Öfgar - hvað veldur?

Miklir öfgar eru í veðurfari jarðar þessa dagana, vetrarhörkur í Evrópu og sumstaðar í Bandarríkjunum en á öðrum stöðum eru hitastigsmet slegin, t.d. í Vancouver þar sem vetrarólympíuleikarnir verða haldnir. Í höfuðborg Bandaríkjanna stefnir í mesta snjóavetur síðan 1871! Kannski náttúran er að segja Obama eitthvað...  en eins og þekkt er var stór alþjóðleg ráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem Obama og fleiri funduðu um vandamálið af völdum hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum. 
Svo hvers vegna eru þessir öfgar núna? Líklega er orsökina að finna að miklu leyti í NAO og AO, en þessi fyrirbæri hafa mjög mikil áhrif á stóru svæði við N-Atlantshaf. Eftirfarandi er grein sem gæti verið fróðleg fyrir suma. Læt hana flakka í heilu lagi. 
Feb 05, 2010
Sending A Message To Washington

By Joseph D’Aleo

The mainstream mediasphere and the alarmist blogosphere has been ignoring or dismissing the dominos of global warming collapsing as the fraudulent machinations of the IPCC are exposed, NOAA and NASA and CRU data manipulation is revealed and their heroes Michael Mann and Phil Jones are being investigated, and this incredible winter unfolds in many areas of the United States and Europe and Asia. 

China has had the coldest weather since 1971. Europe and Russia experienced brutal, deadly cold and heavy snows. Snow and cold surprised delegates to the UN Copenhagen global warming conference and followed Obama and congress back to DC.

Florida and parts of the southeast had the longest stretch of cold weather in history. Florida citrus areas had the worst damage since 1989. Washington saw a heavy snowstorm in December and now a record breaking storm in early February. Another one is on the way and will likely affect other cities further north.

image

In recent years snows have fallen in unusual places like Iraq, Saudi Arabia, Buenos Aires, southern Brazil. Johannesburg, South Africa, southern Australia, the Mediterranean Coast and Greece. All-time record snows fell in many locales across the western and northern United States from Washington State and Oregon and Colorado to Iowa, Wisconsin, Michigan, Vermont and Maine. All-time records were also set in southern Canada and now the Mid-Atlantic.

Snow returned to the UK reminiscent of the Dickens winters the last few years.

image

Washington was oblivious to the wild weather, so nature has brought the wild weather to their backyard. This storm brought over 3 feet of snow to a few spots around the nation’s capitol, perhaps to estates of some of the nation’s political leaders or media bigwigs (see list of snow totals here). See a news accounts of it here. It and following storms will ensure DC will have the All-TIME SNOWIEST WINTER ever going back to 1871. Expect the enviro wackos and their media lapdogs to come out and claim the storm and cold winter is the result of global warming.

The winter was not a surprise to many of the private industry forecasters, unencumbered by the global warming albatross. We expected the winter to be a harsh one (see here). The reasons we felt so was a developing stratospheric warming in the polar regions of the northern hemisphere favored in east QBO low solar years and east QBO low solar El Ninos and also in winters following high latitude volcanoes (Redoubt and Sarychev). The stratospheric warming started in late November peaked in December then faded in mid January. Often in years when it occurs early, it recurs later (2000-2001, 1995-1996, 1977-78).

The stratospheric warming leads to a negative arctic oscillation (exceeding 5 standard deviations in December and again in February) which pushed cold air to middle latitudes while surface temperatures in the higher latitude are cold but above normal under the warm ridging aloft.  This kind of pattern happened in the 1960s and 1970s and indeed the winter is very much like 1965/66, 1968/69, and 1977/78 in that regard.

image
Enlarged here.

See how well through February 3rd, the upper level pattern has fit the expected pattern based on these natural factors.

image
Enlarged here.

image

Also we are back in the cold Pacific Decadal Oscillation (PDO) phase which favors the colder El Ninos of the late 1950s to late 1970s (and again 2002/03).

Expect another storm this upcoming week with perhaps more snow for DC and this time further north, where less has fallen so far this season. The SOI hit an amazing 8 STD negative last week.

image

The water is warmest in the central tropical Pacific. A cold pool northwest of Hawaii also favors a cold central and east. That argues for a continued active southern storm track. The warm central Pacific and cold east also favors the same pattern as the East QBO low solar El Ninos, cold PDO. Once again natural oscillations provide a better indication of weather AND climate then the CO2, aerosol forcing dominated tinkertoy climate models.

Looking ahead, these stratospheric warming events last 4 to 6 weeks so since it began in late January, expect it to continue at least several more weeks. Cold air and snow will be returning to Europe too after the same January thaw we experienced here in the states before winters return.

Linkur: http://icecap.us/images/uploads/SENDING_A_MESSAGE_TO_WASHINGTON.pdf

Samkvæmt þessu verður kuldatíð í næstu vikur til viðbótar í Evrópu, sjáum hvort það rætist.


mbl.is Allt á kafi í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Einmitt - staðbundnar veðursveiflur - það er rétt. Veður er ekki það sama og loftslag. Annað sem er rétt og kemur ekki fram í þessum pistli: Síðasti janúar var sá heitasti frá upphafi gervihnattamælinga (meira að segja samkvæmt tölum frá efasemdamanninum Dr. Roy Spencer).

Nú er sólin í niðursveiflu, El Nino í meðallagi  og eina skýringin hlýtur því að vera hlýnun jarðar af mannavöldum - því eitthvað er að auka hitann, þvert á náttúrulega ferla.

Það má geta þess að magn CO2 í andrúmsloftinu (+áhrif metans) er áætlað núna svipað og það var fyrir sirka 3 milljónum ára - en þá var sáralítið af jöklum á Norðurhveli jarðar og hafíslaust (allavega yfir sumartímann). Sjá einnig færslu á loftslag.is: Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?  Því er eðlilegt að spyrja sig, hvað er eiginlega í vændum?

Höskuldur Búi Jónsson, 8.2.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Einmitt - staðbundnar veðursveiflur - það er rétt. Veður er ekki það sama og loftslag. Annað sem er rétt og kemur ekki fram í þessum pistli: Síðasti janúar var sá heitasti frá upphafi gervihnattamælinga (meira að segja samkvæmt tölum frá efasemdamanninum Dr. Roy Spencer).

Roy Spencer segir: "This record warmth will seem strange to those who have experienced an unusually cold winter. While I have not checked into this, my first guess is that the atmospheric general circulation this winter has become unusually land-locked, allowing cold air masses to intensify over the major Northern Hemispheric land masses more than usual. Note this ALSO means that not as much cold air is flowing over and cooling the ocean surface compared to normal."

Eru þetta ekki miklar sveiflur í hnattrænu hitastigi? Samkvæmt gervitunglamælingum sé ég af tölunum á heimasíðu Roy Spencer að á hálfu ári hefur hnattrænn hiti hækkað um 0,72 C°, frá 0,003 C° í júní 2009 upp í 0.724 C° í janúar 2010. Það er álíka mikið og allt tímabilið 1979-2010.

Nú er sólin í niðursveiflu, El Nino í meðallagi  og eina skýringin hlýtur því að vera hlýnun jarðar af mannavöldum - því eitthvað er að auka hitann, þvert á náttúrulega ferla.

Ert þú þá að segja að hlýnunin síðasta hálfa árið er af mannavöldum?

Karl Jóhann Guðnason, 8.2.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Nei ég er að segja að hlýnunin undanfarna áratugi sé af mannavöldum. Styrkur ENSO (El Nino/La Nina) sveiflast, stundum eykur hann á hlýnunina og stundum vinnur hann á móti hlýnuninni.

Nú er það svo komið að jafnvel einungis meðalsterkur El Nino, eins og er núna - ásamt lítilli sólvirkni veldur því að samt verður væntanlega slegið hitamet í ár.

Hvernig stendur á því að nú sé heitara en á sama tíma árið 1998? Sólvirkni er minni, El Nino er minni - gróðurhúsáhrifin hafa haldið áfram.

Geturðu útskýrt það á einhvern annan hátt?

Svo finnst mér að þú megir ekki hunsa það sem fornloftslag segir okkur um samspil CO2 og hita. Þú ert nú landfræðingur, þú hlýtur að hafa lært eitthvað í jarðfræði.

Höskuldur Búi Jónsson, 8.2.2010 kl. 20:42

4 identicon

Sólin er venjulega í 11 ára sveiflu með útskilun á geislun, bæði IR og rafsegulbylgjum, ofl.. Hún hefur verið lengur í þesari sveiflu, allt að 13 árum, en er að stimpla sig inn núna með aukningu.

Í lagmarki (sbr núna) er reyndar minna um norðurljós. Sem stemmir alveg.

Samt er í heildina hlýtt.

Þótt það snjói þar sem áður rigndi, þá ber að hafa í huga að það þarf ekki mikinn hitamun til að breyta vatni í snjó. Bara gráðu eða svo. Og það að það snjói í N-Afríku er eingöngu vísbending um það, að meira vatn rúmist í lofthjúpnum yfir viðkomandi svæði yfir daginn, þar sem næturfrost eru þarna algerlega eðlileg svo lengi sem elstu menn muna. En meiri raki sem innihald þýðir í raun meiri lofthita að jafnaði. Öfgarnar eru bara meiri, og eru og verða við það að gróðurhúsaáhrif eiga sér stað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 21:27

5 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Nei ég er að segja að hlýnunin undanfarna áratugi sé af mannavöldum. Styrkur ENSO (El Nino/La Nina) sveiflast, stundum eykur hann á hlýnunina og stundum vinnur hann á móti hlýnuninni.
Það hefur hlýnað og samkvæmt grafinu á síðu Spencer þá má sjá hlýnun upp á ca 0,5 C° miðað við 13 mánaðar meðaltal. Ég á bara dáldið erfitt með að sjá tenginguna við CO2 af mannavöldum. Hvað orsakaði kólnun á árunum 1950-1975 þegar CO2 fór hækkandi? CO2 hefur hækkað stöðugt og nokkuð hratt síðan árið ca 1940.

Hvernig stendur á því að nú sé heitara en á sama tíma árið 1998? Sólvirkni er minni, El Nino er minni - gróðurhúsáhrifin hafa haldið áfram.

 Ég held að orsökina er að finna í truflunum vindastraumum í lofthjúpnum, eins og Spencer bendir á. Þetta er einfaldlega mjög flókið kerfi og ég held að það sé erfitt að spá um hvenær gerist hvað, t.d. hvort NAO er í plús eða mínus. 

 Þetta hlýtur að hanga saman, ef það var samspil CO2 og hita í fornöld þá hlýtur að vera samspil nú einnig. Spurningin er hvað kom fyrst, hvað var orsökin og hvað var afleiðingin.  Það sem liggur kannski beinast við er að sjá hvernig þetta samspil er nú á tímum.  CO2 hefur verið mælt nákvæmlega á í lofthjúpnum frá 1957 og úr ískjörnum er hægt að vita lengur aftur í tímann.  Mín skoðun er að það er lítið samspil nú síðustu 100 ár, en hversu mikið þetta samspil er fer mjög eftir hvaða hitagögn maður er að skoða t.d. hnattræn eða staðbundinn.

Samkvæmt greininni á loftslag.is kemur fram að CO2 hafi magnandi svörun á hitastig, afleiðingin magnar upp orsökina.

Mín spurning er hvað eru helstu rökin fyrir að þessi mögnun sé það sterk til að geta magnað upp hitastig svona mikið?  Eru það tengslin á milli CO2 og hitastigs sem koma í ljós í ískjörnunum? Ef frumorsökin eru Milankovitch sveiflur þá verður þessi mögnun að vera tilstaðar til að geta breytt hitastiginu svona.

Jón Logi: En meiri raki sem innihald þýðir í raun meiri lofthita að jafnaði. Öfgarnar eru bara meiri, og eru og verða við það að gróðurhúsaáhrif eiga sér stað.

Gróðurhúsaáhrifin eru sem betur fer tilstaðar, annars væri ekkert líf á okkar plánetu. Vissir þú að vatnsgufa er amk 3 kröftugri gróðurhúsalofttegund en CO2?



 

Karl Jóhann Guðnason, 9.2.2010 kl. 00:53

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það hefur hlýnað og samkvæmt grafinu á síðu Spencer þá má sjá hlýnun upp á ca 0,5 C° miðað við 13 mánaðar meðaltal. Ég á bara dáldið erfitt með að sjá tenginguna við CO2 af mannavöldum. Hvað orsakaði kólnun á árunum 1950-1975 þegar CO2 fór hækkandi? CO2 hefur hækkað stöðugt og nokkuð hratt síðan árið ca 1940.

Það er fleira sem hefur áhrif á hitastig heldur en það sem fyrr er nefnt (ENSO, Sólin og Gróðurhúsalofttegundir) - t.d. örður (e. aerosols). Mikið magn þeirra var dælt út í andrúmsloftið á því tímabili sem þú nefnir - en það veldur kólnun.

Jörðin hitnar ekki bara rétt sí svona upp á grín - einhver ástæða er fyrir því.

  • Vitað er að eiginleikar gróðurhúsalofttegunda valda því að hiti eykst á jörðinni - gróðurhúsalofttegundir hafa aukist - hiti hefur aukist.
  • Einnig er vitað að sveiflur í sólinni geta valdið sveiflum í hita - virkni sólar hefur verið á niðurleið undanfarna áratugi en hiti hefur aukist.
  • ENSO og önnur hafstrauma- og vindakerfi, hafa áhrif til að dreifa hitanum - meiri eða minni hiti kemur frá hafinu - en þau valda ekki hlýnun ein og sér - þau valda tímabundnum sveiflum.

Hvaðan kemur hitinn? Eins og staðan er í dag, þá er það bara CO2.

Mín spurning er hvað eru helstu rökin fyrir að þessi mögnun sé það sterk til að geta magnað upp hitastig svona mikið?  Eru það tengslin á milli CO2 og hitastigs sem koma í ljós í ískjörnunum? Ef frumorsökin eru Milankovitch sveiflur þá verður þessi mögnun að vera tilstaðar til að geta breytt hitastiginu svona.

Mér sýnist þú svara þessu sjálfur - það sést þegar skoðað er fornloftslag og þá meðal annars út frá ískjörnum. Hægt er að reikna út Milankovitch áhrifin, en þau setja smám saman af stað ferli þar sem annað hvort hlýnar eða kólnar. Segjum að það hafi verið hægfara hlýnun af völdum Milankovitch sveifla (eins og við loka síðasta jökulskeiðs) - það kemur að því að hitinn er orðinn það mikill að sjórinn fer að gefa frá sér CO2. CO2 er gróðurhúsalofttegund og því eykst hitinn, meira CO2 fer út í andrúmsloftið og svo framvegis.

Nú er annað ferli í gangi - CO2 er að aukast án náttúrulegra ástæðna, en það sama er að gerast - hiti er að aukast.

Finndu heimildir um PETM (fyrir sirka 55 milljónum ára), þá jókst skyndilega CO2 í andrúmsloftinu (þá af náttúrulegum orsökum - líklega tengt því þegar Indlandsflekinn fór yfir kolefnirsrík setlög í árekstri sínum við Asíu). Sú aukning var gríðarleg - en gerðist á mun lengri tíma en aukningin á CO2 er að gerast nú - hitinn jókst mikið. Hvað útskýrði hitaaukninguna þá, ef ekki skyndileg aukning gróðurhúsalofttegunda? Hvað þýðir aukning gróðurhúsalofttegunda nú?

Höskuldur Búi Jónsson, 9.2.2010 kl. 09:54

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Leiðrétt: "Hvaðan kemur hitinn? Eins og staðan er í dag, þá [kemur hann] frá CO2 [og öðrum gróðurhúsalofttegundum]". 

Ástæðan fyrir að mér er tamt að tala um CO2 er sú að það er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin, sú langlífasta og nauðsynlegast að minnka losun á henni sem fyrst, en aðrar líkt og Metan og NO2 o.fl. eru einnig mikilvægar.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.2.2010 kl. 09:59

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hitinn kemur ekki frá CO2. CO2 framleiðir ekki hita. Hitinn eða varmaorkan kemur frá sólinni. Það er síðan CO2, vatnsgufa, o.fl. sem valda því að hlýnunin af völdum sólar verður meiri í neðri lögum lofthjúpsins en þeim efri. Öll varmaorkan frá sólinni skilar sér síðan út í geiminn aftur.

Er það ekki rétt?

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2010 kl. 12:43

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kannski klaufalega orðað hjá mér - en jú aukningin í CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum (ásamt aukningu í vatnsgufu af völdum hlýnunar) valda því að sífellt stærri hluti af orkunni sem myndi annars geislast út úr gufuhvolfinu, endurgeislast aftur að hluta til baka og veldur því að það hlýnar.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.2.2010 kl. 19:16

10 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Í Washington er umræðunni um hlýnun jarðar frestað vegna veðurs

Höski: Það er fleira sem hefur áhrif á hitastig heldur en það sem fyrr er nefnt (ENSO, Sólin og Gróðurhúsalofttegundir) - t.d. örður (e. aerosols). Mikið magn þeirra var dælt út í andrúmsloftið á því tímabili sem þú nefnir - en það veldur kólnun.

Það er þekkt að örður lækka hitastig eins og í Pinatubo eldgosinu 1992 en þau áhrif vöruðu aðeins í örfá ár.  Ef áhrifin eru í lengra tímabil þá hlýtur að vera að það sé stöðug dæling á örðum yfir allt tímabilið.  Fyrir 1940 hlýnaði en eftir 1940 kólnaði.  Hefur þú heimild fyrir því að það hafi verið meira af örðum dælt út eftir 1940 en fyrir? Mér myndi giska á að meiri t.d. kolamengun hafi verið dælt út fyrir 1940, sérstaklega í iðnríkjunum. Líka var heilmikil mengun á tíma heimstyrjaldarinnar 1939-45 en þá var hitatoppur.

Höski: Finndu heimildir um PETM (fyrir sirka 55 milljónum ára), þá jókst skyndilega CO2 í andrúmsloftinu (þá af náttúrulegum orsökum - líklega tengt því þegar Indlandsflekinn fór yfir kolefnirsrík setlög í árekstri sínum við Asíu). Sú aukning var gríðarleg - en gerðist á mun lengri tíma en aukningin á CO2 er að gerast nú - hitinn jókst mikið. Hvað útskýrði hitaaukninguna þá, ef ekki skyndileg aukning gróðurhúsalofttegunda? Hvað þýðir aukning gróðurhúsalofttegunda nú?

Eins og er bent á í grein á loftslag.is þá hefur hitastig hækkað á undan CO2 í fortíðinni og munar þar um 800 ár. Það er töluvert lengra tímabil en t.d. 1940-75 eða þess vegna síðustu 100 ár.  Svo ég held að það sé erfitt að sjá hvað er orsök og hvað er afleiðing þegar svo langt tímabil er notað. Það getur margt gerst á 800 árum. Margt hefur gerst síðustu 800 ár, hlýju miðaldirnar og litla ísöldin sem sýndu nokkuð miklar hitasveiflur en það er aftur mismunandi eftir hvaða línurit maður skoðar.

Aukning gróðurhúsaloftegunda nú þýðir t.d. það að plöntur jarðar vaxa hraðar, og þess vegna meiri uppskera og matur, ekki beint neikvætt.  Margt bendir til þess að hlýnun jarðar um 1-2 gráður myndi hafa mörg önnur jákvæð áhrif o.s.frv. Og ef þessar sveiflur gerðust áður og vistkerfi jarðar lifði það af þá mu það lifa það af núna einnig. Aukning gróðurhúsaloftegunda er því líklega ekki stærsta vandamál mannkyns nú.

Góður punktur Ágúst, hitinn kemur ekki frá CO2. Sólin stýri miklu (mjög miklu) í veðurfarinu. Hvað er það t.d. sem stýrir árstíðunum?

Karl Jóhann Guðnason, 10.2.2010 kl. 20:04

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég ætla að gefa Höska færi á að svara þessu að mestu leiti hjá þér Karl, ef hann nennir. En mig langar að koma með 2 atriði. Númer 1, hitinn kemur frá sólinni, en CO2 ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum halda jörðinni ca. 33°C heitari en án þeirra og styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst og það er af langflestum vísindamönnum talið hafa áhrif á hitastig. Númer 2, þó að það sé kalt einhvers staðar á jörðinni, þá heldur jörðin (því miður) áfram að hlýna, sjá;

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.2.2010 kl. 20:51

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég verð að viðurkenna að ég hafði bara heyrt að uppsveifla hefði verið í iðnaði eftir stríð - þegar ég skoða það betur þá sé ég að þetta er flóknara en það - í fyrsta lagi er talið að hitatoppurinn í kringum stríðið sé vegna lélegra mælinga, sérstaklega á sjó á þeim tíma - því var frekar um að ræða tímabundið stopp í hlýnuninni, frekar en kólnun fyrst eftir stríð. En niðursveiflan sem varð upp úr 1960 má aðallega rekja til eldvirkni og annarra náttúrulegra sveifla. En hvað svo sem það var, þá hefur hlýnunin náð yfirhöndinni eins og sjá má á þessari mynd:

a) Hitafrávik við yfirborð jarðar á síðustu öld. Svarta breiða línan sýnir athuganir, fíndregnu línurnar sýna niðurstöður margra loftslagslíkana þar sem geislunarálagið þróaðist í samræmi við aukningu gróðurhúsalofttegunda og náttúrulegra þátta (s.s. breytinga á sólgeislun og loftarða vegna eldgosa). Breiða rauða línan sýnir meðaltal líkananna. Stærstu eldgos á 20. öldinni eru einnig merkt inn á myndina. b) Eins og í a) - nema í loftslagslíkönunum var ekki tekið tillit til áhrifa gróðurhúsalofttegunda. Mynd og texti af vedur.is - heimild IPCC.

a) Hitafrávik við yfirborð jarðar á síðustu öld. Svarta breiða línan sýnir athuganir, fíndregnu línurnar sýna niðurstöður margra loftslagslíkana þar sem geislunarálagið þróaðist í samræmi við aukningu gróðurhúsalofttegunda og náttúrulegra þátta (s.s. breytinga á sólgeislun og loftarða vegna eldgosa). Breiða rauða línan sýnir meðaltal líkananna. Stærstu eldgos á 20. öldinni eru einnig merkt inn á myndina. b) Eins og í a) - nema í loftslagslíkönunum var ekki tekið tillit til áhrifa gróðurhúsalofttegunda. Mynd og texti af vedur.is - heimild IPCC.

Varðandi orsök og afleiðingu í tengsl hita og CO2, þá myndi hjálpa mikið ef þú getur sagt hvaða tímabil þú ert að tala um.

Varðandi vöxt planta, þá mæli ég með að þú lesir grein af loftslag.is (sjá Mýtuna Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð), en þar er niðurstaðan þessi:

Miðað við þær neikvæðu afleiðingar sem fyrirsjáanlegar eru í framtíðinni vegna aukins magns CO2 í andrúmsloftinu, þá þyrfti jákvæði þáttur losunar CO2 að vera mikill. Fátt bendir til þess og margt sem spilar inn í sem lítið er vitað um. 

Spár gera ráð fyrir miklum úrkomubreytingum með þurrkum víða um heim og  flóðum, hækkun sjávarstöðu með tilheyrandi sjávarflóðum, óbærilegan hita í sumum löndum og landsvæðum, vatnsskort í mörgum löndum vegna minnkandi vatnsforðabúra, t.d. vegna bráðnunar jökla. Ekki má gleyma súrnun sjávar, sem er bein afleiðing aukins CO2 í andrúmsloftinu og getur haft áhrif á lífríki sjávar. Þetta allt getur þýtt uppskeru- og aflabrest, hungursneyð og búferlaflutninga í mörgum af þeim löndum sem fjölmennust eru – farsóttir og stríð gætu fylgt í kjölfarið á slíkum aðstæðum.

Því er erfitt að sjá fyrir að jákvæði þáttur aukinnar losunar CO2 vegi upp á móti neikvæðum

Höskuldur Búi Jónsson, 10.2.2010 kl. 21:17

13 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Númer 1, hitinn kemur frá sólinni, en CO2 ásamt öðrum gróðurhúsalofttegundum halda jörðinni ca. 33°C heitari en án þeirra og styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst og það er af langflestum vísindamönnum talið hafa áhrif á hitastig. Númer 2, þó að það sé kalt einhvers staðar á jörðinni, þá heldur jörðin (því miður) áfram að hlýna

1. atriðið er rétt.  2. atriðið er að hluta til rétt en hér eins og annars staðar eru það smáatriðin sem skipta máli. Hiti hefur verið að aukast frá 1980, bæði hnattrænn hiti og staðbundinn hiti.  Þó sýna gervitunglamælingar mikla hitabreytingar frá ári til árs og það hafi hitnað í stökkum frekar en jafnt (1998 og eftir það virðist hafa orðið stökk). Einnig er spurninging: hvaða ár er miðað við?   Margar staðbundnar mælingar sýna hitatopp árið 1940 sem var svipaður og nú en hinsvegar sýna hnattrænar mælingar þennan hitatopp ekki.  Ekki er hægt því miður að nota gervitunglamælingar sem er mjög nákvæmar fyrir þetta tímabil, þær ná ekki lengra aftur en 1979.

 Svara restin seinna í dag. 

Karl Jóhann Guðnason, 11.2.2010 kl. 09:33

14 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Höski: Varðandi orsök og afleiðingu í tengsl hita og CO2, þá myndi hjálpa mikið ef þú getur sagt hvaða tímabil þú ert að tala um.

Með tímabil er ég að meina 800 ára bilið sem er á milli breytingu á hitastigi og CO2 í ískjarnamælingum.

Varðandi áhrif CO2 á plöntur þá skal ég benda á eina rannsókn. Hér er abstract úr henni, og jafnframt hægt að ná í skýrsluna:

Yields and yield components of two cultivars of day-neutral spring wheat (Triticum aestivum L.) were assessed along a gradient of daytime carbon dioxide (CO2) concentrations from about 200 to near 350 ?mol CO2 (mol air)–1 in a 38 m-long controlled environment chamber. The range in CO2 concentration studied approximates that of Earth's atmosphere since the last ice age. This 75% rise in CO2 concentration increased grain yields more than 200% under well-watered conditions and by 80–150% when wheat was grown without additions of water during the last half of the 100-day growing season. The 27% increase in CO2 from the pre-industrial level of 150 years ago (275 ?mol mol–1) to near the current concentration (350 ?mol mol–1) increased grain yields of 'Yaqui 54' and 'Seri M82' spring wheats by 55% and 53%, respectively, under well-watered conditions. Yield increased because of greater numbers of grains per spike, rather than heavier grains or numbers of spikes per plant. Water use increased little with CO2 concentration, resulting in improved water use efficiency as CO2 rose. Data suggest that rising CO2 concentration contributed to the substantial increase in average wheat yields in the U.S. during recent decades.

Það er hugsanlegt að við miðbaug að þar muni ekki verða jákvæð áhrif af aukningu CO2 en mun hafa jákvæð áhrif á á norðlægari slóðum. Einnig er landrými hér mest og því mikið land sem hægt væri að rækta og einnig auka uppskeru.

Jákvæðir og neikvæðir þættir verða að fá jafna umfjöllun, þannig verður réttari mynd.  

Karl Jóhann Guðnason, 11.2.2010 kl. 21:07

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jákvæðir þættir eru kannski ekki sama vandamálið og hinir neikvæðu og þess utan fá þeir umfjöllun. En að stinga höfðinu í sandinn varðandi vandamálin sem tengjast aukins styrks CO2 er ekki góðs viti. Jú það er hægt að benda á einhverja handvalda grein frá 1997 af því hún getur á einhvern hátt stutt við málið, en það verður að teljast mikil einföldun hjá þér Karl.

CO2 hefur áhrif á hitastig, eins og þú hefur tekið undir með mér í athugasemd þinni - Karl Jóhann Guðnason, 11.2.2010 kl. 09:33. Afleiðingarnar af því að hitastig jarðar hækkar af völdum losunar manna á CO2 geta verið margskonar en einnig er mikilvægt að nefna súrnun sjávar sem atriði sem getur orðið vistkerfum sjávar skeinuhætt í framtíðinni.

Í mýtu um þetta mál á loftslag.is er rætt um þetta, þar eru jákvæðir svo og neikvæðir þættir nefndir; Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð

Í niðurlaginu segir m.a.:

Niðurstaða

Miðað við þær neikvæðu afleiðingar sem fyrirsjáanlegar eru í framtíðinni vegna aukins magns CO2 í andrúmsloftinu, þá þyrfti jákvæði þáttur losunar CO2 að vera mikill. Fátt bendir til þess og margt sem spilar inn í sem lítið er vitað um. 

Spár gera ráð fyrir miklum úrkomubreytingum með þurrkum víða um heim og flóðum, hækkun sjávarstöðu með tilheyrandi sjávarflóðum, óbærilegan hita í sumum löndum og landsvæðum, vatnsskort í mörgum löndum vegna minnkandi vatnsforðabúra, t.d. vegna bráðnunar jökla. Ekki má gleyma súrnun sjávar, sem er bein afleiðing aukins CO2 í andrúmsloftinu og getur haft áhrif á lífríki sjávar. Þetta allt getur þýtt uppskeru- og aflabrest, hungursneyð og búferlaflutninga í mörgum af þeim löndum sem fjölmennust eru – farsóttir og stríð gætu fylgt í kjölfarið á slíkum aðstæðum.

Því er erfitt að sjá fyrir að jákvæði þáttur aukinnar losunar CO2 vegi upp á móti neikvæðum afleiðingum þess.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 22:38

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Bendi Karli á að lesa mýtuna sem að Sveinn Atli bendir á, þar er farið nánar í þessa mýtu.

Önnur mýta sem svarar kannski annarri spurningu Karls hér fyrir ofan, um 800 ára mismunin má finna hér (eiginlega ekki mýta, en þó notuð þannig af efasemdamönnum): Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar. Þar segir meðal annars:

Það skal á það bent að það hefur lengi verið vitað að CO2 er ekki fullkomlega í takt við hitastig í ískjörnum síðastliðna jökul- og hlýskeiða (munar eitthvað í kringum 800 ár sem CO2 eykst eftir að hitinn byrjar að aukast). Skýringin á þessari tregðu frá því hlýnar og þar til merkjanleg aukning verður á CO2, er að leita í heimsöfunum. Það er ekki fyrr en þau taka að hlýna að CO2 losnar úr læðingi – en hlýr sjór heldur ver CO2 en kaldur.

Hver er munurinn, þá og nú?

Þá var CO2 ekki frumorsök hlýnunar, heldur magnaði CO2 upp hlýnun sem var þá þegar komin af stað (sjá Milankovitch sveiflur hér). Nú er CO2 aftur á móti að aukast og hitastig að aukast á sama tíma og aðrir náttúrulegir ferlar eru í niðursveiflu.

Annars finnst mér fyndið að sumir af þeim sem benda á þetta samspil CO2 og hitastigs á ísöld, virðast margir hverjir einnig halda því fram að magn CO2 nú sé afleiðing "hlýnunarinnar" á miðöldum. Ef það er skoðað, þá hefði hitastig á miðöldum átt að vera mun hærra en það var - jafnvel nokkrum gráðum hærra - en allt bendir til þess að hitastigið á miðöldum hafi verið nokkuð lægra en það er nú (sjá t.d. mýtuna Það var hlýrra á miðöldum.).

Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband