Athyglisverð veðurfræðiráðstefna í Chicago 16.-18. maí

antarctic%20Iceberg-jj-001Eftir nokkra daga byrjar ráðstefna í Chicago um veðurfarsbreytingar og tengd efni. Það sem er óvenjulegt við þessa ráðstefnu að hér kemur fram sjónarhorn sem ekki heyrist oft í fjölmiðlum: að líklega er meginorsök veðurfarsbreytinga ekki vegna mengunar af mannavöldum heldur eru það aðrir þættir, þá aðallega áhrif frá sólinni. Einnig er margt sem bendir til að hnattræn hlýnun er líklega að mestu jákvæð, annað sjónarhorn sem heyrist ekki oft.

Á ráðstefnunni munu yfir 70 vísindamenn hafa erindi og segja frá sínum nýjustu rannsóknarniðurstöðum auk þess að yfir 700 manns munu mæta, m.a. blaðamenn og pólitískir ráðamenn. Ráðstefnan er studd af Heartland Institute og þema ráðstefnunar núna er "Reconsidering the Science and Economics".  Þetta er í fjórða skipti sem þannig ráðstefna og má lesa meira um hana hér

Hér er lýsing á tilgangi þessarar ráðstefnu:

The theme for ICCC-4 will be “Reconsidering the Science and Economics.” New scientific discoveries are casting doubt on how much of the warming of the twentieth century was natural and how much was man-made, and governments around the world are beginning to confront the astronomical cost of reducing emissions. Economists, meanwhile, are calculating that the cost of slowing or stopping global warming exceeds the social benefits.

The purpose of ICCC-4 is the same as it was for the first three events: to build momentum and public awareness of the global warming “realism” movement, a network of scientists, economists, policymakers, and concerned citizens who believe sound science and economics, rather than exaggeration and hype, ought to determine what actions, if any, are taken to address the problem of climate change.

Heartland stofnunin hefur reyndar verið gagnrýnd fyrir ýmislegt, m.a. að fá sérstakan stuðning frá olíufyrirtækjum, en það breytir ekki því að markmiðið er göfugt að mínu mati. Hvað skaðar að reyna nota alvöru vísindi til að taka ákvarðanir?  Hversu mikilvægt er að komast næst sannleikanum varðandi hnattræna hlýnun? Mjög mikilvægt er held ég að komast að hinu sönnu um loftlagsbreytingar og skoða svo heiðarlega hvað þessar niðurstöður segja.  Það er nákvæmlega það sem er markmið þessarar ráðstefnu.

Nú er ég sjálfur staddur nálægt Chicago, og er hér að hluta til þess að kíkja á þessa ráðstefnu og að hluta til heimsækja nokkra vini. Ég fæ að mæta þangað ókeypis (vegna bloggsins hér, þeir vilja væntanlega breiða út boðskapinn). Hef einungis þurft að borga flugið og gistingu. Mér finnst þetta allt áhugavert og hlakka til að heyra eitthvað af þessum fyrirlestrum sem haldnir verða. Ég mun svo segja eitthvað um ráðstefnuna hér á blogginu seinna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Karl Jóhann. Það er ánægjulegt að heyra að þú verðir á rástefnunni. Leyfðu okkur að fylgjast með.

Ágúst H Bjarnason, 14.5.2010 kl. 23:25

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Dagskrá ráðstefnunnar The fourth International Conference on Climate Change, Reconsidering the Science and Economics er að finna sem pdf skjal hér.


Það vekur athygli hve margir fyrirlesaranna eru með æðstu prófgráðu og koma m.a. frá háskólum víða um veröld. 

Í dagskránni er einnig kynning á þeim sem flytja erindi, svo listi yfir styrktaraðila.

Hægt verður að horfa á þátt um ráðstefnuna netinu hjá PJTV hér.  Sjá einnig hér.

Þetta verður vafalítið mjög áhugavert...

Ágúst H Bjarnason, 15.5.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Svatli skrifaði eftirfarandi kl 15.5.2010 kl. 15.23

En hafðu það gott í Chicago og mundu nú að spyrja gagnrýnna spurninga, eins og hvers vegna gögn þeirra eru að miklu leiti sérvalinn (e. cherry picked), hvers vegna lítið er um að "vísindamenn" þeir sem taka þátt í ráðstefnunni stundi rannsóknir um loftslagsmál og gefi út ritrýnt efni um þau mál (það er langt frá því að það séu margir starfandi loftslagsvísindamenn þarna til staðar og flestir hafa jafnvel aldrei verið það) eða þá hvers vegna það er mikið ósamræmi á milli nálgunar þeirra á vísindunum, sem dæmi að sumir telja að Jörðin sé að kólna, á meðan aðrir segja að hún sé að hlýna vegna geimgeisla eða annarra orsaka og svo mætti lengi telja upp gagnrýnar spurningar sem þú gætir haft í farteskinu.

Að lokum má nefna að þú gætir líka spurt þá hvers vegna Vísindaráð Bandaríkjanna (National Academy of Science – NAS) þótti tilefni til að senda frá sér yfirlýsingu, sem inniheldur m.a. eftirfarandi punkta:

  1. Jörðin er að hlýna vegna aukins styrk gróðurhúsalofttegunda i andrúmsloftinu. Snjór um hávetur í Washington breytir ekki þeirri staðreynd
  2. Megin hluti aukningarinnar í styrk þessara lofttegunda síðastliðna öld er vegna athafna manna, sérstaklega vegna bruna á jarðefnaeldsneyti og skógarhöggs
  3. Nátturlegir þættir skipta alltaf máli við loftslagsbreytingar Jarðarinnar, en nú yfirgnæfir loftslagsbreyting af mannavöldum þá þætti
  4. Hlýnun Jarðarinnar mun valda breytingum í ýmsum öðrum loftslagskerfum á hraða sem á sér ekki hliðstæðu í nútímanum, þar á meðal aukinn hraði sjávarstöðuhækkana og breytingar í vatnshringrásinni. Aukinn styrkur CO2 í andrúmsloftinu er að auki að auka sýrustig úthafana.
  5. Samspil þessara flóknu loftslagsbreytinga ógna strandsamfélögum og borgum, fæðuöryggi og vatnsforða, vistkerfum sjávar og ferskvatna, skóga, háfjallavistkerfa og ýmsu öðru.
PS. Spurðu líka nánar út í fjárstuðning aðilanna þarna, það gæti verið fróðlegt að fá smá pistil um það eftir ráðstefnuna.

Karl Jóhann Guðnason, 15.5.2010 kl. 21:04

4 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hér er lýsing á Heartland stofnunarinnar, sem er fjárstuðningsaðili ráðstefnunnar:

"The Heartland Institute is a national nonprofit research and education organization, tax exempt under Section 501(c)3 of the Internal Revenue Code, and founded in Chicago in 1984. It is not affiliated with any political party, business, or foundation."

Og hér er meira (formáli dagskrárinnar):

"Seventy-three distinguished scientists, economists, and policy experts from 23 countries are with us today to present their findings on these important matters. This event is sponsored by The Heartland institute and cosponsored by 64 nonprofit think tanks and advocacy groups from 17 countries. I extend our heart-felt appreciation to everyone who worked with us to make this conference a success."

 Það er semsagt ekki bara fólk úr Bandaríkjunum sem mæta, sérfræðingar allstaðar úr heiminum koma þarna saman.

Karl Jóhann Guðnason, 15.5.2010 kl. 21:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér finnst sérstaklega áhugavert að einhverjir fleiri en ég virðast gera sér grein fyrir því að dálítil endurhlýnun (ekki hlýnun, heldur endurhlýnun) hlýtur að verða öllum fyrir bestu, dýrum, jurtum, mönnum fuglum og fiskum. Ég hef aldrei skilið þetta tal um að hlýjan, vinur alls sem lifir, sé vond, en sem fyrr sagði virðast þarna vera komnir menn sem hafa höfuðið rétt skrúfað á, ólíkt IPCC- liðinu. Gangi þér vel.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.5.2010 kl. 23:42

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Svatli. Þú komst með nokkuð langann (en ekki heimild) lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið stuðning frá olíufyrirtækjum sem einnig styðja Heartland. Mér finnst óþarfi að eyða plássi hér í að sýna hann. Á wikipediu er hægt að lesa eitthvað um þetta fyrir þá sem hafa áhuga. Heartland er studd að einhverju leyti af olíufyrirtækjum það er ljóst. En hvað með IPCC? Hvernig eru þau samtök studd? Aðalatriðið er hér að skoða alvöru vísindi og komast að sem réttastri niðurstöðu.

Karl Jóhann Guðnason, 16.5.2010 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband