. Þessi rannsókn er að skoða þann möguleika. Þannig skil ég það. Það á sjálfsagt eitthvað nýtt að koma í ljós. Ég hef bara ekki heyrt þetta áður að það hafi verið auknir vindar, um 25 % síðustu ár. Það finnst mér athyglisvert.
Höskuldur: Skil þig, spennandi að sjá hvort verður af birtingu á greininni. Veit einhver þá hvernig hægt er að sjá hvort greinin muni birtast og hvar?
Ágúst: Takk fyrir þessar upplýsingar. Gott að skoða fleiri greinar og ekki bara byggja sína skoðun á einni.
Karl Jóhann Guðnason, 25.6.2011 kl. 15:33
Ágúst, ég efast ekki um að vindar hafi haft áhrif á útbreiðsluna almennt, t.d. árið 2007, þegar minnsta útbreiðslan var. Það er svo sem ekkert nýtt í því, en það er þó full langt gengið að fullyrða um að hitastig í heiminum hafi ekki áhrif af því að vindur hafi áhrif líka. Þannig að fullyrðing Karls varðandi að minnkandi útbreiðsla hafíss sé ekki vegna hnattrænnar hlýnunar stenst ekki skoðun, þó svo aðrir þættir hafi líka áhrif (sérstaklega "record breaking" ár og vindafar þau ár, eins og þú vísar í Ágúst).
Karl Jóhann; Þetta "abstrakt" segir ekkert til um að vindar hafi aukist um 25% síðustu ár...held að þú ættir að lesa "abstraktið" aftur með aðeins meiri athygli í þetta skiptið...eða kannski er þetta bara klaufalega orðað hjá þér... En það væri þó fróðlegt að vita nánar um hvað gæti hafa valdið auknum vindum (hversu mörg prósent sem það nú er) á síðustu árum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.6.2011 kl. 20:28
Réttara sagt er að það hafi verið 25% aukning í útflutningi af hafíss gegnum Fram sundið vegna aukinna vinda ( ekki sagt hversu mikil aukning, líklega hægt að mæla það líka). Ég taldi mig ekki fullyrða að minnkandi hafíss sé ekki vegna hnattrænnar hlýnunar, bara það að bein áhrif vinda eru líklega meiri en talin hafa verið. Orsök aukinna vinda gæti verið hlýnun jarðar, eða eitthvað annað, kannski náttúrulegar sveiflur milli ára. Vonandi verður haldið áfram að rannsaka þetta.
Karl Jóhann Guðnason, 25.6.2011 kl. 22:55
Hér er góð hreyfimynd hjá National Snow and Ice Data Center (NSIDC) sem sýnir hreyfingar hafíssins frá árinu 1982 til 2007.
Hvað er það sem veldur þessum hreyfingum? Vindur?
http://nsidc.org/news/press/2007_seaiceminimum/images/20070822_oldice.gif
Ágúst H Bjarnason, 26.6.2011 kl. 05:54
Af vefsíðu NASA 2008:
http://www.nasa.gov/topics/earth/features/arctic_storm.html
NASA Study Finds Rising Arctic Storm Activity Sways Sea Ice, Climate
"A new NASA study shows that the rising frequency and intensity of arctic storms over the last half century, attributed to progressively warmer waters, directly provoked acceleration of the rate of arctic sea ice drift, long considered by scientists as a bellwether of climate change..."
-
Meira hér á svipuðum nótum:
http://www.nasa.gov/vision/earth/lookingatearth/ipy-20071113.html
"PASADENA, Calif. – A team of NASA and university scientists has detected an ongoing reversal in Arctic Ocean circulation triggered by atmospheric circulation changes that vary on decade-long time scales. The results suggest not all the large changes seen in Arctic climate in recent years are a result of long-term trends associated with global warming..."
...
"Our study confirms many changes seen in upper Arctic Ocean circulation in the 1990s were mostly decadal in nature, rather than trends caused by global warming," said Morison.
-
Áhrif vinda virðast vera allnokkur samkvæmt þessu, ásamt aukinni bráðnun vegna hlýnunar undanfarinna aratuga sem að einhverju leyti gæti auðvitað verið af völdum lifnaðarhátta manna auk náttúrulegra sveiflna.
Ágúst H Bjarnason, 26.6.2011 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.