5.1.2010 | 00:24
Gróðurhúsaáhrifin
Það getur orðið mjög kalt í Noregi á þessum tíma árs. Það veit ég nýkominn frá Noregi þar sem ég var staddur á Lillehammer svæðinu og kuldinn yfirleitt um -10 til -20 gráður. Það er nístingskuldi en vel hægt að lifa við það ef maður klæðir sig vel. En nú er spáð enn meiri kulda í vikunni.
Þetta sýnir einfaldlega hvað náttúrulegar sveiflur í veðrinu geta verið miklar. Þegar er stillt í veðri og heiðskírt þá getur kólnar mjög hratt við yfirborð jarðar. Innrauðir geislar (ósýnilegir) frá yfirborði jarðar eiga auðvelt með að komast út í geiminn í gegnum lofthjúpinn við þessar aðstæður.
Sem betur fer eru gróðurhúsaáhrif. Ef þau nytu ekki við væri meðalhiti jarðar -18 gráður en ekki +14 eins og nú. Í stuttu máli þá verða gróðurhúsaáhrifin til við það að gróðurhúsalofttegundir hleypa fram hjá sér sólarljósi til jarðarinnar en gleypa í sig hluta innrauðu geislanna sem eru á leiðinni aftur út í geim. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsgufa, koldíoxíð, óson og nokkrar aðrar minniháttar. Skýin spila miklu máli en eru einnig einn af þeim þáttum í loftslagi jarðar sem erfiðast hefur verið að skilja. Samkvæmt wikipedíu veldur vatngufa ásamt skýjum um 66% til 85% af gróðurhúsaáhrifunum. CO2 veldur 9-26%. Sem sagt vatnsgufan veldur um 3 sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum.
En eins og flestir vita þá hefur CO2 fengið alla athyglina varðandi hlýnun jarðar og talin sem "mengun" sem þarf að berjast á móti. En þegar vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund, er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og óæskileg? Flestir myndu líklega segja að vatnsgufa væri ekki mengun myndi ég halda. Vatnsgufa er náttúrulegt efni og allt líf jarðar þarf á því að halda. Það má einnig í raun segja um CO2.
Nístingskuldi í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
grænu kornin í plöntunum kljúfa bæði koltvísýringinn og vatn og mynda kolefni losa út súrefnið úr koltvísýringnum og líka úr vatninu sem sagt sjórinn mun ekki stíga eins ört og sagt er og prönturnar kæla loftið með ljóstilvíunni blöð í sterku sólskini eru köld sem sagt kólnar aftur við aukna virkni plantna ef settar væru plöntur á þök stórborga myndi verða minni meingun og svalara í stórborgunum
bpm (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:56
Það er styrkur koldíoxíðs í lofthjúpnum sem hefur aukist um 38% frá byrjun iðnvæðingar. Það er þessi aukning koldíoxíðs sem all flestir vísindamenn eru sammála um að hafi áhrif á hitastig jarðar, sjá t.d. hér. Vísindamenn telja að næmni CO2 í lofthjúpnum sé um 2-4,5°C við tvöföldun CO2, sumstaðar er talað um að það geti verið um ca. 3°C, sjá t.d. á síðu RealClimate. Það er því útúrsnúningur að setja dæmið svona upp eins og þú gerir Karl.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 00:57
Já gróðurhúsaáhrifin dásamlegu eru mikil blessun fyrir mannkynið...
Ágúst H Bjarnason, 5.1.2010 kl. 07:40
það er hefur alltaf verið mun meira dýralíf og betra umhorfs á þessari plánetu þegar hlýtt er enn ekki ríkir þetta kuldaskeið með tilfallandi ísskeiðum eins og nú er. Barráttan gegn Co2 er vindmyllu barrátta. kuldi er ekki eitthvað sem við eigum að stefna að. hlýnun með meiri uppgufun úr höfunum og þar með meiri rigingu er markmiðið. meiri rigning stuðlar að því að eyðimerkur munu dragast saman.
Fannar frá Rifi, 5.1.2010 kl. 10:09
Ertu að segja Fannar að þú sért sannfærður um að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig og það sé bara fínt ef hitastigið hækki aðeins?
Vísindamenn eru nokkuð sammála um að hitastigshækkun eins og t.d. er spáð að geti átt sér stað á næstu áratugum (sem er stuttur tími jarðfræðilega séð) geti haft áhrif á vistkerfin og ekki bara á jákvæðana hátt, heldur einnig á neikvæðan hátt. Vonandi verða áhrif hitastigshækkunarinnar þó minni en svörtustu spár gera ráð fyrir og hitastigshækkunin minni, en við getum reyndar reynt að hafa áhrif á hana með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Og hér hefur ekki verið rætt um hina svokölluðu súrnun sjávar, sem er hitt CO2 vandamálið...
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 10:37
Fram að síðustu áramótum:
YR MON GLOBE NH SH TROPICS
2009 1 +0.304 +0.443 +0.165 -0.036
2009 2 +0.347 +0.678 +0.016 +0.051
2009 3 +0.206 +0.310 +0.103 -0.149
2009 4 +0.090 +0.124 +0.056 -0.014
2009 5 +0.045 +0.046 +0.044 -0.166
2009 6 +0.003 +0.031 -0.025 -0.003
2009 7 +0.411 +0.212 +0.610 +0.427
2009 8 +0.229 +0.282 +0.177 +0.456
2009 9 +0.422 +0.549 +0.294 +0.511
2009 10 +0.286 +0.274 +0.297 +0.326
2009 11 +0.497 +0.422 +0.572 +0.495
2009 12 +0.280 +0.318 +0.242 +0.503
Ágúst H Bjarnason, 5.1.2010 kl. 11:37
Árið í ár verðu væntanlega u.þ.b. það 5 heitasta frá því mælingar hófust (hér eru 20 heitustu árin frá 1880 áður en 2009 kemur inn), hvað sem mælingar úr gervihnöttum í efri parti veðrahvolfsins segja. Og áratugurinn er sá heitasti síðan mælingar hófust.
Svo langar mig að benda á glænýja færslu af Loftslag.is um Kuldatíð og hnattræna hlýnun.
Svona til frekari upplýsingar, þá læt ég hér fylgja graf yfir hitastig á heimsvísu frá NASA:
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 12:20
Ég get ekki með neinu móti séð hvernig er hægt að segja að vísindamenn séu sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum. Fróðleg væri að sjá nánar hvernig þessi könnun var gerð sem er sýnd í greininni á loftslag.is. Sú könnun bendir til að því meira sem menn eru virkir í vísindarannsóknum tengt loftslagi því líklegri eru þeir til að viðurkenna mannlegan þátt í hlýnun jarðar. Semsagt meiri skilningur, þeim mun meiri viðurkenning.
Það eru núna fjölda bóka verið skrifaðar um þetta efni með gríðarlegan fjölda heimilda sem benda til meiri áhrifa frá sólu en gróðurhúsalofttegunda vegna manna. Nú eru reglulega haldnin mót t.d. í Bandaríkjunum þar sem vísindamenn koma saman og ræða málin og halda fyrirlestra. En sumir myndu kannski ekki skilgreina þá sem koma á þessa conferensa sem vísindamenn því þeir eru á annarri skoðun en t.d. IPCC. Hér er hægt að sjá meira.
Allar þessar spár um hlýnun í framtíðinni um nokkrar gráður að meðaltali eru byggðar á tölvuspám og líkönum. En tölvulíkön eru ekki raunveruleikinn sama hversu góð þau eru. Þau eru ekki fullkominn. Það er mjög erfitt að spá fyrir um veðrið 4-5 daga fram í tímann, hvað þá nákvæmlega. Svo er okkur talið trú um að það er hægt að spá fyrir hitafari jarðar tugi eða hundruð ára fram í tímann. Það er algerlega ómögulegt verkefni.
Karl Jóhann Guðnason, 5.1.2010 kl. 19:57
Eitt svoleiðis tímabil var hlýju miðaldirnar. Þá var blómaskeið í mannlífi Evrópu. Hlýnun væri betra fyrir mannkynið, þvert á móti sem margir segja.
Las þína grein Ágúst, athyglisvert.
Karl Jóhann Guðnason, 5.1.2010 kl. 20:08
Það að þú getir ekki, Karl, komið auga á þessa samstöðu hefur væntanlega eitthvað með þær heimildir sem þú velur þér (Heartland Institute er ekki góð heimild, eins og ég og fleiri hafa bent þér á áður), en þú getur kynnt þér könnun um málið hér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 20:41
Það er víða kalt:
Sjá t.d.:
China Daily.
The heaviest snowfall to hit northern China in nearly six decades continued to snarl traffic yesterday, stranding thousands of passengers on railways and at airports...
---
Metro.co.uk
Volunteers have reported that ‘a large number’ of elderly customers are snapping up hardbacks as cheap fuel for their fires and stoves.
Temperatures this week are forecast to plummet as low as -13ºC in the Scottish Highlands, with the mercury falling to -6ºC in London, -5ºC in Birmingham and -7ºC in Manchester as one of the coldest winters in years continues to bite..
---
The Times.
Arctic air and record snow falls gripped the northern hemisphere yesterday, inflicting hardship and havoc from China, across Russia to Western Europe and over the US plains...
---
The Telegraph.
Britain is braced for the prospect of running short of gas as the country is gripped by one of the coldest winters for a century...
---
The Telegraph.
Britain facing one of the coldest winters in 100 years, experts predict...
---
Við erum aldeilis heppin hér á Fróni.
Ágúst H Bjarnason, 5.1.2010 kl. 21:14
Kuldatíð og hnattræna hlýnun
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 21:21
Karl þú segir:
Hvaða tölvuspár og líkön höfðu menn í höndunum, menn eins og Svante Arrhenius (en árið 1906 reiknaði hann út að tvöföldun á CO2 myndi þýða hækkun hitastigs um 5-6°C - reyndar nokkuð hærra en IPCC, en mundu þetta er árið 1906)? Hvað með Gilbert Plass sem reiknaði út (árið 1956) að tvöföldun á CO2 myndi hafa þau áhrif að hitastig myndi hækka hitastig jarðar um 3,6ºC (lygilega nálægt því sem IPCC fékk út úr tölvulíkönum sínum)?
Varðandi Heartland ráðstefnurnar sem þú vísar í hér ofar, þá eru þær samansafn manna sem eru oft á tíðum á launaskrá olíuiðnaðarins (ekki allir þó) - það er skiljanlegt að loftslagsvísindamenn taki umræðu þeirra ekki alvarlega - sérstaklega þar sem þeir eru sífellt að hjakka í sömu förunum, í rökum sem margbúið er að afskrifa með betri mælingum og rannsóknaniðurstöðum.
Varðandi að sólin hafi mest áhrif - geturðu nefnt ritrýnda grein sem styður þessa kenningu og ekki er búið að hrekja? Til upplýsinga, þá bendi ég þér á að lesa tvennt á loftslag.is - um áhrif sólarinnar og geimgeisla.
Höskuldur Búi Jónsson, 5.1.2010 kl. 21:36
Fleiri fréttir um kulda:
Temps Plunge to Record as Cold Snap Freezes North, East States
Seoul buried in heaviest snowfall in 70 years
Vermont sets ‘all-time record for one snowstorm’
Iowa temps ‘a solid 30 degrees below normal’
Power goes out at Reagan National outside DC
Seoul buried in heaviest snowfall in 70 years
Peru’s mountain people ‘face extinction because of cold conditions’…
Beijing – coldest in 40 years
World copes with Arctic weatherWinter Could Be Worst in 25 Years for USA
Britain braced for heaviest snowfall in 50-years
GAS SUPPLIES RUNNING OUT IN UK
Miami shivers from coldest weather in decade
Northern Sweden on the way to 50 degrees below zero
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2010 kl. 09:25
Já Ágúst það er kalt á ýmsum stöðum, merkilegt fyrirbæri þetta veður.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 09:44
Þeir höfðu enginn tölvulíkön á þeim tíma en gátu samt spáð því að hitastig jarðar myndi hækka. Það var vegna þess að það er nokkur sannleikur í kenningu um að loftslag hlýnar við aukningu CO2. Þeir vissu að CO2 væri gróðurhúsalofttegund. Sama má segja um vísindamenn nú, allir vísindamenn, líka hörðustu efasemdarmenn eru sammála um að CO2 hefur áhrif til aukningar hitastigs. En hin mikilvæga spurning er þessi: Hversu mikil aukning? Er hún t.d. 0,1 gráður Celcius eða 3,6 gráður við tvöföldun CO2?
Í greininni á realclimate kemur í ljós að einnig á tíma Gilbert Plass voru vísindamenn ekki sammála. Maður að nafni Lewis Kaplan vildi meina að vægi CO2 á hitastig væri minna en það sem Plass sagði.
Í þessari grein birt í Geophysical Research Letters, 2005, er gott línurit sem bendir til að sólin hafi meiri áhrif en CO2. Reyndar er ég ekki með þessa grein alla en hef bara séð línuritið.
Karl Jóhann Guðnason, 6.1.2010 kl. 10:48
Er ekki skrítið að veturinn sem kemur eftir væntanlega 5 heitasta ár síðan mælingar hófust (árið 2009) sé svona vetrarlegur? Víða um heim hefur ekki verið kaldara í áratugi og snjóþyngsli mikil. Kuldinn heldur áfram á norðurlöndum, -41 mældist á Röros í Noregi. Kaldasta nóttin síðan árið 1987. Mikil snjóþyngsli á norður Jótlandi í Danmörku, allt að 45 cm og kuldinn heldur áfram amk viku.
Karl Jóhann Guðnason, 6.1.2010 kl. 11:04
Greinin hans dr Willie Soon er hér á vefnum hjá Harvard, en hann starfar hjá Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics.
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2010 kl. 11:50
Hér er önnur grein um hlut sólarinnar í hnattrænni hlýnuninni:
We use a suite of global climate model simulations for the 20th century to assess the contribution of solar forcing to the past trends in the global mean temperature. In particular, we examine how robust different published methodologies are at detecting and attributing solar-related climate change in the presence of intrinsic climate variability and multiple forcings. We demonstrate that naive application of linear analytical methods such as regression gives nonrobust results. We also demonstrate that the methodologies used by Scafetta and West (2005, 2006a, 2006b, 2007, 2008) are not robust to these same factors and that their error bars are significantly larger than reported. Our analysis shows that the most likely contribution from solar forcing a global warming is 7 ± 1% for the 20th century and is negligible for warming since 1980.
[Nánar hér]
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 12:21
Takk Ágúst, flýtti mér að ná í hana. Skoða greinina Svatli.
Karl Jóhann Guðnason, 6.1.2010 kl. 16:26
Nú skulum við bara bíða og anda með nefinu í fáein ár...
EF breytingar í sólinni hafa veruleg áhrif á hitafar, þá verðum við þess ótvírætt vör innan svo sem fimm ára. Haldi síðan virkni sólar áfram að minnka næstu einn-tvo áratugina, þannig að sólsveifla 25 verði enn minni en sólsveifla 24 sem er vonandi í startholunum, þá verðum við þess enn meira vör. Við munum ekkert geta gert við því, en margir munu finna fyrir því í bakinu vegna snjómoksturs, og margir munu finna fyrir því að það mun lækka ískyggilega hratt í pyngjunni vegna orkukostnaðar, þ.e. þeir sem verða það lánsamir að hafa efni á því, eða bara yfirhöfuð aðgang að nægri orku.
Hnattræn kólnun gæti reynst okkur miklu miklu erfiðari en hnattræn hlýnun. Við skulum því bara vona að áhrif sólar séu lítil. Innst inni óttast ég þó að það sé ekki endilega þannig.
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2010 kl. 21:30
Er þetta ekki hræðsluáróður hjá þér Ágúst? Hnattræn kólnun? Sólin þarf að draga dálítið meira úr útgeislun sinni til að svo geti orðið, síðasta ár (með nánast engum sólblettum) verður væntanlega það 5. heitasta frá upphafi reglulegra mælinga! Það er fátt sem bendir til þess að sólin hafi haft næg áhrif á hitastig síðustu áratugi til að valda þeirri hitastigsaukningu sem orðið hefur (samkvæmt t.d. mælingum úr gervihnöttum og fleiri rannsóknum, sjá t.d. hér).
Annars er það merkilegur málflutningur að það verði að bíða í nokkur ár, þegar vísindasamfélagið er almennt sammála um að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem hafa áhrif á hitastig (því fyrr því betra). Því það er nefnilega svo að ef hitastig stígur of mikið á of stuttum tíma þá er hætt við að vistkerfin geti átt erfitt með að fylgja þeirri þróun eftir og það getur orðið vandamál fyrir vistkerfin...fyrir utan t.d. aðrar afleiðingar eins og hækkun sjávarborðs (hvort sem það tekur 100 ár eða 1000 ár að fara í gang að ráði) eða súrnun sjávar svo eitthvað sé nefnt.
Kuldaköst eru ekki góð rök á móti því að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, þau eru frekar hluti af náttúrulegum sveiflum, sem gerast þrátt fyrir hækkandi hitastig á heimsvísu.
Sveinn Atli Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 23:01
Einn stór munur sem virðist vera á þeirri grein sem Svatli bendir á og greinina eftir Soon er að í fyrrnefndu greininni eru notuð hnattræn loftslagslíkön. En það er einmitt þessi ofurtrú á tölvulíkön sem er kannski galli í þessum rannsóknum. Tölvulíkön eru ekki raunveruleikinn. Loftslagslíkön hafa haft rangt fyrir sér í nokkrum mikilvægum atriðum í hlýnun jarðar, t.d. að meiri hlýnun ætti að hafa átt sér stað í neðra veðrahvolfinu en á yfirborði jarðar. Gervitunglagögn mæla með mikilli nákvæmni hita í veðrahvolfinu og hafa mælt minni hitaaukningu en yfirborðsmælingar. Sjá hér, skýrsla frá National Recearch Council:
Svo ekki sé minnst á hlýnunina fyrir 1940 og kólnunina frá 1950 til 1975. Hvað olli þessu? Geta tölvulíkön sagt hvers vegna þessar sveiflur urðu? Á sama tímabili þá óx styrkur CO2 í lofthjúpnum með reglulegum hætti, þó mikil aukning hafi orðið eftir seinni heimstyrjöld. Gerður er samanburður á þessu í grein dr Soon.
Tölvulíkön geta verið góð fyrir sumt og spáð sumu rétt, en ofurtrú á þeim er ekki til góðs, sérstaklega þegar um margra ára tímabil er að ræða.
Karl Jóhann Guðnason, 7.1.2010 kl. 01:22
Segðu mér Karl, er ofurtrú þín á öllu sem framleitt og framreitt er af olíuiðnaðinum svo mikil að þú getir ekki horft á þessa grein Soon með gagnrýnu hugarfari? Ef þú heldur að ég fari með fleipur, þá skaltu skoða þakkirnar í greininni (Exxon o.fl fá kærar þakkir). Hægt er að lesa sig til um Willie Soon á Desmogblog: http://www.desmogblog.com/willie-soon
Að greininni - þá kemur fram í greininni að ekki sé verið að bera saman hnattrænt hitastig og sólvirkni (TSI). Verið er að bera saman útreiknað hitastig á Norðurslóðum (Arctic) gerð af Polyakov o.fl. (2003) og sólvirkni samkvæmt Hoyt (1993 - uppfært 2005 en ekki getið heimilda fyrir þeirri uppfærslu).
Árið 2005 kom út línurit sem að sýnir sólvirkni fyrir svipað tímabil (Usoskin 2005) og Soon notar og það er töluvert öðruvísi en það sem Hoyt birti 1993 (sjá t.d. myndir hér: http://www.skepticalscience.com/solar-activity-sunspots-global-warming.htm) - þessi tengill er líka góður til að sjá nýjar niðurstöður um tengsl sólar við hlýnun jarðar.
Soon er semsagt að bera saman hitastig á Norðurslóðum saman við úrelt línurit með sólvirkni - að ætla að það segi eitthvað um samband hnattrænnar hlýnunar er ekki mjög vísindalegt.
---
Þú tekur sem dæmi hlýnunina fyrir 1940 og kólnunina frá 1950 til 1975 og spyrð hvort að loftslagslagslíkön geti útskýrt þær sveiflur.
Það vill svo skemmtilega til að einn aðalstyrkur þeirra loftslagslíkana sem að IPCC notaði hefur einmitt verið góð samsvörun fyrir þessi tímabil - sem styrkir þau sem tól til að spá fyrir um framtíðina. Hægt er að lesa sig til um það á heimasíðu veðurstofunnar: http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/breytast en þar neðst er eftirfarandi mynd:
Efri myndin sýnir hversu vel loftslagslíkönin ná að herma eftir hitastigi ef notuð eru náttúrulegir ferlar og CO2 - til samanburðar er á neðri myndinni niðurstaða líkananna ef sleppt er CO2 - ef því er sleppt, þá hefði orðið kólnun síðustu áratugi en ekki hlýnun.
Höskuldur Búi Jónsson, 7.1.2010 kl. 09:28
Vegna þess að gervitunglamælingar eru bæði nákvæmari og ná yfir stærra yfirborð jarðar en yfirborðsmælingar þá henta þær vel til að bera saman við hnattrænt hitastig. Einnig eru þær góðar til að bera saman við hnattræn loftslagslíkön. Einnig er til þriðja tegundin af hnattrænum hitastigsmælingum og eru þær gerðar úr veðurloftbelgum (radiosondes). Hnattrænar gervitunglamælingar, sem eru mjög nákvæmar, eru í meira samræmi við veðurloftbelgina en yfirborðshita og loftslagslíkön.
Ósamræmið milli hitastigs í lofthjúpnum og yfirborðs hefur verið í nokkra áratugi nú og mikil umræða hefur verið meðal loftslagsvísindamanna. Merkileg grein kom árið 1990 í Science eftir Christy og Spencer:
Síðan þá hefur staðan ekki breyst mikið, þótt ný gögn hafi komið fram. Gervitunglamælingar segja enn í dag aðra sögu en loftlagslíkön (og líklega einnig hnattræn yfirborðshitagögn því loftslagslíkön nota þau mikið).
Karl Jóhann Guðnason, 7.1.2010 kl. 18:19
Gervihnettir mæla ljómun á mismunandi tíðnisviðum. MSU er mælir t.d. ljómun frá súrefni. Hvert tíðnisvið tegrar merkið fyrir ákveðið hæðarbil. Leiðrétta þarf fyrir mörgum þáttum, s.s. reki gervihnattar, mismunandi svörun ólíkra mælitækja þegar skipt er um tungl o.þ.h. Til að umreikna þetta yfir í hita þarf svo að gefa sér forsendur um hitabreytingar í lofthjúpnum. Ástæða þess komið hafa ólíkar niðurstöður með þessum gögnum er sú að niðurstaðan fer eftir því hversu langt er gengið í leiðréttingum á þeim. Þetta þýðir ekki að ekki sé hægt að nota mælingarnar en gæta þarf varúðar við túlkun gagnanna.
Annar punkturinn hjá mér er þessu tengt og er sá að ekki verður annað séð en að það hafi margt breyst síðan 1990, t.d. hafa komið fram ýmsir vankantar á mælingum þeirra Christy og Spencer sjá t.d. hér að ofan og svo nánar um óvissu (þó hún verði minni með árunum) í þessari færslu á RealClimate.
Að lokum þá er hér graf yfir hitastigsferla frá beinum mælingum við yfirborð jarðar og tvenskonar mælingar úr gervihnöttum, ekki er nú hægt að sjá að það sé mikill munur þarna:
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 19:27
Verð að viðurkenna að ég sé ekki alveg hvaða gögn liggja að baki bláu línunnar sem sýnir "direct surface measurements" í grafinu hér að ofan. Kemur ekki skýrt fram á wikipedia.
Hér er væntanlega athyglisvert innlegg í þessa umræðu. Neðst er linkur á pdf skrá þar sem fjallað er um leiðréttingarnar í gervitunglagögnunum og skoðanir nokkurra vísindamanna.
Í skýrslu IPCC frá 2001 kom þetta graf og er samanburður á gervitunglagögnum, veðurkönnum (radiosondes) og yfirborðsmælingum. Þar sést greinilega að gervitunglamælingar eru í meira samræmi við veðurkannana en yfirborðsmælingarnar.
Karl Jóhann Guðnason, 8.1.2010 kl. 12:37
Það segir sig eiginlega sjálft "Direct surface measurements", annars geturðu lesið nánar um grafið hér og hér.
Varðandi Friends of Science sem þú vitnar til þá ráðlegg ég þér að lesa nánar um þá.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 13:24
Hverju á maður að trúa? Greinin á Scepticalscience vitnar í aðra skýrslu. Sú skýrsla segir að það ósamræmi sem var áður á milli hitastigs lofthjúps og yfirborðs jarðar sé ekki lengur tilstaðar. Málið dautt eða hvað?
Skýrslan , Nature not human activity rules the climate, sem ég hef vísað í nokkrum sinnum nú og sem þú líklega ekki tekur mark á segir þetta um málið:
Til að komast sjálfur að hinu sanna þyrfti maður semsagt að lesa alla skýrsluna sjálfur og ekki bara samantektina. Það tekur tíma, hef ekki gert það sjálfur (þess vegna eru líklega þessar samantektir).Karl Jóhann Guðnason, 8.1.2010 kl. 15:30
Ég ætla nú að fara að mínum eigin ráðum í athugasemd 6.1.2010 kl. 21:30 hér að ofan og bíða í nokkur ár. Breytingar í hitaútstreymi frá sólinni skila sér ekki strax sem breytingar í lofthita og er tímastuðullinn væntanlega af stærðargráðunni hálfur til einn áratugur. Svörunin fylgir veldisfalli (ef innmerkið er þrep), eins og flestir þekkja. Sem sagt, sannleikurinn kemur ef til vill í ljós innan fárra ára með góðri hjálp frá náttúrunni, - ef heldur áfram sem horfir...
Ágúst H Bjarnason, 8.1.2010 kl. 20:33
Það er rétt hjá þér Karl, þessi heimild þín er frá Lobbýistasamtökunum Heartland og hef ég nefnt það við þig áður að þetta er ekki ýkja góð vísindaleg heimild. Annars er það merkilegt að þú Karl ferð úr einu efni í annað í athugasemdum þínum eftir að málflutningur þinn hefur verið hrakinn hvað eftir annað.
Smá endurtekið efni handa Ágústi:
Það er merkilegur málflutningur að það verði að bíða í nokkur ár, þegar vísindasamfélagið er almennt sammála um að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem hafa áhrif á hitastig (því fyrr því betra). Því það er nefnilega svo að ef hitastig stígur of mikið á of stuttum tíma þá er hætt við að vistkerfin geti átt erfitt með að fylgja þeirri þróun eftir og það getur orðið vandamál fyrir vistkerfin...fyrir utan t.d. aðrar afleiðingar eins og hækkun sjávarborðs (hvort sem það tekur 100 ár eða 1000 ár að fara í gang að ráði) eða súrnun sjávar svo eitthvað sé nefnt.
Kuldaköst eru ekki rök á móti því að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, þau eru frekar hluti af náttúrulegum sveiflum, sem gerast þrátt fyrir hækkandi hitastig á heimsvísu.
Hér er svo síðasta sólbletta grafið, sólblettir virðast vera taka við sér eins og oft gerist þegar tímabil nýrrar sólarsveiflu byrjar (þeirra númer 24), sólblettir hafa ekki verið svona margir og þeir voru í desember síðan í mars 2008, rauða línan er spá fyrir framtíðina varðandi sólbletti í næstu sólarsveiflu, það getur svo sem verið að hún gangi ekki eftir:
Það er alveg hárrétt að útgeislun sólar hefur áhrif á hitastig jarðar enda hafa sveiflur Milankovitch verið meðal þeirra þátta sem hafa áhrif skiptingu á milli ísalda og hlýrri tímaskeiða í miljónir ára. En áhrif gróðurhúsalofttegundanna er þáttur sem ekki má vanmeta, því ekki hefur verið hægt að útskýra hlýnun síðustu áratuga með aukinni virkni sólar, sjá t.d. hér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 22:30
Svatli: Öndum bara með nefinu og bíðum átekta. Þetta kemur allt í ljós fyrr en varir...
Ágúst H Bjarnason, 8.1.2010 kl. 22:45
Ágúst, ég er sallarólegur eins og alltaf
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 22:48
Já næstu fáu ár verða athyglisverð. Enginn hlýnun frá 2001 samkvæmt gervitunglamælum en hitastigið getur ekki staðið í stað svona lengi, annað hvort fer það upp eða niður.
Nokkrir vísindamenn segja að kaldara tímabil næstu 20-30 ár sé framundan sjá hér.
Verður þú ekki Svatli að nota fleiri heimildir þegar þú segir að vísindamenn séu almennt sammála um að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda? Sjá hér t.d. Ein skoðana könnun segir ekki allt.
Karl Jóhann Guðnason, 10.1.2010 kl. 20:12
Segðu mér Karl, fyrir 3,3-3,0 milljónum ára var CO2 sambærilegt við það sem gæti orðið um næstu aldamót - þá var 3°C hærri hiti en nú að meðaltali (þar af um 10-18°C hærri hiti á norðuskautinu, en hitastig dreifðist öðruvísi um hnöttinn á þeim tíma). Sjá á loftslag.is: Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum
Hvað notarðu til að skýra þetta út og hví ætti þetta ekki að geta gerst þegar sama magn CO2 verður (mögulega en vonandi ekki)?
Höskuldur Búi Jónsson, 10.1.2010 kl. 20:43
Þarf endilega að vera tengsl milli CO2 og hærra hitastig í fortíðinni þótt CO2 hafi verið hærra þá? Hefur ekki komið í ljós að hiti jóx á undan CO2 í fortíðinni? Munurinn er ca 800 ár (sjá hér). Einn möguleiki er t.d. loftsteinar.... það eru til loftsteinagígar um alla jörð. Samkvæmt jarðlögum gerðust einhverjar hamfarir í fortíðinni einhvern tíma, risaeðlur dóu jú út ásamt milljónum af öðrum lífverum. Og hvað sem það var þá hafði CO2 líklega lítil áhrif.
Tvöföldun á Co2 hefði líklega ekki mikil áhrif til hlýnunar. Einnig þarf að hafa í huga að því hærra hlutfall co2 er í lofthjúpnum því meir þarf af co2 í lofthjúpinn því tengslin eru lógarítmísk.
Karl Jóhann Guðnason, 10.1.2010 kl. 23:41
Vísindamenn telja að tengsl séu á milli hitastigs og CO2, enda er CO2 gróðurhúsalofttegund og talið er að næmni CO2 við tvöföldun styrks í andrúmsloftinu sé um 1,5-4,5°C (dejavu, erum við ekki að endurtaka okkur hér?).
Þegar risaeðlurnar dóu út fyrir, að mig minnir, 67 miljón árum (þú leiðréttir mig ef mig misminnir) er talið líklegt að um loftstein hafi verið að ræða. En það hafa þá verið hamfarir sem ekki eiga neitt skilt við loftslagsbreytingar okkar tíma. Hér er hægt að lesa örlítið um þessi 800 ár sem þú nefnir, þar stendur t.d. eftirfarandi:
"Áður fyrr var CO2 ekki frumorsök hlýnunar, heldur magnaði CO2 upp hlýnun sem var þá þegar komin af stað (sjá Milankovitch sveiflur hér). Nú er CO2 aftur á móti að aukast og hitastig að aukast á sama tíma og aðrir náttúrulegir ferlar eru í niðursveiflu."
Að lokum langar mig að koma inn á þetta með heimildirnar um að vísindamenn séu almennt sammála. Ég notaði heimildir sem hafa rót sína í Gallup-könnun á málinu, og eins og þú veist kannski þá er Gallup talið vera óháð fyrirtæki sem framkvæmir m.a. skoðanakannanir. En enn og aftur kemur þú með heimild sem er ekki nothæf, þ.e. bloggsíða Inhofe, sem er Bandarískur öldungadeildarþingmaður sem er frægur fyrir efasemdir varðandi loftslagsmál. Sá sem setti þessa færslu inn á síðuna hjá Inhofe er einnig frægur efasemdarmaður, en sá heitir Marc Morano, og hægt er að lesa nánar um hann með því að smella á tengilinn. Ég held að þú verðir að fara að athuga val þitt á heimildum betur.
Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.