Grænlandsjökull - ekki miklar breytingar á skriðjöklum til lengri tíma litið!

Ein af alvarlegu afleiðingum hlýnunar jarðar er bráðnun jökla, þar á meðal Grænlandsjökull. Grænlandsjökull inniheldur um 9,9% af öllum ís á yfirborði jarðar og bráðnun hans, að hluta til eða í heild, myndi hafa mikil neikvæð áhrif um allann heim. Yfirborð sjávar myndi hækka allt að 6 metra.

En ákveðnar staðreyndir benda til þess að þar sé ekki mikil eða óvenjuleg bráðnun í gangi.

Í bókinni Climate of Extremes eftir P. Michaels og R. Balling Jr. er farið í mörg athyglisverð atriði varðandi Grænlandsjökul en hér ætla ég að skoða eitt þeirra. 

Árið 2005 kom frétt í BBC um að tveir stærstu skriðjöklar Grænlands, Kangerdlugssuaq og Helheim, voru að bráðna hratt og hörfa, og voru á hraðri ferð út í sjó. Samanlagt fer um 8 % af öllum ís Grænlands út í sjó um þessa skriðjökla. Menn sögðu þá að spár um hraða sjávarhækkunar og tímasetningu hennar væru vanmetnar. En bara 18 mánuði eftir þessa frétt frá BBC byrjuðu þessir jöklar að hægja á sér og jafnvel að skríða fram. Ian Howat og félagar sögðu vorið 2007 að jöklarnir hefðu nær hætt að þynnast sumarið 2006 og Kangerdlugssuaq jökullinn hefði jafnvel orðið þykkari.

En skoðum nánar Helheim skriðjökulinn. Hér má lesa um hann á wikipedia. Þar er mynd og hún sýnd hér fyrir neðan.Retreat_of_the_Helheim_Glacier%2C_GreenlandJökullinn hörfaði á árunum 2001-2005 um 7,2 km en litlar breytingar höfðu verið á honum frá 6. áratug síðustu aldar. En það sem gerðist eftir árið 2005 er merkilegt og ekki minnst á það í wikipediagreininni. Frá ágúst 2005 til ágúst 2006 skreið jökullinn fram um helming alls þess sem jökullinn hafði hopað á árunum 2001-2005.

Í Climate of Extremes er eftirfarandi skýringarmynd og sýnir nokkrar staðsetningar jökulsporðs Helheimsjökulsins á tímabilinu 1933-2006. 

 

Myndin sjálf er Landsat frá 30. ágúst 2006 ( rauð lína). Hér sést að þegar myndin var tekin þá hafði jökullinn skriðið fram frá því í ágúst 2005 (svört lína til vinstri), semsagt hálfa leið að staðsetningu jökulsporðs ársins 2001 (rauð lína lengst til hægri).

Einnig er sýnd blá lína sem sýnir staðsetninguna árið 1933, sem segir það að árið 1933 var líklega meiri bráðnun en t.d. árið 2001. Og þar af leiðandi hlýrra (sem passar við þróun hitastigs í Angmagssalik á síðustu öld en stöðin er staðsett rétt hjá). Einnig má sjá að jökulsporðurinn var nánast á sama stað árið 1933 og árið 2006 ( sem var eftir hina miklu hörfun árin 2001-2005).

Niðurstaða mín: Góður mælikvarði hvort jökull sé að stækka eða minnka er hvort skriðjöklar hans séu að skríða fram eða hopa (er það ekki annars?). Þegar Helheimjökullinn er skoðaður eru miklar breytingar milli einstakra ára. Þegar lengra tímabil er skoðað virðist ekki vera miklar breytingar á jöklinum og ekki óvenjuleg bráðnun.

Ef það er svo mikil hlýnun í hafinu umhverfis Grænland, hvers vegna eru þá skriðjöklar ekki að hopa?

 

 


mbl.is Bráðnun íss veldur meiri hlýnun en hingað til hefur verið talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Benda má á óvenjulega hegðun hafíssins að undanförnu.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá á rauðu línunni sem trónar efst, að hafísinn er orðinn meiri en árin 2007, 2008 og 2009, og ekki nóg með það, heldur meiri en meðaltal áranna 1979 til 2006.

Ekki er ólíklegt að á undanförnum árum hafi verið um tímabundna hlýnun að ræða sem gengin er til baka.

Ferillinn er frá 27. apríl s.l.

  http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/ssmi1_ice_area27april2010-500w.jpg

Heimild: http://arctic-roos.org


 

Ágúst H Bjarnason, 29.4.2010 kl. 05:37

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þessi pistill og aths. Ágústar ef faglega trúverðugt og virkar eins og þessar staðreyndi eru.

Sjávarhiti fyrir Norðurlandi er  ekki hár í dag - eins og sjá má hér....  0,4°C á Melrakkasléttu og 0,7°C á Fonti á Langanesi

Kristinn Pétursson, 29.4.2010 kl. 07:13

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Með því að skoða færslur hér: Loftslag.is Grænland þá má sjá að það eru fjölmargar rannsóknir til um það að Grænlandsjökull sé að bráðna. Sterkustu niðurstöðurnar eru fengnar úr gervihnöttum sem sýna mikla massabreytingu.

Ef þið skoðið tengilinn hér fyrir ofan, þá má sjá færslur þar sem skrifað er um nýlegar rannsóknir og niðurstaðan er skýr - Grænlandsjökull er í heild að missa töluverðan massa.

Svo ég svari spurningunni:

"Góður mælikvarði hvort jökull sé að stækka eða minnka er hvort skriðjöklar hans séu að skríða fram eða hopa (er það ekki annars?)."  

Ég hugsa að jöklafræðingar taki ekki alveg undir þessa einföldun hjá þér - jöklar eru misjafnir, sumir eru framhlaupsjöklar og með sveiflukennda hegðun (ég þekki þennan jökul ekki nægilega til að dæma um það).

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 08:40

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst:

Þetta lítur allt saman mjög vel út ef maður skoðar útbreiðsluna, en því miður þá er víst um að ræða þunnan ís - sem að öllum líkindum mun ekki lifa af sumarið, nema að litlu leiti (fer eftir hvernig sumarið verður).

Ef skoðuð er þróunin í rúmmáli hafíss, þá er útlitið ekki eins gott (sjá Er hafís Norðurskautsins að jafna sig):

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 08:41

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

P.S. varðandi Grænlandsjökul, þá er ljóst að bráðnun Grænlandsjökuls hætti ekki árið 2005 eins og gefið er í skin í þessari færslu, sjá massabreytingar fram til 2009:

Massabreytingar í Grænlandsjökli (Velicogna 2009)

Úr grein Velicogna sem birtist í Geophysical Research Letters í fyrra - Increasing rates of ice mass loss from the Greenland and Antarctic ice sheets revealed by GRACE

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 09:03

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Ágúst. Er sammála því að um tímabundna hlýnun hafi verið og er að ganga tilbaka núna, samkvæmt útbreiðslu hafíssins.

Kristinn. Hvernig er annars þróunin í hitastigs jávar verið síðustu ár fyrir norðan land?

Staðreyndir um framskrið jökla virðist fá minni athygli en framskrið þeirra. Það kannski segir margt að ekki var mikið á wikipedia sem sagði til um framskrið Helheimjökulsins frá árinu 2005-2006. Einnig hefði ég viljað finna gervitunglamynd af jöklinum frá árinu 2006, en fann ekki góða mynd á netinu eftir mikla leit.  Varð því að nota myndina úr bókinni Climate of Extremes.  Hinsvegar er myndin sem sýnd er á wikipedia af hopinu allstaðar á netinu.

 Höski.   Hef eitthvað skoðað greinarnar sem þú bendir á en er ekki alveg sannfærður um bráðnun Grænlandsjökuls ... en skal skoða þetta aðeins betur.

Karl Jóhann Guðnason, 29.4.2010 kl. 09:33

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Karl Jóhann: Ertu að segja að þú hafir ekki trú á því að mælingar gervihnatta á massatapi Grænlandsjökuls standist, er það það sem þú meinar? Þú mátt alveg svara þessu þegar þú hefur skoðað greinarnar af Loftslag.is Grænland sem Höski benti á.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 10:32

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei, þetta er ekki - ekki hægt að draga eina stóra ályktun af Helheim dæminu að ofan.

Þarna þarf að líta til margs og margs.  Að þarna sko nær hann út sjó, skilst mér, stóran fjörð, og skríður alltaf eitthvað fram árlega.

Svo gerist það á árabili sem nefnt  að hann fer að bráðna miklu meira í firðinum en áður þekkist og brotna alveg upp til lands.

Þetta náttúruega hlýtur þýða að jökullinn getur skriðið hraðar fram (vantar fyrirstöðuna) , því við erum að tala um enga smáskepnu þarna.

Það að hann hafi skriðið fram þarna og stoppað eitthvað - engar stórar ályktanir hægt að draga af því einu og sér.  Td við að skríða svona fram - hlýtur hann í heildina að hafa þynnst - og það er ekki af því að það bættist svo mikill snjór ofaná hann, heldur að hann skreið mikklu hraðar fram í sjó - vegna meiri bráðnunar í firðinum  (í stuttu máli.  Annars er þetta flókið og margar hliðar)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2010 kl. 12:09

9 identicon

Eitt sem getur gerst er að þegar íshettan bráðnar að þá breytist hún í sjó, og af sjó er miklu meiri uppgufun heldur en ís.

Það sama gildir ef sjórinn hitnar, uppgufun eykst (í veldisvís).

Því mætti búast við því að úrkoma á norðurhveli aukist eftir því sem það hlýnar, sem opnar fyrir möguleikann á tímabundinni stækkun jökla sem afleiðu af hnattrænni hlýnun.

Það fer allt eftir því hvort rakinn komi niður sem snjór eða sem vatn. Munurinn þar á er mjög mikill.

Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:23

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alveg rétt sem Hermann bendir á. Það er nefnilega úrkoma, ekki hitastig sem mestu ræður um stærð jökla. Því eru stærstu jöklar Íslands þar sem meðalhiti er hæstur. Úrkoman er nefnilega mest þar líka. Gjarnan eru sýnar myndir af bráðnun að sumarlagi, en það gleymist að á veturna hleðst upp snjór og nýr jökull myndast. Með hækkandi hitastigi eykst úrkoma, sem skilar sér sem snjókoma í nágrenni heimskautanna. Bent hefur verið á, að hábunga Grænlands hefur verið að hækka, þrátt fyrir dálitla bráðnum við sjávarmál og hækkun snælinu. En eins og Ágúst segir virðist hérna um dálitla tímabundna sveiflu að ræða, sem nú er að ganga til baka.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.4.2010 kl. 20:22

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sé að góðvinur okkar Antony Watts hefur skrifað pistil um hafísinn rétt áðan.

Slóðin er http://wattsupwiththat.com/2010/04/29/another-arctic-sea-ice-milestone/

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni út árið.  Ég vona bara að blessuð kolsýran sýni mátt sinn og megin svo ekki kólni verulega...

Ágúst H Bjarnason, 29.4.2010 kl. 20:42

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þrátt fyrir þessar vangaveltur ykkar félaganna um hlýnun sem samkvæmt ykkar rökfærslu hefur gengið til baka og um snjókomu á jökulinn við meiri hlýnun og þá "miklu frétt" að hafísinn hafi rétt náð upp í meðalútbreiðslu síðustu ára, þá er massatap Grænlandsjökuls staðreynd og rúmmál hafíss er minna en áður. Fyrir utan svo þá staðreynd að hitastig síðustu 12 mánaða tímabil er það hlýjasta síðan mælingar hófust samkvæmt NASA.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 21:15

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eruði að segja að hlýnun jarðar af mannavöldum - stækki jöklana ?!

Ja, eg skal segja ykkur það að Það er margt í mörgu.

Með br´'nun Grænlandsjökuls og minnkadi assa - þá hafa sumir komið með þá kenningu að hýnun sjávar sé mikilvægur faktor.

Þ.e.a.s. í stutt máli, þá eru djúpir firðir víða innundir ísnum og vilja sumir rekja td. minnkun Jakobshavn Isbræ fyrst og fremst til sjávarhlýnunar (og líka Helheim)

Annars varðandi Ísbreiðuna á grænlandi þá er, eftir því sem mér skilst,  landfesta undir ísnum víða inn til landsins bara um sjávarmál.

Svo að ef td. allur ísinn færi, liti Grænland út eins og skip eða risa stór örk.  (Er samt ekki alveg viss um að eg kaupi þetta) 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2010 kl. 22:15

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hermann og Vilhjálmur: vitið þið ekki að vatnsgufa er miklvirkasta gróðurhúsalofttegundin - því gleymið þið einu þegar þið fabúlerið um aukna úrkomu, að á sama tíma hlýnar enn meir vegna meiri vatnsgufu.

Einnig Vilhjálmur, massi Grænlands hefur verið að minnka - sem að strikar út meginmál athugasemdar þinnar. 

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 22:19

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli skrifar: "...þá "miklu frétt" að hafísinn hafi rétt náð upp í meðalútbreiðslu síðustu ára, ..."

"Meðalútbreiðslu síðustu ára" er meðaltal fyrir árin 1979 til 2006.

Gervihnattamælingar eru ekki til eldri en frá 1979, svo þetta er alllangt tímabil, finnst mér. Eiginlega allt tímabilið sem sæmilega góðar mælingar eru til fyrir. Gæti því ekki verið lengra nema að 2007-2009 væri bætt við, en við það lækkaði meðaltalið og ferillinn núna væri enn hærra yfir meðaltalsferlinum.

Það er því engin furða að mönnum finnist þetta "mikil frétt".

Ágúst H Bjarnason, 29.4.2010 kl. 22:28

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; þegar þú ræðir um meðalútbreiðslu, sem er að ná meðaltali 1979 - 2006, sem er alveg hárrét hjá þér, þá hættir þér til að gleyma aðalfréttinni, sem er að rúmmálið hefur ekki verið minna á þessum tíma frá því mælingar hófust...rúmmálið í þessu sambandi er mjög mikilvæg mælieining.

Það er því mun stærri frétt, en að hafísútbreiðslan sé að verða nærri meðaltali yfir styttri tíma. En það verður fróðlegt að fylgjast með útbreiðslu og rúmmálsmælingum á hafís á næstunni og fylgjast þannig með þróuninni. Ef rúmmálið byrjar að aukast svo einhverju nemi þá væri það mikil frétt, ætli vinur þinn Anthony Watts myndi ekki byrja að skoða rúmmálsmælingar af miklum áhuga ef það gerðist...

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 22:39

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi aukna úrkomu (snjókomu) á jökla við hækkandi hitastig. Sjá til dæmis hér: http://www.agu.org/pubs/crossref/2008/2007GL032529.shtml

Svo þetta: “Current global model studies project that the Antarctic ice sheet will remain too cold for widespread surface melting and is expected to gain in mass due to increased snowfall. (Úr IPCC skýrslu 2007)

Ágúst H Bjarnason, 29.4.2010 kl. 22:40

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, en samt eru jöklar að þynnast og hopa við núverandi hitastig...og reyndar er Suðurskautið líka að missa massa, seinni myndin...sjá nánar á loftslag.is, Helstu sönnunargögn:

Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC).

Og svo Suðurskautið:

 Massabreytingar í jöklum Suðurskautsins (Velicogna 2009)

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 22:51

19 identicon

"Hermann og Vilhjálmur: vitið þið ekki að vatnsgufa er miklvirkasta gróðurhúsalofttegundin - því gleymið þið einu þegar þið fabúlerið um aukna úrkomu, að á sama tíma hlýnar enn meir vegna meiri vatnsgufu."

Jújú, ég er mjög meðvitaður um það. Ég taldi ég mig ekkert vera að fabúlera um úrkomuna.

Aukin úrkoma gæti einmitt valdið mikið aukinni bráðnun ef hitastigið hækkar líka, sem er líklegt að verði tilfellið, sérstaklega til lengri tíma. Þá ekki bara bráðnar jökullinn vegna hitastigs heldur kemur engin snjókoma og ofan á það kemur rigning. Þrjár fréttir sem alla þýða minnkun jökulsins. Ekki batnar nú ástandið þegar hæð jökulsins fer að lækka við bráðnunina, sem hækkar hitastigið aftur, sem eykur bráðnun, sem hækkar hitastig.

Að vísu myndi úrkoman einnig minnka við lækkunina en samt, slæmt mál.

Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:52

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það sem gróðurhúsamenn skilja aldrei nógu vel er, að hér er um hringrás að ræða það sem hvað togar í annað á margvíslegan hátt. Hækkandi hitastig getur nefnilega að vissu marki beinínis stækkað jökla, einkum þar sem er frost allan ársins hring svo sem á hábungu Grænlands og Suðurskautslandinu: Nýfallinn snjór nær þá aldrei að bráðna. En hækkandi hitastig hækkar líka snælínu og minnkar þannig jökla nær sjávarmáli. Þið talið um hækkun sjávarmáls. Á grafi sem nýlega var á síðu Ágústar var sýnt yfirborð sjávar síðustu tíu þúsund árin. Samkvæmt því var yfirborðið beinlínis lægra á bóreölskum tíma fyrir ca. sjö þúsund árum þó það sé alveg óumdeilt, að hiti var miklu hærri en nú og Ísland jöklalaust. Eina skýringin er, að meiri snjór hafi fallið á Grænland og Suðurskautsladið og hafi vegið upp á móti bráðnun smájökla á Íslandi og víðar. Samkvæmt þessu er ekkert að óttast, jafnvel þótt hiti hækki aftur um allt að fjögur fimm stig svo sem þá var. Vatnsgufa er vissulega gróðurhúsalofttegund, en náttúran leitar alltaf jafnvægis. Vegna þess að miklu meiri vatnsgufa var í gufuhvolfinu þegar hiti var hærri og meiri úrkoma, voru líka miklu meiri ský, sem aftur draga úr geislun sólar. En sem fyrr sagði náttúran er ofurflókin og þættirnir sem áhrif geta haft ótalmargir og margir þeirra alls ekki nógu vel þekktir.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.4.2010 kl. 22:53

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, mig langar að benda þér á fróðlega frétt um hversu mikið Grænlandsjökull er talinn hafa bráðnað fyrir 6000-9000 árum þegar hitastig á Grænlandi var u.þ.b. 2-3°C hærri en núna, þar má t.d. lesa eftirfarandi:

Höfundar greinarinnar rannsökuðu og efnagreindu ískjarna á sex mismunandi stöðum á Grænlandsjökli og komust að því að þetta hlýindatímabil hafði einnig áhrif á Grænlandsjökul - hitinn á Grænlandi var þá um 2-3°C hærri en nú - en þá missti hann um 150 m af þykkt sinni og hopaði um allt að 200 kílómetra við jaðrana.

Þannig að einhver áhrif er talið að sú hlýnun sem þá var hafi haft á Grænlandsjökul. Sjá nánar, Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum

PS. Reyndar er það alrangt hjá þér Vilhjálmur að hitastig á heimsvísu hafi verið 4-5°C hærra fyrir u.þ.b. 7000 árum en nú er, sjá:

 File:Holocene Temperature Variations.png

Nánar, http://en.wikipedia.org/wiki/Holocene_climatic_optimum

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 23:32

22 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hvar er grafið sem sýnir yfirborð sjávar á sama tíma? Samkvæmt því var yfirborð sjávar beinlínis lægra þegar hiti var miklu meiri.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.4.2010 kl. 23:35

23 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur: Ef þú lest það sem stendur hjá Sveini, þá svarar það spurningu þinni, þ.e. "hitinn á Grænlandi var þá um 2-3°C hærri en nú" - á Grænlandi.

Það er allt annað í gangi núna og háfjallajöklar á lægri breiddargráðum sem hafa ekki bráðnað eftir síðasta jökulskeið eru sumir hverjir á hverfandi hveli - auk þess sem hnattræni hitinn er hærri og þar með hitastig sjávar. Þessir þættir hafa haft langmest áhrif á sjávarstöðubreytingar hingað til - þó það geti breyst með aukinni bráðnun Grænlandsjökuls og jafnvel á Vestur Suðurskautinu.

Hermann: allt í góðu

Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2010 kl. 23:50

24 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þótt hiti væri kannski aðeins tveim þrem gráðum hærri á Grænlandsjökli var á þessum tíma allt að 9 stigum meiri hiti í Austur- Síberíu og hér á Íslandi varla minna en fjögurra stiga hærri hiti en nú. Jöklar í Himalaja, á Kilimanjaro og aðrir hitabeltisjöklar eru svo litlir að þeir geta nánast engin áhrif haf á sjávarmál. Til þess þarf Grænland, en þó fyrst og fremst Suðurskautslandið, en bæði voru á sínum stað á þessum tíma og sem fyrr sagði var sjávarmál engu hærra, heldur lægra, ef marka má grafið sem fengið er frá sömu heimildum og þetta hér að ofan. Annars tek ég skýrt fram, að ég vantreysti stórkostlega öllum tölum sem koma fram undir handarjaðri IPCC, NASA eða annarra, sem hafa tekið gróðurhúsatrú og sjá aðeins það sem þeir vilja sjá og það sem meira er, beinlínis „leiðrétta“ upplýsingar ef þær passa ekki inn í tölvulíkönin.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.4.2010 kl. 00:37

25 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvaða tölum treystirðu Vilhjálmur?

Höskuldur Búi Jónsson, 30.4.2010 kl. 08:32

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, Vilhjálmur, en hvaðan hefur þú þínar tölur um að hitastig í Austur-Síberíu hafi verið 9°C hærri en nú? Ef þú ert svona viss um að þínar heimildir séu réttar, þá væri fínt að vita hverjar þær eru,  þú hlýtur að vita hvaðan þetta kemur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 08:39

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Er það ekki alveg voðalegt þegar Náttúran er óþekk og vill ekki hlýða öllum þeim fjölda vísindamanna sem leggjast á eitt og spá mjög svo hýnandi veðurfari, hraðari hækkun sjávarborðs, mikilli bráðnun jökla, aukinni tíðni fellibylja, o.s.v. Mér finnst að blessuð Náttúran eigi að sýna þesum vísindmönnum smá skilning og hegða sér eins og þeir segja. Annað er eiginlega ótækt, því virðing og starfsheiður þessara manna er í húfi. Það ætti Náttúran að skilja.

Ágúst H Bjarnason, 30.4.2010 kl. 09:07

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, hitastig er að hækka, eins og vísindamenn hafa spáð, sjávarborð er að hækka eins og (aðeins meira en IPCC) hafa spáð, jöklar bráðna eins og spáð hefur verið fyrir um, hafís á Norðurslóðum fer minnkandi að rúmmáli, massi Grænlandjökuls og Suðurskautsjökulsins eru að minnka o.s.frv. Þetta er því einhver ímyndun hjá þér Ágúst. Sjá, Helstu sönnunargögn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 09:17

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eitt megið þið eiga félgar. Ykkur tekst svo sannarlega að halda uppi hitastiginu í bloggheimum. Fyrir það er ég ykkur ævinlega þakklátur.

Ágúst H Bjarnason, 30.4.2010 kl. 11:15

30 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst: Við viljum bara leiðrétta misskilningin hjá ykkur félögunum, það er mikill lærdómur falinn í því fyrir okkur

Sem minnir mig á það, hefurðu séð nýjustu færsluna á Loftslag.is, Miðaldabrellur, ráðlegg ykkur að lesa hana, þú gætir hugsanlega kannast við eitthvað þar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 11:28

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ágúst, varðandi snjókomuna þá vildu þeir augljóslega vera íhaldssamir í ákyktunum þarna og miðað við aukningu hitastigsins sem gefin er í modelum gæti það leitt til aukningu massans á Antartíku á ákv. tímabili.

Segja þó að  mikil óvissa sé um viðkoandi atriði og þurfi að rannsaka betur o.s.frv.  Seinni helmingur klausunnar hljóðar að vísu svona:  "... However, net loss of ice mass could occur if dynamical ice discharge dominates the ice sheet mass balance."

Síðari rannsóknir hafa sýnt að minkun er á massa Antartíkujökuls, eins og bent hefur verið á:

http://www.skepticalscience.com/Accelerating-ice-loss-from-Antarctica-and-Greenland.html

Með þetta svæði þá ber a hafa margt í huga.  Eru í rauninni 2 eða 3 jöklar (svæði) sem hlýta ekki endilega aveg sömu formúlum.  Vestur svæðið td allt öðruvísi vegna ástæðna er ekki skulu raktar hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 12:04

32 identicon

Hérna er alveg frábær leið til að fylgjast með hvernig hitastigið er yfir vatnajökli hverju sinni:

http://en.vedur.is/weather/forecasts/elements/southeast/#type=temp

Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 14:04

33 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hér eru margar og góðar athugasemdir og þakka fyrir það.  Hef ekki haft tíma til að skoða allt síðan á fimmtudaginn. 

Árið 2009 birtist grein í Nature Geoscience og bendir sú rannsókn til þess að framskrið margra jökla á Grænlandi á síðustu árum sé tímabundið. Hér er umfjöllun um þá grein.

Ómar Bjarki: Það að hann hafi skriðið fram þarna og stoppað eitthvað - engar stórar ályktanir hægt að draga af því einu og sér.  Td við að skríða svona fram - hlýtur hann í heildina að hafa þynnst - og það er ekki af því að það bættist svo mikill snjór ofaná hann, heldur að hann skreið mikklu hraðar fram í sjó - vegna meiri bráðnunar í firðinum  (í stuttu máli.  Annars er þetta flókið og margar hliðar)

Er sammála því að ekki er hægt að taka stórar ályktanir af þessu eina tilfelli þar sem Helheim jökullin hopaði á nokkrum árum og skreið svo fram aftur. Jöklar eru sífellt að hopa og skríða fram á víxl.  Þróun yfir lengra tímabil segir meira og þá sést samhengið hvort eitthvað óvenjulegt sé að gerast. 

Einnig er tekið annað dæmi um skriðjökul í Climate of Extremes þar sem er sýnd skriðjökull sem kallast Britannica Glacier.  Borinn er saman gervitunglamynd af honum frá 2008 hinsvegar og kort sem var gert í breskum leiðangri frá 1954, semsagt langt á undan tíma gervitunglamælinga. Á kortinu er skriðjökullinn greinilega styttri.   Og þessi skriðjökull, að mér sýnist á þessu korti skríður ekki út í sjó heldur út í stöðuvatn svo þetta er dæmi um jökul sem ekki skríður út í sjó. Reyndi að finna einhverjar fleiri upplýsingar um þennan skriðjökull annars staðar á netinu og fann ekkert fyrir utan heimildina í bókinni.

Karl Jóhann Guðnason, 2.5.2010 kl. 11:25

34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held að málið sé að það er ekki hægt að draga ályktanir um óvenjulega bráðnun jökla, út frá einstökum skriðjöklum, m.a. þar sem jöklar eru misjafnir, sumir eru framhlaupsjöklar og með sveiflukennda hegðun og segja okkur því ekki hið minnsta um bráðnun jökla almennt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 11:37

35 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hér er skýrslan frá Breska leiðangrinum frá 1952-54. (þarf að kaupa til að lesa). Gæti verið mjög fróðlegt að skoða þetta betur.

Karl Jóhann Guðnason, 2.5.2010 kl. 11:46

36 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ein síðbúin athugasemd fyrir Karl, þú sagðir fyrir rúmri viku síðan:

Ágúst. Er sammála því að um tímabundna hlýnun hafi verið og er að ganga tilbaka núna, samkvæmt útbreiðslu hafíssins.

Hvað er þá að gerast núna? Var hlýninin að ganga til baka tímabundið og er þá hlýnunin að byrja aftur núna - viku síðar?

Það skal tekið fram að ég er ekki hrifinn af því að benda á svona skammtímasveiflur til rökstuðnings - en efasemdamenn gera það og því ætti að vera í lagi að benda á þennan viðsnúning. 

Ég er enn á því að útbreiðslulínurit séu gagnleg við að skoða langtímaþróun hafíssins og þá sérstaklega í hvaða átt gögnin stefna miðað við fyrri áratugi (og þá sérstaklega varðandi stöðuna í lok sumars). Svona línurit sem sýna einhvern dagamun (eða vikumun) segja okkur ekki neitt hvað varðar ástand hafíssins. Ísinn er þunnur og viðkvæmur nú og því þarf lítið að gerast til að breyta útbreiðslunni.

Samt er áhugavert að skoða hvernig síðasti mánuður var miðað við sömu mánuði undanfarna þrjá áratugi. Þá kemur í ljós að svona einstakir mánuðir eru ekki óvenjulegir - en hafa lítil áhrif á langtímaleitnina:

Sambærileg tímabil þar sem hafísinn er að "jafna sig" í apríl má sjá milli áranna 1996-1998. En að halda því fram að samanburður ákveðinna mánaða milli örfárra ára segi eitthvað um langtímaleitni útbreiðslu er ekki beint vísindalegt.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.5.2010 kl. 11:13

37 identicon

Höskuldur þú segir

""Það skal tekið fram að ég er ekki hrifinn af því að benda á svona skammtímasveiflur til rökstuðnings""

er möguleiki að það hafi vantað ""nema þær styðji það sem ég er að segja""

mér finnst sjálfum að fyrirliggjandi gagnamengi í það heila sé fullítið til að draga stórar ályktanir af , 30 ár er ekki sérlega langur tími í þessu máli.

en annars ísútbreiðslumælingin hjá  JAXA ( og NOREX held ég líka) á norðurskautsísnum skreið undir 2008  mælinginuna fyrir sama dag ársins, í gær eða fyrradag og var búin að vera í einhverja daga áður undir 2009 tölunum, en þið þarna RC kábójararnir ættu kannski að bíða með að slá upp kamavínsflösku  áður en sumalágmarkið verður, ef vel vildi til að það færi niður fyrir 2007 tölurnar. 

Bjössi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:34

38 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Heldurðu Bjössi að við sláum upp kampavíni og höldum upp á það ef hafísnum á Norðurskautinu fari hrakandi, hugsanlega með einhverskonar glotti, vegna þess að vísindin hafi haft gert rökréttar ályktanir varðandi hitastig og hugsanlegar afleiðingar þess? Þetta er undarleg athugasemd hjá þér Bjössi.

Varðandi þessa ábendingu Höskuldar, þá finnst mér hún réttmæt þar sem hann rökstyður mál sitt og segir frá því og fer ekki í grafgötur með hvað það er sem hann er að benda á, ólíkt sumum sem fjalla um þessi mál, sjá, t.d. Hvað er rangt við þetta graf?, Miðaldir og Loehle, og Miðaldabrellur svo eitthvað sé nefnt.

Varðandi þessi 30 ár sem þú nefnir þá eru til gögn lengra aftur í tímann, t.d. mynd hér undir, sjá nánar, Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?:

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.5.2010 kl. 13:59

39 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Bjössi: Þegar efasemdamenn benda á skammtímasveiflur máli sínu til stuðnings, þá finnst mér alveg réttlætanlegt að benda á að skammtímasveiflur ganga í báðar áttir (samanber síðustu athugasemd mína). Ég bendi að auki á að skammtímasveiflur eru óhentugar til rökstuðnings og sýni fram á að nokkrir áratugir séu betri mælikvarði og því er athugasemd þín óréttmæt.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.5.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband