Áhrif sólar á heilsufar eru mikil

sól 

Vísindamenn telja sólina vera eina af osökum hlýnandi veðurfars jarðar síðustu áratugi. Hversu mikil þessi áhrif eru er umdeilt. Hins vegar hefur verið að koma ljós síðustu ár að sólin hafi líklega mikil áhrif á heilsufar fólks. Í fjölda rannsókna hefur komið í ljós að þessi áhrif eru mun meiri en flestir hafa gert sér grein fyrir.

Þegar sólgeislar lenda á húðinni myndast d vítamín sem er í raun veru ekki vítamín heldur pro hormón sem verður að hormón í líkamanum. Áhrif þess eru mikil, t.d. hefur það áhrif á 17 tegundir krabbameins, hjartasjúkdóma og beinþynningu.

Til þess að fá nóg af D vítamíni eru til þrjár leiðir:

1. Vera úti í sólbaði í nokkrar í 10-15 mínútur um hádegi og sjá til þess að sem mesti hluti húðarinnar sé óhulin. Fyrir fólk á norðurslóðum og þar með Íslendinga er þessi möguleiki af augljósum ástæðum ekki til staðar yfir vetrartímann. Þetta er náttúrulegasta aðferðin ef hún er fyrir hendi.

2. Nota sólbekk reglulega.  Þó skal varast að brenna sig ekki því ekki eru allir sólbekkir öruggir svo þessi möguleiki er líklega ekki góður. Einnig er þetta ópraktísk aðferð fyrir marga. 

3. Taka inn D vítamín munnlega. Mikilvægt er að velja rétta D vítamínið sem er kallað D3 (colecalsiferol). D2 er 2-4 sinnum áhrifaminna en D3 en hinsvegar og því miður er D2 útbreiddasta, amk. í Bretlandi og USA. 

 

Hér koma nokkrar niðurstöður rannsókna:

  • More than 60 epidemiology studies conducted over the last 20 years have shown that Vitamin D deficiency is associated with increased rates of cancer.


  • A placebo controlled study has confirmed these findings. In the study, vitamin D supplements reduced the incidence of cancer by as much as 77% compared to patients who were given placebo (sugar pill).
  • Patients with the highest versus the lowest levels of vitamin D demonstrated a 55% reduction in the risk of death.
  • The incidence of colon cancer is 4-6 times higher in northern regions compared to countries near the equator.
  • The further from the equator, the higher the risk of cardiovascular disease including hypertension, heart failure, myocardial infarction and death from cardiovascular disease.
  • The incidence of diabetes increases the further from the equator one lives which correlates with lower vitamin D levels

... o.s.frv. Þetta er bara lítið brot af því sem hefur komið í ljós.  Hvað myndir þú gera ef þú vissir um vítamín sem myndi t.d. minnka líkurnar á krabbameini um 77%?  Myndir örugglega skoða málið betur býst ég við. Einnig virðist D vítamín koma í veg fyrir flensu. Jafnvel getur vöntun á D vítamín verið ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk verður veikt en ekki öfugt.

Ráðleggingar yfirvalda á dagskammti af D vítamíni hafa verið allt of lágar. Þessar nýju rannsóknir hafa valdið því að yfirvöld hafa aukið ráðlagðan dagsskammt, t.d. í Kanada er ráðlagt öllum á haustin og veturna að taka inn 1000 I.U. (international units) á dag.

Þessar nýju upplýsingar um vítamín D eru allt að því byltingarkenndar að mínu mati og hvet ég alla að skoða þetta betur. Vona maður heyri meir um þetta hér á Íslandi en eins og er virðist þekking á þessu lítil.


Nokkrar heimasíður:

http://www.vitamindcouncil.org/

http://www.vitamind3world.com/index.html

http://vitamind.mercola.com/sites/vitamind/home.aspx


mbl.is Ládeyða í virkni sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Our site vitaminD3world also has links to a unique micropill formulation of vitamin D3. It is tiny and tastless. It can be swallowed, crunched up in the mouth or allowed to dissolve under the tongue. It is shipped all over the world with a delivery guarantee. We supply 400 microtablets per bottle in the 400, 1000 and 2000IU strenghts and 200 per bottle in the 5000IU strength.

toby lee (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 22:37

2 identicon

Vitamin D experts recently announced vitamin D deficiency is a major cause of breast cancer and that more than 70% of all cases could be avoided by keeping vitamin D levels up. Here is a link to a review we recently published. Every woman should know about this!!http://archive.constantcontact.com/fs026/1102452079631/archive/1102833653458.html

Apologies for posting in English-my Icelandic is not too good!!

Toby Lee (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Toby thanks for commenting. I have been reading about d3 vitamin the last months and found your site quite recently.  Amazing information!   

Karl Jóhann Guðnason, 22.1.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er góður pistill.  Líkaminn nýtir mun betur D-vítamín sem ljós framkallar á líkama en D-vítamín sem tekið er inn sem lýsi eða töflur.  Mig minnir að munurinn sé um 80%.  Eða réttara sagt þá er upptökuferlið á kalki sem D-vítamín af völdum ljóss kemur af stað mun skilvirkara og kröftugra en D-vítamín í inntöku.

  Ljósið ertir einnig taugaenda innan augnablaðs og framkallar boðefnið serótín sem er undirstaða gleði.  Þunglyndissjúklingum á geðdeildum er skellt í ljósaböð með andlitslömpum.

  Ljósið vinnur einnig gegn ýmsum húðsjúkdómum.  Svo sem sporiasis, exemis og bólóttri húð.  Styrkir frumuhimnur húðarinnar.  Göngudeildir SPOEX (Samtaka sporiasis og exem sjúklinga) bjóða upp á ljósatíma og skipuleggja ferðir til sólarlanda.

  Þar að auki leysir ljósið ýmis boðefni sem örva kynlöngun.  Áfram mætti lengi telja.  Við þurfum ekki að leita lengra en til þess að horfa til þess hvað gerist í íslensku landslagi þegar sól hækkar á lofti.  Líf vaknar:  Tré laufgast,  gras blómgast,  skordýr lifna við...  Á ljóss sólar,  ja...

Jens Guð, 23.1.2010 kl. 00:08

5 identicon

Já, er ekki  D-ið lykill steinefna inn í líkamann. En það er sennilega best að vera úti í sólinni að morgni til eða síðdegis og þá kannski í 1-2 klst eða svo, þá er hún ekki eins sterk vegna þess að ljósið ferðast þá lengri leið í gegnum lofthjúpinn. Kannski ekki aðalatriðið hjá okkur hérna norðurfrá. Þeir í suður evrópu þekkja þetta vel, þeir taka jú síesta um miðjan daginn. Og endilega sleppa allri sólarolíu með öllu sínu eitri því að líkaminn tekur það inn. Mun betra að læra bara að nota sólina og rétt mataræði td. tómata sem hafa efni sem skapa vörn fyrir frumur húðarinnar. Ég hef verið mikið inn á síðunni hjá Mike Adams  http://www.naturalnews.com/Index.html  undanfarin ár og það er mikið af góðum upplýsingum þar um heilbrigðismál og hollan lífstíl.

Þetta er góður pistill hjá þér Karl og mikil þörf á svona núna þessa tíðina með allt það neikvæða sem er að gerast í kringum okkur, andinn hefur jú meiri árhrif á efnið en flestir gera sér grein fyrir.

Alexander (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 12:28

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Takk fyrir ath. s. Jens og Alexander.

Jú D vítamínið er lykillinn að upptöku kalsíum. Þetta hafa menn þó vitað í mörg ár en nú er að koma í ljós allt þetta hitt sem D hefur áhrif á. Hefur t.d. áhrif á þúsunda gena í líkamanum.

Á síðu dr. Mercola stendur þetta: 

"Vitamin D, often referred to as “the sunshine vitamin,” is different from other vitamins in that it influences your entire body. Vitamin D receptors have been found in almost every type of human cell, from your brain to your bones, so its power to optimize your health is truly great.

Please remember that vitamin D will optimize over 2,000-3,000 genes in your body or 10 percent of your total genes!"

D vítamínið virðist vera alveg í sérflokki.

Já sennilega getur maður verið lengur úti án þess að brennast að morgni eða síðdegis. Einmitt... hræðslan við sólina hefur verið allt of mikil. Auðvitað þarf maður að passa sig amk fyrst.  Ég reyndi þetta sjálfur nú í sumar þegar ég var í Búlgaríu og steikjandi sól á hverjum degi.  Fyrstu vikuna brenndi ég mig, þó ekki alvarlega,  en síðasta daginn gat ég verið úti allann daginn í sólinni án þess að brennast.   Semsagt orðinn vanur, húðin búinn að venjast.  Galdurinn er að fara sér hægt í allar breytingar.   Sólargeislarnir eru einfaldlega lífsnauðsynlegir fyrir allt líf og þá mennina einnig. Við þurfum í raun alveg eins mikið á sólargeislunum að halda og plönturnar. 

Alveg, sammála alltof mikið af neikvæðum fréttum og veitir ekki af meira af jákvæðum.

Karl Jóhann Guðnason, 23.1.2010 kl. 22:00

7 Smámynd: Jens Guð

  Þessu skylt:  Rannsóknir hafa sýnt að bæði fólk og önnur dýr laðast að einstaklingum sem hafa hátt hlutfall af D-vítamíni.  Það þarf reyndar ekki rannsóknir til að verða var við ásókn fólks af norrænum slóðum í fólk með suðrænt útlit. 

  Sólbrúnir kroppar hafa aðdráttarafl.  Aftur að rannsóknum:  Þær hafa sýnt að sólbrúnir kroppar virðast grennri og spengilegri.  Sólbrúni tónninn teiknar fallegri útlínur og skerpir á vöðvabyggingu. 

Jens Guð, 24.1.2010 kl. 00:47

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek lýsi daglega, nema þegar ég gleymi því sem gerist stundum. Reyni þó að hafa það fyrir reglu og finn greinilegan mun á heilsunni. Ein matskeið á dag kemur heilsunni í lag.

Ágúst H Bjarnason, 24.1.2010 kl. 06:39

9 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Einn galli á lýsi er að í því er mikið af A vítamíni sem hefur slæm áhrif í miklu magni, sjá hér og hér. Það er að segja ef menn taka meir en ráðlagðan skammt, meira en ein matskeið á dag. Lýsi í hófi hefur hins vegar haft mjög góð heilsufarsleg áhrif.    En til þess að fá það magn sem sumir sérfræðingar eru að segja þ.e. allt að 5000 I.U. (international units ) á dag, þá þyrfti að taka 3-4 matskeiðar á dag... sem væri ekki gott út af A vítamíninu. 5000 I.U. virkar kannski mikið en er ekki mikið ef maður hefur það í huga að í húðinni myndast 10.000 I.U. á 20-30 mín sól á sumrin.

Ég er alls ekki að draga úr mikilvægi lýsis, bara benda á þetta með A vítamínið :)

Karl Jóhann Guðnason, 24.1.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband